Fótbolti

Umboðsmaður Drogba staðfestir áhuga Juventus

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Thierno Seydi, umboðsmaður Didier Drogba, hefur staðfest að hann hafi verið í sambandi við ítalska stórliðið Juventus vegna áhuga þess á skjólstæðingi sínum.

Giuseppe Marotta, framkvæmdarstjóri Juventus, staðfesti fyrr í vikunni að félagið væri að skoða Drogba ásamt fleiri sóknarmönnum.

Drogba er samningsbundinn Shanghai Shenhua en fullyrt hefur verið að honum hafi gengið illa að aðlagast lífinu í Kína og að hann eigi möguleika á að segja upp samningi sínum við félagið.

„Það er rétt að Juventus hafi verið í sambandi við mig en það er þó ekkert öruggt á þessari stundu," sagði Seydi við ítalska fjölmiðla.

„Juventus, AC Milan og Celtic eru áhugaverð lið en Didier er enn leikmaður Shanghai Shenhua. Hann er frábær leikmaður og er aðeins að hugsa um Afríkukeppni landsliða þessa stundina," bætti hann við.

Afríkukeppnin hefst síðar í mánuðinum og er Drogba lykilmaður í landsliði Fílabeinsstrandarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×