Fótbolti

Inter íhugar að hætta að spila á San Siro

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
San Siro leikvangurinn.
San Siro leikvangurinn. Mynd/Nordic Photos/Getty
Ítölsku stórliðin Internazionale og AC Milan hafa bæði spilað heimaleiki sína á hinum heimsfræga Giuseppe Meazza leikvangi sem er í daglegu tali nefndur San Siro. Fréttir frá Ítalíu herma að Inter-menn séu alvarlega að íhuga að byggja sér nýjan leikvang í hinum enda borgarinnar.

Massimo Moratti, forseti Internazionale, er hliðhollur því að kaupa land í San Donato hverfinu sem er í austurhluta í Mílanó en það er eins og er í eigu olíurisans Eni. Planið er að byggja 60 þúsund manna völl og raða verslunum og veitingastöðum í kring.

Giuseppe Meazza leikvangurinn er í San Siro hverfinu í vesturhluta borgarinnar. Hann tekur rétt rúmlega 80 þúsund manns.

Sögusagnir um brottför Internazionale hafa komið upp við og við en núna virðist vera meiri alvara í málinu þótt að ekki hafi verið gengið frá neinu. Stefnan er að völlurinn verði kominn í notkun fyrir 2017-18 tímabilið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×