Fótbolti

Inter sektað fyrir kynþáttaníð stuðningsmanna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / AFP
Ítalska liðið Inter hefur verið sektað vegna framkomu stuðingsmanna liðsins sem sungu kynþáttaníðssöngva um Mario Balotelli.

Balotelli er nýgenginn til liðs við erkifjendurna í AC Milan en lék með Inter áður en hann fór til Manchester City árið 2010.

Stuðningsmennirnir sungu níðsöngvana á meðan leik AC Milan og Chievo stóð á sunnudaginn.

Sektarupphæðin nam fimmtán þúsund evrum eða um tvær og hálfa milljón króna.

Þetta er í annað sinn á þeim skamma tíma sem Balotelli hefur verið hjá AC Milan sem álíka mál kemur upp. Paolo Berlusconi, bróðir Silvio Berlusconi, forseta AC Milan, varð uppvís að hafa haft niðrandi orð um Balotelli á opinberum vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×