Fótbolti

Múgæsing er Maradona kom til Napoli | Myndband

Maradona fagnar í leik með Napoli.
Maradona fagnar í leik með Napoli.
Argentínska goðsögnin Diego Armando Maradona er mættur aftur til Ítalíu. Hans fyrsta heimsókn í átta ár og er óhætt að segja að fólkið í Napoli hafi tekið vel á móti honum.

Yfirvöld á Ítalíu segja að Maradona skuldi skatta frá tíma hans á Ítalíu. Hann lék með Napoli frá 1984 til 1991. Hann gerði liðið að meisturum árin 1987 og 1990. Það eru einu meistaratitlar félagsins.

Maradona var dæmdur í málinu árið 2005 og þá skipað að greiða 48 milljónir punda.

Hann er mættur til Napoli til þess að gera út um það mál en leikmaðurinn fyrrverandi harðneitar því að vera skattasvindlari.

Maradona verður heiðursgestur á leik Napoli og Juventus á föstudag.

Er hann kom til Napoli tók fjöldi manna á móti honum en Argentínumaðurinn er Guð hjá fólkinu í Napoli.

Hann komst þó vart leiðar sinnar í flugstöðinni vegna ágangs fjölmiðla eins og sjá mér hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×