Fótbolti

Varamaðurinn bjargaði stigi fyrir Inter

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Inter og AC Milan gerðu 1-1 jafntefli í stórslag helgarinnar í ítölsku úrvalsdeildnni. Varamaðurinn Matias Schelotto var hetja Inter í leiknum.

Scheletto skoraði jöfnunarmark Inter með skalla af stuttu færi á 71. mínútu, aðeins tveimur mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður. Yuto Nagatomo átti glæsilega sendingu inn í teig og Scheletto afgreiddi knöttinn í netið af öryggi.

Stephan El Shaarawy hafði komið AC Milan yfir á 21. mínútu með sínu nítjánda marki á tímabilinu, eftir laglegan undirbúning Kevin-Prince Boateng.

AC Milan fékk færi til að auka forystu sína leiknum en nýtti þau ekki. Inter má því vera ánægt með stigið en liðið er í fjórða sæti deildarinnar með 44 stig, einu stigi á eftir AC Milan.

Juventus er þó á toppi deildarinnar með 58 stig og sjö stiga forystu á Napoli sem á þó leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×