Fótbolti

Birkir og félagar stóðu í Juventus

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rizzo fær hér að líta rauða spjaldið.
Rizzo fær hér að líta rauða spjaldið. Nordic Photos / AFP
Birkir Bjarnason kom inn á sem varamaður er lið hans, Pescara, tapaði fyrir Ítalíumeisturum Juventus á útivelli í dag, 2-1.

Birkir kom inn á þegar skammt var liðið af síðari hálfleik og staðan enn markalaus. Leikurinn breyttist á 72. mínútu þegar að Giuseppe Rizzo braut á Arturo Vidal sem var sloppinn í gegn. Rizzo fékk rautt og vítaspyrna dæmd.

Mirko Vucinic skoraði úr spyrnunni og hann bætti svo sjálfur öðru marki við fimm mínútum síðar. Emmanuel Cascoine minnkaði muninn á 83. mínútu en þar við sat.

Juventus er í efsta sæti deildarinnar með 71 stig og er með tólf stiga forystu á toppnum. Pescara er í neðsta sæti með 21 stig og sex stigum frá öruggu sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×