Reisa fjárhús og rækta skóg fyrir kindur að bíta Kristján Már Unnarsson skrifar 27. október 2013 09:10 Guðríður Baldvinsdóttir og Einar Ófeigur Björnsson í Lóni í Kelduhverfi ásamt Ásdísi, elsta barninu. Mynd/Baldur Hrafnkell Jónsson, Stöð 2. Á sveitabæ í Kelduhverfi í Norður-Þingeyjarsýslu reisir barnafjölskylda nú ný fjárhús. Þar er einnig verið að rækta skóg sem sérstaklega er ætlaður fyrir kindur. Þetta kemur fram í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 annaðkvöld, mánudagskvöld, en þar verður rætt við hjónin Einar Ófeig Björnsson og Guðríði Baldvindóttur. Brot úr þættinum var sýnt í fréttum Stöðvar 2. Þau búa í Lóni ásamt þremur ungum börnum sínum, en þegar við sjáum iðnaðarmenn reisa þar ný 500 fermetra fjárhús er það fyrsta spurningin, í ljósi umræðu um stöðu sauðfjárbænda, hvort þau séu orðin galin: „Jú, það getur alveg verið,” svarar Einar. „Samt er þetta ekki önnur umræða en var fyrir áratugum. Það er búið að tala um það lengi að sauðfjárrækt á Íslandi sé á vonarvöl og við erum nú lifandi enn.” Einar segir flestum ljóst að efla þurfi matvælaframleiðslu í heiminum og vonast til að sauðfjárrækt á Íslandi verði hluti af því. Þau segjast ná fram hagræðingu og vinnusparnaði með nýjum fjárhúsum. Ný tækni með nýjum gjafagrindum leysi af gömlu garðana. „Þetta er geysilega góð vinnuaðstaða hérna og þægindi. Ekki lengur gömlu góðu garðarnir sem þurfti að bera allt heyið í,” segir Guðríður. Hún er skógfræðingur að mennt að það vekur athygli okkar að þau planta trjám fyrir kindurnar að bíta í framtíðinni. Hún er spurð hvort það séu ekki helgispjöll að beita skóginn. Í þættinum „Um land allt” annaðkvöld svarar hún því hvernig það geti farið saman að vera sauðfjárbóndi og skógfræðingur. Í þættinum segir Guðríður einnig frá sápugerð „beint frá býli”, fjallað verður um mannlífið í Kelduhverfi og Öxarfjarðarskóli heimsóttur. Landbúnaður Norðurþing Um land allt Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
Á sveitabæ í Kelduhverfi í Norður-Þingeyjarsýslu reisir barnafjölskylda nú ný fjárhús. Þar er einnig verið að rækta skóg sem sérstaklega er ætlaður fyrir kindur. Þetta kemur fram í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 annaðkvöld, mánudagskvöld, en þar verður rætt við hjónin Einar Ófeig Björnsson og Guðríði Baldvindóttur. Brot úr þættinum var sýnt í fréttum Stöðvar 2. Þau búa í Lóni ásamt þremur ungum börnum sínum, en þegar við sjáum iðnaðarmenn reisa þar ný 500 fermetra fjárhús er það fyrsta spurningin, í ljósi umræðu um stöðu sauðfjárbænda, hvort þau séu orðin galin: „Jú, það getur alveg verið,” svarar Einar. „Samt er þetta ekki önnur umræða en var fyrir áratugum. Það er búið að tala um það lengi að sauðfjárrækt á Íslandi sé á vonarvöl og við erum nú lifandi enn.” Einar segir flestum ljóst að efla þurfi matvælaframleiðslu í heiminum og vonast til að sauðfjárrækt á Íslandi verði hluti af því. Þau segjast ná fram hagræðingu og vinnusparnaði með nýjum fjárhúsum. Ný tækni með nýjum gjafagrindum leysi af gömlu garðana. „Þetta er geysilega góð vinnuaðstaða hérna og þægindi. Ekki lengur gömlu góðu garðarnir sem þurfti að bera allt heyið í,” segir Guðríður. Hún er skógfræðingur að mennt að það vekur athygli okkar að þau planta trjám fyrir kindurnar að bíta í framtíðinni. Hún er spurð hvort það séu ekki helgispjöll að beita skóginn. Í þættinum „Um land allt” annaðkvöld svarar hún því hvernig það geti farið saman að vera sauðfjárbóndi og skógfræðingur. Í þættinum segir Guðríður einnig frá sápugerð „beint frá býli”, fjallað verður um mannlífið í Kelduhverfi og Öxarfjarðarskóli heimsóttur.
Landbúnaður Norðurþing Um land allt Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira