Gæti þurft að hóa í stærðfræðing vegna stöðunnar í F-riðli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. nóvember 2013 14:15 Aaron Ramsey og Mesut Özil fagna sigurmarki þess fyrrnefnda í Þýskalandi á dögunum. Nordicphotos/Getty Arsenal og Napólí geta tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld en líklegra er að spennan verði óbærileg fram í síðustu umferð. Arsenal og Napólí hafa 9 stig eftir fjórar umferðir í F-riðli, Borussia Dortmund hefur 6 stig en Marseille er stigalaust. Ljóst er að Marseille á enga von um að komast áfram í deildinni og aðeins fræðilega von að komast í Evrópudeildina. Til þess þarf liðið að vinna sína tvo leiki og Dortmund að tapa báðum. Fáir hafa trú á því. Mun meiri vangaveltur eru um gang mála á toppi riðilsins. Takist Dortmund ekki að leggja Napólí að velli í Þýskalandi í kvöld og Arsenal leggur Marseille þá fara ítalska og enska liðið áfram. Vinni Dortmund sigur á Napólí magnast spennan. Svo gæti farið að öll liðin þrjú verði jöfn að stigum eftir lokaumferðina. Ekki er ólíklegt að svo fari. Vinni Dortmund sigur á Napólí og Arsenal sigrar Marseille í kvöld ásamt því að Dortmund leggi Marseille og Napólí klári Arsenal heima í lokaumferðinni verða liðin þrjú öll með tólf stig. Það hefur aldrei gerst í sögu keppninnar að lið með 12 stig komist ekki áfram í 16-liða úrslitin. Það væri í raun ótrúlegt að þurfa að sitja eftir með sárt ennið eftir fjóra sigra í sex leikjum. Verði liðin þrjú jöfn að stigum eru innbyrðisviðureignirnar skoðaðar. Arsenal og Dortmund hafa mæst tvisvar og þar stendur Dortmund betur að vígi með fleiri mörk skoruð á útivelli. Napóli hefur 2-1 forystu í einvíginu gegn Dortmund og Arsenal hefur 2-0 forystu gegn Napólí fyrir seinni leikinn í lokaumferðinni. Svo gæti farið að liðin yrðu ekki aðeins með jafnmörg stig heldur yrði markatala þeirra einnig sú sama. Þá myndu liðin með flest mörk skoruð á útivelli fara áfram. Myndin verður skýrari eftir kvöldið í kvöld. Leikur Dortmund og Napólí verður í beinni á Stöð 2 Sport og viðureign Arsenal og Marseille á Sport 3. Leikirnir hefjast klukkan 19.45. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Íslenski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Í beinni: ÍBV - KA | KA-menn í vandræðum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Í beinni: Arsenal - Newcastle | Newcastle getur komist upp fyrir Arsenal Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Í beinni: ÍBV - KA | KA-menn í vandræðum Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sjá meira
Arsenal og Napólí geta tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld en líklegra er að spennan verði óbærileg fram í síðustu umferð. Arsenal og Napólí hafa 9 stig eftir fjórar umferðir í F-riðli, Borussia Dortmund hefur 6 stig en Marseille er stigalaust. Ljóst er að Marseille á enga von um að komast áfram í deildinni og aðeins fræðilega von að komast í Evrópudeildina. Til þess þarf liðið að vinna sína tvo leiki og Dortmund að tapa báðum. Fáir hafa trú á því. Mun meiri vangaveltur eru um gang mála á toppi riðilsins. Takist Dortmund ekki að leggja Napólí að velli í Þýskalandi í kvöld og Arsenal leggur Marseille þá fara ítalska og enska liðið áfram. Vinni Dortmund sigur á Napólí magnast spennan. Svo gæti farið að öll liðin þrjú verði jöfn að stigum eftir lokaumferðina. Ekki er ólíklegt að svo fari. Vinni Dortmund sigur á Napólí og Arsenal sigrar Marseille í kvöld ásamt því að Dortmund leggi Marseille og Napólí klári Arsenal heima í lokaumferðinni verða liðin þrjú öll með tólf stig. Það hefur aldrei gerst í sögu keppninnar að lið með 12 stig komist ekki áfram í 16-liða úrslitin. Það væri í raun ótrúlegt að þurfa að sitja eftir með sárt ennið eftir fjóra sigra í sex leikjum. Verði liðin þrjú jöfn að stigum eru innbyrðisviðureignirnar skoðaðar. Arsenal og Dortmund hafa mæst tvisvar og þar stendur Dortmund betur að vígi með fleiri mörk skoruð á útivelli. Napóli hefur 2-1 forystu í einvíginu gegn Dortmund og Arsenal hefur 2-0 forystu gegn Napólí fyrir seinni leikinn í lokaumferðinni. Svo gæti farið að liðin yrðu ekki aðeins með jafnmörg stig heldur yrði markatala þeirra einnig sú sama. Þá myndu liðin með flest mörk skoruð á útivelli fara áfram. Myndin verður skýrari eftir kvöldið í kvöld. Leikur Dortmund og Napólí verður í beinni á Stöð 2 Sport og viðureign Arsenal og Marseille á Sport 3. Leikirnir hefjast klukkan 19.45.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Íslenski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Í beinni: ÍBV - KA | KA-menn í vandræðum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Í beinni: Arsenal - Newcastle | Newcastle getur komist upp fyrir Arsenal Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Í beinni: ÍBV - KA | KA-menn í vandræðum Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sjá meira