Teipaður flugdólgur, klámvísa á barnaballi, miðaklúður og seinheppinn sólgleraugnasali Jakob Bjarnar skrifar 22. desember 2013 10:00 Sumar fréttir eru einfaldlega þess eðlis, einhvern veginn þannig í laginu að þær eru til þess fallnar að skemmta skrattanum. Slíkar fréttir vekja jafnan mikla athygli enda fátt betra til að fá útrás fyrir réttláta reiði sína á samfélagsmiðlum og athugasemdakerfum og einmitt slíkar fréttir. Hér eru nokkur dæmi um slíkt frá árinu sem er að líða. Þessar fréttir tengjast oft því þá er menn missa sig með einhverjum hætti eða hefur orðið eitthvað á. Hér eru einungis nefndar átta fréttir sem fjalla um óheppileg atvik, en þær voru fleiri. Eiginlega má segja að það hafi einkennt árið 2013 að eitt og annað gekk á afturfótunum.Teipaður flugdólgur Strax í upphafi árs birtist frétt sem vakti mikla athygli; frétt sem kallaði fram margslungnar tilfinningar með þeim sem lásu. Þannig var að karlmaður var yfirbugaður af farþegum og áhöfn flugvélar Icelandair sem var á leiðinni til New York. Um svokallaðan flugdólg var að ræða. Það þykir í sjálfu sér í frásögur færandi þegar flugdólgar láta til skaða skríða en í þessu tilfelli tók farþegi mynd af viðkomandi manni þar sést að gengið hafði verið tryggilega frá honum; hann hafði verið teipaður vandlega við sæti sitt. Myndin sú, sem sýnir neyðarlega stöðu flugdólgsins, fór svo víða um net og sitt sýndist hverjum um meðferðina sem maðurinn mátti sæta.Páll tekur hárblásarann á Helga Seljan Seinni partinn í nóvember og í desembermánuði lék allt á reiðiskjálfi í Útvarpshúsinu við Efstaleiti. Eftir starfsmannafund í Ríkisútvarpinu, sem haldinn var 28. nóvember, sauð uppúr milli þeirra Páls Magnússonar fyrrverandi útvarpsstjóra og Helga Seljan sjónvarpsmann, fyrir framan lyftudyrnar í útvarpshúsinu. Svo „óheppilega“ vildi til að tökumaður Stöðvar 2 var með kveikt á upptökuvél sinni og fylgdist furðu lostinn með útvarpsstjórann ausa ókvæðisorðum yfir Kastljósmanninn knáa. Myndbandsbrotið vakti gríðarlega mikla athygli og kom þar berlega í ljós að Páll er skapmaður. Páll baðst seinna afsökunar á reiðikasti sínu en allt kom fyrir ekki... dagar hans sem útvarpsstjóra voru taldir eins og seinna kom á daginn – þó ekki sé hægt að rekja það beint til þessa atviks.Klámvísa á jólatrésskemmtun Ingólfur Þórarinsson, sem betur er þekktur sem hinni ástsæli tónlistarmaður Ingó Veðurguð, fór frammúr sér á barnajólaballi Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar 10. desember; eins og hann vissi ekki alveg hverjum hann var að skemmta. Því þar söng hann klúra útgáfu af laginu Hókí pókí: „Við setjum tillann inn, og setjum tillann út, inn/út/inn/út og hristum hann svo til.“ Söngur Ingós féll í grýttan jarðveg meðal gesta. Foreldrum krossbrá og ein þeirra, Díana Hafsteinsdóttir, sagði að foreldrar hefðu almennt verið sammála um að þetta uppátæki, að kyrja þennan brag yfir troðfullum brottfararsal flugstöðvarinnar, hafi verið algerlega óviðeigandi með öllu. Ingó sá sitt óvænna og baðst afsökunar strax næsta dag og lýsti þessu sem fullkomnum dómgreindarbresti af sinni hálfu. „Maður segir ekki svona á barnaskemmtun - og eiginlega ekki á fullorðinsskemmtun heldur. Þetta er einhver gamall afskræmdur texti,“ sagði Ingó svekktur útí sjálfan sig.Klúðursamband Íslands Óhætt er að segja að allt hafi af göflum gengið þegar fréttir bárust af því að 29. október hafi KSÍ sett miða á mikilvægan leik gegn Króötum í sölu um miðja nótt. Þeir sem höfðu fullan hug á að berjast um miða gripu í tómt þó árrisulir væru. Nátthrafnarnir, þeir sem vissu að miðarnir færu í sölu þá, náðu að kaupa. Enginn hefur komið með sannfærandi rök fyrir því hvers vegna mátti ekki setja miðana í sölu að nóttu til, en ljóst mátti vera að eftirspurn var talsvert meiri en framboð og ljóst var að stór hópur fengi ekki miða. Það breytti ekki því að ókvæðisorðum rigndi yfir Knattspyrnusamband Íslands sem átti í vök að verjast í málinu. Sigmar Guðmundsson í Kastljósinu tók framkvæmdastjóra sambandsins í þriðju gráðu yfirheyrslu, fullur heilagrar og réttlátrar reiði. Og samsæriskenningarnar blómstruðu í fjölda frétta sem voru skrifaðar um þetta mikla mál. En, leikurinn fór jafnt 0–0.Tippasleikjóar og hommalæti Tónlistarmaðurinn Gylfi Ægisson var fyrirferðarmikill í fréttum í allt haust en hann lagði fram kæru á hendur Samtökunum 78. Málið reisti hann á því að í gleðigöngunni, Gay Pride 2013, hafi ýmsir haft í frami ósiðlega framkomu; klúryrði hafi borist í viðkvæm eyru barna sem þar voru að fylgjast með, menn hafi verið með klámfengna tilburði í göngunni og eitt helsta sem fór fyrir brjóstið á tónlistarmanninum var að honum barst það til eyrna að í göngunni hafi menn verið að sleikja tippasleikipinna framan í fólk. Mörgum þótti þarna sem verið væri að kasta steinum úr glerhúsi; þetta væru einkennileg skilaboð frá Gylfa sem hefur einmitt viljað skauta á mörkum hins sæmilega í textagerð sinni: Sjúddírarírei! Öðrum þótti sem þarna væri Gylfi að ráðast með ósæmilegum hætti á þetta jákvæða fyrirbæri sem gleðigangan er en við það færðist Gylfi allur í aukana; þótti þetta ómakleg gagnrýni – hann hefði nákvæmlega ekkert á móti samkynhneigðum, hann væri einungis á móti því að klám og kúrheit væru höfð fyrir blessuðum börnunum. Og þannig vatt þessu fram en síðustu fréttir eru þær að lögreglan hafi neitað að rannsaka málið og kæru Gylfa þar með vísað frá. Hvort Gylfi ætlar að halda málinu til streitu er hins vegar ekki vitað.Misheppnað músíkfestival Líklega hefur engin tónlistarhátíð verði eins misheppnuð og Keflavik Music Festival allar götur síðan Magnús Kjartansson blés til Viðeyjarhátíðar um verslunarmannahelgi um árið. Gleðimaðurinn Óli Geir Jónsson og félagar hans suður með sjó boðuðu til hátíðarinnar í byrjun júnímánaðar. Ljóst var að standa átti að málum af miklum metnaði og ekkert vantaði uppá að frægar hljómsveitir ættu að koma þar fram. En, þær tóku hins vegar að heltast úr lestinni og lét ekki nema um helmingur þeirra sem boðað höfðu komu sína sjá sig. Var Óla Geir og hans mönnum brigslað um að hafa ekki staðið við gerða samninga og var skipuleggendum ekki vandaðar kveðjurnar. Þeir áttu í vök að verjast og sendu að lokum frá sér afsökunarbeiðni þar sem sagði meðal annars: „Kappsemi íslendings er stundum meira en viðkomandi ræður við og má með sanni segja að það eigi vissulega við í okkar tilviki. 129 tónlistaratriði á einni helgi hefði verið meiriháttar árangur á okkar litla Íslandi en varð okkur sem stjórnendum ofviða um leið og fyrstu vandamálin komu upp. Sú staða valt síðan uppá sig þannig að erfitt var að ná til okkar sem aftur orsakaði fleiri uppákomur og vandamál. Á þessu öllu biðjumst við innilegrar afsökunar.“Seinheppinn sólgleraugnasali Síðasta atvikið sem nefnt er til sögunnar sem einkar óheppilegt, og rataði í fréttir, er slys sem átti sér stað á sólbaðsstofunni Sól 101 í júní. Og svo virðist sem sólbaðsstofueigendur Sól 101 hafi ekki svo mikið sem lokið áfanganum sólbaðsstofufræði 101 því til að Steinar Thorberg sólgleraugnasölumaður skaðbrenndist þar í ljósunum. Vitaskuld er þetta ekkert gamanmál, Steinar skaðaðist alvarlega en það voru jólin meðal hinna kvikindislegri þegar þetta spurðist og fimmaurabrandararnir flugu. Steinar lýsti atburðarásinni svo að hann hafi ákveðið að fara í ljós í fyrsta skipti í 22 ár. Hann fékk engin hlífðargleraugu en lá í bekknum í 20 mínútur. Hann kenndi sér einskis meins en svo fór að falla á engilinn. Heim kominn fór hann að finna fyrir óþægindum og svo tóku augu hans að bólgna svo mjög að hann þurfti að leita á spítala vegna verkja og fékk morfín í æð. Rakel Ás Halldórsdóttir á Sól 101 var að vonum miður sín vegna þessa en hafði engar skýringar á þessu því allt hafi verið eðlilegt; Steinar hafi verið nokkuð dökkur að sjá og hann hafi farið í venjulegan tíma. Steinar boðaði lögsókn á hendur stofunni en enn hefur ekki komið í ljós hvað varð til þess að svo illa fór, ofnæmi eða of sterkar perur voru þó nefndar sem hugsanlegar orsakir. Fréttir ársins 2013 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Sumar fréttir eru einfaldlega þess eðlis, einhvern veginn þannig í laginu að þær eru til þess fallnar að skemmta skrattanum. Slíkar fréttir vekja jafnan mikla athygli enda fátt betra til að fá útrás fyrir réttláta reiði sína á samfélagsmiðlum og athugasemdakerfum og einmitt slíkar fréttir. Hér eru nokkur dæmi um slíkt frá árinu sem er að líða. Þessar fréttir tengjast oft því þá er menn missa sig með einhverjum hætti eða hefur orðið eitthvað á. Hér eru einungis nefndar átta fréttir sem fjalla um óheppileg atvik, en þær voru fleiri. Eiginlega má segja að það hafi einkennt árið 2013 að eitt og annað gekk á afturfótunum.Teipaður flugdólgur Strax í upphafi árs birtist frétt sem vakti mikla athygli; frétt sem kallaði fram margslungnar tilfinningar með þeim sem lásu. Þannig var að karlmaður var yfirbugaður af farþegum og áhöfn flugvélar Icelandair sem var á leiðinni til New York. Um svokallaðan flugdólg var að ræða. Það þykir í sjálfu sér í frásögur færandi þegar flugdólgar láta til skaða skríða en í þessu tilfelli tók farþegi mynd af viðkomandi manni þar sést að gengið hafði verið tryggilega frá honum; hann hafði verið teipaður vandlega við sæti sitt. Myndin sú, sem sýnir neyðarlega stöðu flugdólgsins, fór svo víða um net og sitt sýndist hverjum um meðferðina sem maðurinn mátti sæta.Páll tekur hárblásarann á Helga Seljan Seinni partinn í nóvember og í desembermánuði lék allt á reiðiskjálfi í Útvarpshúsinu við Efstaleiti. Eftir starfsmannafund í Ríkisútvarpinu, sem haldinn var 28. nóvember, sauð uppúr milli þeirra Páls Magnússonar fyrrverandi útvarpsstjóra og Helga Seljan sjónvarpsmann, fyrir framan lyftudyrnar í útvarpshúsinu. Svo „óheppilega“ vildi til að tökumaður Stöðvar 2 var með kveikt á upptökuvél sinni og fylgdist furðu lostinn með útvarpsstjórann ausa ókvæðisorðum yfir Kastljósmanninn knáa. Myndbandsbrotið vakti gríðarlega mikla athygli og kom þar berlega í ljós að Páll er skapmaður. Páll baðst seinna afsökunar á reiðikasti sínu en allt kom fyrir ekki... dagar hans sem útvarpsstjóra voru taldir eins og seinna kom á daginn – þó ekki sé hægt að rekja það beint til þessa atviks.Klámvísa á jólatrésskemmtun Ingólfur Þórarinsson, sem betur er þekktur sem hinni ástsæli tónlistarmaður Ingó Veðurguð, fór frammúr sér á barnajólaballi Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar 10. desember; eins og hann vissi ekki alveg hverjum hann var að skemmta. Því þar söng hann klúra útgáfu af laginu Hókí pókí: „Við setjum tillann inn, og setjum tillann út, inn/út/inn/út og hristum hann svo til.“ Söngur Ingós féll í grýttan jarðveg meðal gesta. Foreldrum krossbrá og ein þeirra, Díana Hafsteinsdóttir, sagði að foreldrar hefðu almennt verið sammála um að þetta uppátæki, að kyrja þennan brag yfir troðfullum brottfararsal flugstöðvarinnar, hafi verið algerlega óviðeigandi með öllu. Ingó sá sitt óvænna og baðst afsökunar strax næsta dag og lýsti þessu sem fullkomnum dómgreindarbresti af sinni hálfu. „Maður segir ekki svona á barnaskemmtun - og eiginlega ekki á fullorðinsskemmtun heldur. Þetta er einhver gamall afskræmdur texti,“ sagði Ingó svekktur útí sjálfan sig.Klúðursamband Íslands Óhætt er að segja að allt hafi af göflum gengið þegar fréttir bárust af því að 29. október hafi KSÍ sett miða á mikilvægan leik gegn Króötum í sölu um miðja nótt. Þeir sem höfðu fullan hug á að berjast um miða gripu í tómt þó árrisulir væru. Nátthrafnarnir, þeir sem vissu að miðarnir færu í sölu þá, náðu að kaupa. Enginn hefur komið með sannfærandi rök fyrir því hvers vegna mátti ekki setja miðana í sölu að nóttu til, en ljóst mátti vera að eftirspurn var talsvert meiri en framboð og ljóst var að stór hópur fengi ekki miða. Það breytti ekki því að ókvæðisorðum rigndi yfir Knattspyrnusamband Íslands sem átti í vök að verjast í málinu. Sigmar Guðmundsson í Kastljósinu tók framkvæmdastjóra sambandsins í þriðju gráðu yfirheyrslu, fullur heilagrar og réttlátrar reiði. Og samsæriskenningarnar blómstruðu í fjölda frétta sem voru skrifaðar um þetta mikla mál. En, leikurinn fór jafnt 0–0.Tippasleikjóar og hommalæti Tónlistarmaðurinn Gylfi Ægisson var fyrirferðarmikill í fréttum í allt haust en hann lagði fram kæru á hendur Samtökunum 78. Málið reisti hann á því að í gleðigöngunni, Gay Pride 2013, hafi ýmsir haft í frami ósiðlega framkomu; klúryrði hafi borist í viðkvæm eyru barna sem þar voru að fylgjast með, menn hafi verið með klámfengna tilburði í göngunni og eitt helsta sem fór fyrir brjóstið á tónlistarmanninum var að honum barst það til eyrna að í göngunni hafi menn verið að sleikja tippasleikipinna framan í fólk. Mörgum þótti þarna sem verið væri að kasta steinum úr glerhúsi; þetta væru einkennileg skilaboð frá Gylfa sem hefur einmitt viljað skauta á mörkum hins sæmilega í textagerð sinni: Sjúddírarírei! Öðrum þótti sem þarna væri Gylfi að ráðast með ósæmilegum hætti á þetta jákvæða fyrirbæri sem gleðigangan er en við það færðist Gylfi allur í aukana; þótti þetta ómakleg gagnrýni – hann hefði nákvæmlega ekkert á móti samkynhneigðum, hann væri einungis á móti því að klám og kúrheit væru höfð fyrir blessuðum börnunum. Og þannig vatt þessu fram en síðustu fréttir eru þær að lögreglan hafi neitað að rannsaka málið og kæru Gylfa þar með vísað frá. Hvort Gylfi ætlar að halda málinu til streitu er hins vegar ekki vitað.Misheppnað músíkfestival Líklega hefur engin tónlistarhátíð verði eins misheppnuð og Keflavik Music Festival allar götur síðan Magnús Kjartansson blés til Viðeyjarhátíðar um verslunarmannahelgi um árið. Gleðimaðurinn Óli Geir Jónsson og félagar hans suður með sjó boðuðu til hátíðarinnar í byrjun júnímánaðar. Ljóst var að standa átti að málum af miklum metnaði og ekkert vantaði uppá að frægar hljómsveitir ættu að koma þar fram. En, þær tóku hins vegar að heltast úr lestinni og lét ekki nema um helmingur þeirra sem boðað höfðu komu sína sjá sig. Var Óla Geir og hans mönnum brigslað um að hafa ekki staðið við gerða samninga og var skipuleggendum ekki vandaðar kveðjurnar. Þeir áttu í vök að verjast og sendu að lokum frá sér afsökunarbeiðni þar sem sagði meðal annars: „Kappsemi íslendings er stundum meira en viðkomandi ræður við og má með sanni segja að það eigi vissulega við í okkar tilviki. 129 tónlistaratriði á einni helgi hefði verið meiriháttar árangur á okkar litla Íslandi en varð okkur sem stjórnendum ofviða um leið og fyrstu vandamálin komu upp. Sú staða valt síðan uppá sig þannig að erfitt var að ná til okkar sem aftur orsakaði fleiri uppákomur og vandamál. Á þessu öllu biðjumst við innilegrar afsökunar.“Seinheppinn sólgleraugnasali Síðasta atvikið sem nefnt er til sögunnar sem einkar óheppilegt, og rataði í fréttir, er slys sem átti sér stað á sólbaðsstofunni Sól 101 í júní. Og svo virðist sem sólbaðsstofueigendur Sól 101 hafi ekki svo mikið sem lokið áfanganum sólbaðsstofufræði 101 því til að Steinar Thorberg sólgleraugnasölumaður skaðbrenndist þar í ljósunum. Vitaskuld er þetta ekkert gamanmál, Steinar skaðaðist alvarlega en það voru jólin meðal hinna kvikindislegri þegar þetta spurðist og fimmaurabrandararnir flugu. Steinar lýsti atburðarásinni svo að hann hafi ákveðið að fara í ljós í fyrsta skipti í 22 ár. Hann fékk engin hlífðargleraugu en lá í bekknum í 20 mínútur. Hann kenndi sér einskis meins en svo fór að falla á engilinn. Heim kominn fór hann að finna fyrir óþægindum og svo tóku augu hans að bólgna svo mjög að hann þurfti að leita á spítala vegna verkja og fékk morfín í æð. Rakel Ás Halldórsdóttir á Sól 101 var að vonum miður sín vegna þessa en hafði engar skýringar á þessu því allt hafi verið eðlilegt; Steinar hafi verið nokkuð dökkur að sjá og hann hafi farið í venjulegan tíma. Steinar boðaði lögsókn á hendur stofunni en enn hefur ekki komið í ljós hvað varð til þess að svo illa fór, ofnæmi eða of sterkar perur voru þó nefndar sem hugsanlegar orsakir.
Fréttir ársins 2013 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira