Réttur neytenda til að skila vöru Magnús B. Jóhannesson skrifar 4. janúar 2013 08:00 Nú um hátíðirnar lentum við fjölskyldan í leiðindamáli. Sjö ára sonur okkar fékk tölvuleik í jólagjöf sem ekki passaði í leikjatölvuna hans. Án þess að átta sig á því hafði hann tekið plastið utan af leiknum. Þegar við svo reyndum að skila leiknum, með kvittunina í hendi, þá var umleitun okkar hafnað af starfsmönnum verslunarinnar með þeim skilaboðum að vegna þess að plastið var ekki lengur utan um leikinn þá væri ekki hægt að taka við honum sem nýjum leik. Þar sem við fjölskyldan erum tiltölulega nýflutt heim aftur frá Kaliforníu fórum við hjónin að bera saman neytendavernd þar úti og hér heima. Mikill munur er þar á. Reglan í Bandaríkjunum er að viðskiptavinurinn hefur alltaf rétt fyrir sér. Verslanir taka við vörum aftur ef viðskiptavinurinn kemur með kvittunina með sér sem sýnir að varan hafi verið keypt í viðkomandi verslun. Án athugasemda fær neytandinn endurgreitt í sömu mynt og greitt var, eða með peningum. Neytendarétturinn er reyndar svo sterkur þar úti að ekki er nauðsynlegt að varan sé ónotuð svo hægt sé að skila henni án athugasemda. Eftir svörin frá tölvuleikjaversluninni þá kíktum við á íslensk lög sem gilda um kaup neytenda á vörum. Um er að ræða tvenn lög sem taka á þessu, lög um lausafjárkaup nr. 50 frá 2000 og lög um neytendakaup nr. 48 frá 2003. Eftir lestur þessara laga er ljóst að verulega skortir upp á að landslög taki á þessum hluta neytendaréttar. Ágætlega er fjallað um hvað gera skal ef galli kemur upp en þegar kemur að skilarétti eftir afhendingu án galla er einungis ein setning í lögum um neytendakaup sem fjallar um skilarétt eftir afhendingu. Í 42 grein segir orðrétt: „Neytandi getur skipt söluhlut ef samið hefur verið um rétt til skipta eða hann leiðir af almennum réttarreglum." (skáletrun höfundar).Myndi auka verslun Miðað við þær raunir sem við hjónin lentum í þá má framkoma verslanaeigenda gagnvart íslenskum neytendum batna til muna. Ætla má að ávinningur verslananna sé mikill og ekki hvað síst sá að þegar viðskiptavinurinn veit af sterkum skilarétti þá lætur hann fjármuni sína greiðlega af hendi vitandi það að alltaf er hægt að skila vörunni og fá peninginn til baka. Breytt verklag myndi því að öllum líkindum auka verslun ef eitthvað er enda trúlegt að neytendavinalegt viðmót verslanaeigenda í Bandaríkjunum sé þannig tilkomið því þeir sjá sér fjárhagslegan hag í því að koma vel fram við neytendur. Það er því von mín að íslenskir verslanaeigendur sjái sér hag í því að taka upp breytt verklag og líti vonandi til Bandaríkjanna þegar kemur að viðmiðum fyrir slíkar verklagsreglur. Ef frumkvæðið kemur hins vegar ekki frá þeim sjálfum þá er spurning hvort ekki verði að herða lög um neytendakaup svo sjálfsagður réttur neytenda sé styrktur til að skila vöru og fá hana endurgreidda í sömu mynt og greitt var með. Höfundur gefur kost á sér í 3. sæti prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi 26. janúar næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Nú um hátíðirnar lentum við fjölskyldan í leiðindamáli. Sjö ára sonur okkar fékk tölvuleik í jólagjöf sem ekki passaði í leikjatölvuna hans. Án þess að átta sig á því hafði hann tekið plastið utan af leiknum. Þegar við svo reyndum að skila leiknum, með kvittunina í hendi, þá var umleitun okkar hafnað af starfsmönnum verslunarinnar með þeim skilaboðum að vegna þess að plastið var ekki lengur utan um leikinn þá væri ekki hægt að taka við honum sem nýjum leik. Þar sem við fjölskyldan erum tiltölulega nýflutt heim aftur frá Kaliforníu fórum við hjónin að bera saman neytendavernd þar úti og hér heima. Mikill munur er þar á. Reglan í Bandaríkjunum er að viðskiptavinurinn hefur alltaf rétt fyrir sér. Verslanir taka við vörum aftur ef viðskiptavinurinn kemur með kvittunina með sér sem sýnir að varan hafi verið keypt í viðkomandi verslun. Án athugasemda fær neytandinn endurgreitt í sömu mynt og greitt var, eða með peningum. Neytendarétturinn er reyndar svo sterkur þar úti að ekki er nauðsynlegt að varan sé ónotuð svo hægt sé að skila henni án athugasemda. Eftir svörin frá tölvuleikjaversluninni þá kíktum við á íslensk lög sem gilda um kaup neytenda á vörum. Um er að ræða tvenn lög sem taka á þessu, lög um lausafjárkaup nr. 50 frá 2000 og lög um neytendakaup nr. 48 frá 2003. Eftir lestur þessara laga er ljóst að verulega skortir upp á að landslög taki á þessum hluta neytendaréttar. Ágætlega er fjallað um hvað gera skal ef galli kemur upp en þegar kemur að skilarétti eftir afhendingu án galla er einungis ein setning í lögum um neytendakaup sem fjallar um skilarétt eftir afhendingu. Í 42 grein segir orðrétt: „Neytandi getur skipt söluhlut ef samið hefur verið um rétt til skipta eða hann leiðir af almennum réttarreglum." (skáletrun höfundar).Myndi auka verslun Miðað við þær raunir sem við hjónin lentum í þá má framkoma verslanaeigenda gagnvart íslenskum neytendum batna til muna. Ætla má að ávinningur verslananna sé mikill og ekki hvað síst sá að þegar viðskiptavinurinn veit af sterkum skilarétti þá lætur hann fjármuni sína greiðlega af hendi vitandi það að alltaf er hægt að skila vörunni og fá peninginn til baka. Breytt verklag myndi því að öllum líkindum auka verslun ef eitthvað er enda trúlegt að neytendavinalegt viðmót verslanaeigenda í Bandaríkjunum sé þannig tilkomið því þeir sjá sér fjárhagslegan hag í því að koma vel fram við neytendur. Það er því von mín að íslenskir verslanaeigendur sjái sér hag í því að taka upp breytt verklag og líti vonandi til Bandaríkjanna þegar kemur að viðmiðum fyrir slíkar verklagsreglur. Ef frumkvæðið kemur hins vegar ekki frá þeim sjálfum þá er spurning hvort ekki verði að herða lög um neytendakaup svo sjálfsagður réttur neytenda sé styrktur til að skila vöru og fá hana endurgreidda í sömu mynt og greitt var með. Höfundur gefur kost á sér í 3. sæti prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi 26. janúar næstkomandi.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun