Upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustunni Ingimar Einarsson og félags- og stjórnmálafræðingur skrifa 19. janúar 2013 06:00 Á Íslandi hefur verið unnið að uppbyggingu rafrænnar sjúkraskrár á öllum stigum heilbrigðisþjónustunnar síðustu fjóra áratugina. Frá því á tíunda áratug síðustu aldar hefur sjúkraskrárkerfið SAGA verið ráðandi á markaðnum og uppfyllir nú orðið helstu kröfur sem gerðar eru til slíkra kerfa. Ýmsir stjórnendur telja samt að sjúkraskrárkerfinu SÖGU og ýmsum öðrum klínískum kerfum eigi að skipta út fyrir kerfi sem hafa sannað sig í öðrum löndum. Vissulega þurfi að kosta miklu til en fullyrt er að fjárfesting í nýjum kerfum muni borga sig á stuttum tíma. Tölur um kostnað við kaup og endurnýjun á upplýsingatæknibúnaði fyrir Landspítala eru mjög á reiki og hafa verið nefndar upphæðir á bilinu frá 1-2, 6-8 og 10-12 milljarðar króna. Allt færi þetta að sjálfsögðu eftir því hversu stór hluti tæknilausna og tækjabúnaðar myndi víkja fyrir nýjum kerfum. Eitt skal þó haft í huga að ef tölvubúnaður og netþjónar eru ekki nægjanlega öflugir þá skiptir reyndar engu máli hvaða kerfi eru notuð.Alþjóðleg þróun Víða um heim hefur lengi verið kallað eftir betri rafrænum sjúkraskrárkerfum og öðrum upplýsingakerfum fyrir heilbrigðisþjónustuna. Enn sem komið er hafa samt ekki komið fram rafræn sjúkraskrárkerfi sem eru ráðandi á heimsmarkaði og skera sig úr í tæknilegum efnum og atriðum sem varða viðmót, öryggi og gæði. Risarnir á upplýsingatæknisviðinu, eins og IBM, hafa annað hvort dregið sig út af markaðnum eða telja enn sem komið er ekki vænlegt að leita inn á þann vettvang. Þróun og uppbygging rafrænnar sjúkraskrár hefur því fyrst og fremst verið viðfangsefni minni fyrirtækja. Ekki þarf því að koma á óvart að fjöldi sjúkraskrárkerfa skipti tugum í flestum löndum í okkar heimsálfu.Heilbrigðisnet Frá því um síðustu aldamót hafa Norðurlöndin komið sér upp rafrænum heilbrigðisnetum sem farvegi rafrænna sendinga og upplýsinga innan heilbrigðiskerfis hvers lands. Í Danmörku nefnist netið Det danske sundhedsdatanet MedCom, Norsk Helsenett í Noregi og Sjunät í Svíþjóð. Öll þessi samskiptanet tengja saman umdæmi, sjúkrahús, heilsugæslu, sjálfstætt starfandi lækna, apótek, rannsóknarstofur, sjúkratryggingar og fleiri aðila innan heilbrigðiskerfisins. Á Íslandi gegnir heilbrigðisnetið HEKLA sambærilegu hlutverki. Í gegnum HEKLU fara nú þegar rafrænir lyfseðlar, upplýsingar um bólusetningar, sóttvarnagögn, læknabréf, hjúkrunarbréf, fæðingartilkynningar, rafrænir reikningar o.fl.Persónuleg rafræn sjúkraskrá Efst á dagskrá í löndunum í kringum okkur er uppbygging og frekari þróun stafrænnar persónulegrar sjúkrakrár fyrir íbúana. Þess konar eigin sjúkraskrá fyrir hvern og einn inniheldur valdar upplýsingar um heilsufar og samskipti einstaklinga við heilbrigðisþjónustu. Danir eru leiðandi á þessu sviði og hafa fengið alþjóðleg verðlaun fyrir heimsins bestu heilsugátt (www.sundhed.dk.). Svíar hafa komið á fót miðstöð undir heitinu Center för Hälsa sem á að samræma rafræna heilbrigðisþjónustu, tæknimál, regluverk og stöðlun (www.cehis.se). Í lok nóvember 2012 lagði norska ríkisstjórnin fram tillögu á Stórþinginu um að sérhver borgari fengi sína eigin stafrænu sjúkraskrá. Á Íslandi hafa einstaklingar þegar aðgang að ýmsum upplýsingum gegnum Island.is og unnið er að því að opna fyrir aðgang almennings að persónulegu yfirliti um lyfjanotkun, komur í heilbrigðisþjónustu og sjúkrahúslegur.Kastað út með baðvatninu ? Öfugt við það sem gerðist í nágrannalöndunum hefur sem fyrr segir aðeins eitt sjúkraskrárkerfi náð útbreiðslu hér á landi. Við þannig aðstæður ætti að vera auðveldara að hafa stjórn á þróun rafrænnar heilbrigðisþjónustu. En síðustu árin hefur þó vantað talsvert upp á að allt þróunarstarf kringum sjúkraskrárkerfið SÖGU væri nægjanlega markvisst. Með tilkomu sérstakrar einingar um rafræna sjúkraskrá innan Embættis landlæknis er þess vænst að úr rætist í þeim efnum. Rafræn sjúkraskrá á spítölum nær einnig með réttu yfir öll kerfi sem snúa að klínískri starfsemi sjúkrahúsanna. Víst er að mörgum af þessum sérkerfum sjúkrahúsanna verður ekki auðveldlega skipt út þar sem þau uppfylla þegar viðurkenndar gæðakröfur og hafa fest sig í sessi. Má þar nefna gagnreynd lyfjakerfi, rannsóknarstofukerfi, skurðstofukerfi, legukerfi og myndgreiningarkerfi. Með þessum tæknilausnum hafa þegar náðst fagleg markmið og fjárhagslegur ávinningur sem ekki verður auðveldlega endurtekinn eða bættur með nýjum lausnum. Mikilvægt er því að ákvarðanir um breytt fyrirkomulag upplýsingatæknimála heilbrigðisþjónustunnar verði ekki teknar nema að vel athuguðu máli og á grundvelli faglegrar og fjárhagslegar úttektar á öllum valkostum. Annars er hætta á því að barninu verði kastað út með baðvatninu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingimar Einarsson Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi hefur verið unnið að uppbyggingu rafrænnar sjúkraskrár á öllum stigum heilbrigðisþjónustunnar síðustu fjóra áratugina. Frá því á tíunda áratug síðustu aldar hefur sjúkraskrárkerfið SAGA verið ráðandi á markaðnum og uppfyllir nú orðið helstu kröfur sem gerðar eru til slíkra kerfa. Ýmsir stjórnendur telja samt að sjúkraskrárkerfinu SÖGU og ýmsum öðrum klínískum kerfum eigi að skipta út fyrir kerfi sem hafa sannað sig í öðrum löndum. Vissulega þurfi að kosta miklu til en fullyrt er að fjárfesting í nýjum kerfum muni borga sig á stuttum tíma. Tölur um kostnað við kaup og endurnýjun á upplýsingatæknibúnaði fyrir Landspítala eru mjög á reiki og hafa verið nefndar upphæðir á bilinu frá 1-2, 6-8 og 10-12 milljarðar króna. Allt færi þetta að sjálfsögðu eftir því hversu stór hluti tæknilausna og tækjabúnaðar myndi víkja fyrir nýjum kerfum. Eitt skal þó haft í huga að ef tölvubúnaður og netþjónar eru ekki nægjanlega öflugir þá skiptir reyndar engu máli hvaða kerfi eru notuð.Alþjóðleg þróun Víða um heim hefur lengi verið kallað eftir betri rafrænum sjúkraskrárkerfum og öðrum upplýsingakerfum fyrir heilbrigðisþjónustuna. Enn sem komið er hafa samt ekki komið fram rafræn sjúkraskrárkerfi sem eru ráðandi á heimsmarkaði og skera sig úr í tæknilegum efnum og atriðum sem varða viðmót, öryggi og gæði. Risarnir á upplýsingatæknisviðinu, eins og IBM, hafa annað hvort dregið sig út af markaðnum eða telja enn sem komið er ekki vænlegt að leita inn á þann vettvang. Þróun og uppbygging rafrænnar sjúkraskrár hefur því fyrst og fremst verið viðfangsefni minni fyrirtækja. Ekki þarf því að koma á óvart að fjöldi sjúkraskrárkerfa skipti tugum í flestum löndum í okkar heimsálfu.Heilbrigðisnet Frá því um síðustu aldamót hafa Norðurlöndin komið sér upp rafrænum heilbrigðisnetum sem farvegi rafrænna sendinga og upplýsinga innan heilbrigðiskerfis hvers lands. Í Danmörku nefnist netið Det danske sundhedsdatanet MedCom, Norsk Helsenett í Noregi og Sjunät í Svíþjóð. Öll þessi samskiptanet tengja saman umdæmi, sjúkrahús, heilsugæslu, sjálfstætt starfandi lækna, apótek, rannsóknarstofur, sjúkratryggingar og fleiri aðila innan heilbrigðiskerfisins. Á Íslandi gegnir heilbrigðisnetið HEKLA sambærilegu hlutverki. Í gegnum HEKLU fara nú þegar rafrænir lyfseðlar, upplýsingar um bólusetningar, sóttvarnagögn, læknabréf, hjúkrunarbréf, fæðingartilkynningar, rafrænir reikningar o.fl.Persónuleg rafræn sjúkraskrá Efst á dagskrá í löndunum í kringum okkur er uppbygging og frekari þróun stafrænnar persónulegrar sjúkrakrár fyrir íbúana. Þess konar eigin sjúkraskrá fyrir hvern og einn inniheldur valdar upplýsingar um heilsufar og samskipti einstaklinga við heilbrigðisþjónustu. Danir eru leiðandi á þessu sviði og hafa fengið alþjóðleg verðlaun fyrir heimsins bestu heilsugátt (www.sundhed.dk.). Svíar hafa komið á fót miðstöð undir heitinu Center för Hälsa sem á að samræma rafræna heilbrigðisþjónustu, tæknimál, regluverk og stöðlun (www.cehis.se). Í lok nóvember 2012 lagði norska ríkisstjórnin fram tillögu á Stórþinginu um að sérhver borgari fengi sína eigin stafrænu sjúkraskrá. Á Íslandi hafa einstaklingar þegar aðgang að ýmsum upplýsingum gegnum Island.is og unnið er að því að opna fyrir aðgang almennings að persónulegu yfirliti um lyfjanotkun, komur í heilbrigðisþjónustu og sjúkrahúslegur.Kastað út með baðvatninu ? Öfugt við það sem gerðist í nágrannalöndunum hefur sem fyrr segir aðeins eitt sjúkraskrárkerfi náð útbreiðslu hér á landi. Við þannig aðstæður ætti að vera auðveldara að hafa stjórn á þróun rafrænnar heilbrigðisþjónustu. En síðustu árin hefur þó vantað talsvert upp á að allt þróunarstarf kringum sjúkraskrárkerfið SÖGU væri nægjanlega markvisst. Með tilkomu sérstakrar einingar um rafræna sjúkraskrá innan Embættis landlæknis er þess vænst að úr rætist í þeim efnum. Rafræn sjúkraskrá á spítölum nær einnig með réttu yfir öll kerfi sem snúa að klínískri starfsemi sjúkrahúsanna. Víst er að mörgum af þessum sérkerfum sjúkrahúsanna verður ekki auðveldlega skipt út þar sem þau uppfylla þegar viðurkenndar gæðakröfur og hafa fest sig í sessi. Má þar nefna gagnreynd lyfjakerfi, rannsóknarstofukerfi, skurðstofukerfi, legukerfi og myndgreiningarkerfi. Með þessum tæknilausnum hafa þegar náðst fagleg markmið og fjárhagslegur ávinningur sem ekki verður auðveldlega endurtekinn eða bættur með nýjum lausnum. Mikilvægt er því að ákvarðanir um breytt fyrirkomulag upplýsingatæknimála heilbrigðisþjónustunnar verði ekki teknar nema að vel athuguðu máli og á grundvelli faglegrar og fjárhagslegar úttektar á öllum valkostum. Annars er hætta á því að barninu verði kastað út með baðvatninu.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun