20% skuldalækkun 4. apríl 2013 07:00 Eitt brýnasta viðfangsefnið er að lækka skuldir heimilanna í landinu. Þær stökkbreyttust og hækkuðu með verðbólgunni og á sama tíma lækkaði markaðsverð húsnæðis. Þær ráðstafanir sem gripið hefur verið til duga skammt. Þess vegna er svo mikilvægt að ráðast til atlögu við skuldavandann. Ekki með ímynduðum hókus pókus aðgerðum. Heldur með raunverulegum aðgerðum, sem búið er að reikna út til hlítar og við vitum að muni virka fyrir almenning. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram tillögur, sem við höfum undirbúið vel og fela í sér 20% lækkun á skuldum. Þetta eru útfærðar og raunhæfar tillögur sem hægt er að hrinda í framkvæmd mjög hratt. Tillögur sem fela í sér að fimmta hver króna af skuldum fólks falli brott, eru tillögur sem munu hafa gríðarleg áhrif á hag heimilanna í landinu. Það er ómótmælanlegt.Út á hvað ganga tillögurnar En hvernig virka þessar tillögur? Þær eru í rauninni tvíþættar: 1. Einstaklingar fá allt að 40 þúsund krónur á mánuði í sérstakan skattaafslátt vegna afborgana af íbúðaláni. Skattaafslátturinn fer beint inn á höfuðstól lánsins til lækkunar. Öllum stendur þessi leið til boða. Þetta lækkar skuldir fólks þar sem þessi skattalegi ávinningur sem fólk fær, fer til þess að greiða inn á lánið, sem lækkar það og dregur þess vegna úr skuldabyrðinni strax, varanlega og til frambúðar. 2. Hitt atriðið skiptir líka mjög miklu máli. Við leggjum til að opnað verði fyrir fólk að greiða séreignasparnað sem það aflar sér, bæði launþegaframlagið og atvinnurekendaframlagið, beint inn á lánin sín. Þetta hefur sömu áhrif. Lánið lækkar strax og varanlega til frambúðar. Þarna er mikinn ávinning að hafa. Fjármunir sem greiddir eru í dag inn á séreignalífeyrissparnað, eru skattfrjálsir þegar þeir eru greiddir inn. Þegar þeir eru teknir út, greiðast af þeim fullir skattar. Með því að ráðstafa þeim inn á húseignina til lækkunar á lánum, losna menn í rauninni við þessa skatta, en búa sér til eign í húsnæðinu. Það er það sem við almennt höfum flest gert í gegnum tíðina og þarna er verið að búa okkur til möguleika í því með þessum hætti.Gagnast skuldugum heimilum og eru framkvæmanlegar strax. En hverjum gagnast þessar ráðstafanir? Svarið er öllum skuldugum heimilum. En hlutfallslega munar mestu fyrir þá sem hafa tiltölulega lægri tekjur og ekki ofurskuldir, vegna þess að við höfum rætt um að skattaafslátturinn geti ekki orðið umfram 40 þúsund krónur. Þetta er þess vegna tekjujafnandi aðgerð, þvert á það sem einstaka pólitískir andstæðingar hafa sagt. En hversu framkvæmanlegar eru þessar tillögur? Þær eru mjög vel framkvæmanlegar. Kostnaður fyrir ríkissjóð verður ekki meiri en svo að við það verður vel ráðið. Þetta eru ekki óraunhæf gylliboð, enda sjá aðrir um þá pakka. Við höfum lagt áherslu á að reikna áhrifin fyrir almenning til hlítar og skoða hvort þessar tillögur skili árangri og séu framkvæmanlegar tafarlaust. Við vitum að þessar tillögur skila umtalsverðum ávinningi fyrir almenning; 20% skuldalækkun er hlutur sem um munar. Og við vitum að þær eru framkvæmanlegar og það strax. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Sjá meira
Eitt brýnasta viðfangsefnið er að lækka skuldir heimilanna í landinu. Þær stökkbreyttust og hækkuðu með verðbólgunni og á sama tíma lækkaði markaðsverð húsnæðis. Þær ráðstafanir sem gripið hefur verið til duga skammt. Þess vegna er svo mikilvægt að ráðast til atlögu við skuldavandann. Ekki með ímynduðum hókus pókus aðgerðum. Heldur með raunverulegum aðgerðum, sem búið er að reikna út til hlítar og við vitum að muni virka fyrir almenning. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram tillögur, sem við höfum undirbúið vel og fela í sér 20% lækkun á skuldum. Þetta eru útfærðar og raunhæfar tillögur sem hægt er að hrinda í framkvæmd mjög hratt. Tillögur sem fela í sér að fimmta hver króna af skuldum fólks falli brott, eru tillögur sem munu hafa gríðarleg áhrif á hag heimilanna í landinu. Það er ómótmælanlegt.Út á hvað ganga tillögurnar En hvernig virka þessar tillögur? Þær eru í rauninni tvíþættar: 1. Einstaklingar fá allt að 40 þúsund krónur á mánuði í sérstakan skattaafslátt vegna afborgana af íbúðaláni. Skattaafslátturinn fer beint inn á höfuðstól lánsins til lækkunar. Öllum stendur þessi leið til boða. Þetta lækkar skuldir fólks þar sem þessi skattalegi ávinningur sem fólk fær, fer til þess að greiða inn á lánið, sem lækkar það og dregur þess vegna úr skuldabyrðinni strax, varanlega og til frambúðar. 2. Hitt atriðið skiptir líka mjög miklu máli. Við leggjum til að opnað verði fyrir fólk að greiða séreignasparnað sem það aflar sér, bæði launþegaframlagið og atvinnurekendaframlagið, beint inn á lánin sín. Þetta hefur sömu áhrif. Lánið lækkar strax og varanlega til frambúðar. Þarna er mikinn ávinning að hafa. Fjármunir sem greiddir eru í dag inn á séreignalífeyrissparnað, eru skattfrjálsir þegar þeir eru greiddir inn. Þegar þeir eru teknir út, greiðast af þeim fullir skattar. Með því að ráðstafa þeim inn á húseignina til lækkunar á lánum, losna menn í rauninni við þessa skatta, en búa sér til eign í húsnæðinu. Það er það sem við almennt höfum flest gert í gegnum tíðina og þarna er verið að búa okkur til möguleika í því með þessum hætti.Gagnast skuldugum heimilum og eru framkvæmanlegar strax. En hverjum gagnast þessar ráðstafanir? Svarið er öllum skuldugum heimilum. En hlutfallslega munar mestu fyrir þá sem hafa tiltölulega lægri tekjur og ekki ofurskuldir, vegna þess að við höfum rætt um að skattaafslátturinn geti ekki orðið umfram 40 þúsund krónur. Þetta er þess vegna tekjujafnandi aðgerð, þvert á það sem einstaka pólitískir andstæðingar hafa sagt. En hversu framkvæmanlegar eru þessar tillögur? Þær eru mjög vel framkvæmanlegar. Kostnaður fyrir ríkissjóð verður ekki meiri en svo að við það verður vel ráðið. Þetta eru ekki óraunhæf gylliboð, enda sjá aðrir um þá pakka. Við höfum lagt áherslu á að reikna áhrifin fyrir almenning til hlítar og skoða hvort þessar tillögur skili árangri og séu framkvæmanlegar tafarlaust. Við vitum að þessar tillögur skila umtalsverðum ávinningi fyrir almenning; 20% skuldalækkun er hlutur sem um munar. Og við vitum að þær eru framkvæmanlegar og það strax.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun