Mannauðsflóttinn frá Íslandi Karen Elísabet Halldórsdóttir skrifar 11. apríl 2013 07:00 Ein mesta ógnin við mögulegan vöxt íslensks efnahags og versta afleiðing efnahagshrunsins er landflóttinn, mannauðstapið. Frá árinu 2009 hafa um 2,7% þjóðarinnar flutt af landi brott, sem er gífurlega hátt hlutfall af ekki stærri eyþjóð. Alltof margir hafa ákveðið að hag sínum sé betur borgið annars staðar. Sumir fóru vegna þess að þeir sáu ekki fram úr skuldum, misstu vinnuna, lækkuðu í tekjum, vegna versnandi vinnuumhverfis og síðast en ekki síst vegna þess að þeir höfðu ekki trú á aðgerðum stjórnvalda til þess að byggja hér upp trúverðuga framtíð. Við vitum af hryllilegum staðreyndum þess efnis að hér séu heilu stéttirnar að hverfa úr landi, nefni hér sérfræðilækna sérstaklega. Ríkisstjórnin hefur útskýrt þetta sem minnkandi atvinnuleysi á Íslandi. Ég útskýri þetta sem sjúkt atvinnulíf og blóðtöku sem ekki verður unað við öllu lengur. Ég tel að þessir brottfluttu Íslendingar eigi það meira og minna sameiginlegt að bíða eftir því að aðstæður breytist „heima“ svo þeir geti snúið aftur. Hér vill fólk eiga heima og bera sín bein. Hér bíðum við eftir því að fá ástvinina okkar heim. Til þess þurfa aðstæður að breytast. Hér þarf fjárfesting að fara af stað svo að atvinnutækifærum fjölgi og síðast en ekki síst atvinnuöryggi aukist. Eins og staðan er í dag eru mörg fyrirtæki orðin þreytt á óhóflegri skattastefnu ríkisins og því skekkta samkeppnisumhverfi sem hér ríkir vegna afskrifta tiltekinna fyrirtækja. Það er ekki sjálfgefið að einstaklingar séu í atvinnurekstri því ábyrgðin sem því fylgir er ekki fyrir hvern sem er og oft vanmetin. Sjálfstæðisflokkurinn hefur komið með raunhæfar lausnir fyrir einstaklinga og heimili. Við ætlum, líkt og aðrir flokkar, ekki að gefa tommu eftir í samningaviðræðum við vogunarsjóðina. Ef þetta svigrúm myndast sem fólk vonast eftir munum við að sjálfsögðu nýta það til góðra verka heimilunum og samfélaginu öllu til góða. Ekki skortir hugmyndirnar um nauðsynleg verkefni sem þarf að ráðast í. Við gefum okkur niðurstöðuna samt sem áður ekki fyrir fram þar sem það er einfaldlega óábyrgt. Í Sjálfstæðisflokknum er einvalalið einstaklinga sem hæfastir eru til þess að leiða slíkar samningaviðræður þjóðinni til heilla. Merkjum X við D. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Ein mesta ógnin við mögulegan vöxt íslensks efnahags og versta afleiðing efnahagshrunsins er landflóttinn, mannauðstapið. Frá árinu 2009 hafa um 2,7% þjóðarinnar flutt af landi brott, sem er gífurlega hátt hlutfall af ekki stærri eyþjóð. Alltof margir hafa ákveðið að hag sínum sé betur borgið annars staðar. Sumir fóru vegna þess að þeir sáu ekki fram úr skuldum, misstu vinnuna, lækkuðu í tekjum, vegna versnandi vinnuumhverfis og síðast en ekki síst vegna þess að þeir höfðu ekki trú á aðgerðum stjórnvalda til þess að byggja hér upp trúverðuga framtíð. Við vitum af hryllilegum staðreyndum þess efnis að hér séu heilu stéttirnar að hverfa úr landi, nefni hér sérfræðilækna sérstaklega. Ríkisstjórnin hefur útskýrt þetta sem minnkandi atvinnuleysi á Íslandi. Ég útskýri þetta sem sjúkt atvinnulíf og blóðtöku sem ekki verður unað við öllu lengur. Ég tel að þessir brottfluttu Íslendingar eigi það meira og minna sameiginlegt að bíða eftir því að aðstæður breytist „heima“ svo þeir geti snúið aftur. Hér vill fólk eiga heima og bera sín bein. Hér bíðum við eftir því að fá ástvinina okkar heim. Til þess þurfa aðstæður að breytast. Hér þarf fjárfesting að fara af stað svo að atvinnutækifærum fjölgi og síðast en ekki síst atvinnuöryggi aukist. Eins og staðan er í dag eru mörg fyrirtæki orðin þreytt á óhóflegri skattastefnu ríkisins og því skekkta samkeppnisumhverfi sem hér ríkir vegna afskrifta tiltekinna fyrirtækja. Það er ekki sjálfgefið að einstaklingar séu í atvinnurekstri því ábyrgðin sem því fylgir er ekki fyrir hvern sem er og oft vanmetin. Sjálfstæðisflokkurinn hefur komið með raunhæfar lausnir fyrir einstaklinga og heimili. Við ætlum, líkt og aðrir flokkar, ekki að gefa tommu eftir í samningaviðræðum við vogunarsjóðina. Ef þetta svigrúm myndast sem fólk vonast eftir munum við að sjálfsögðu nýta það til góðra verka heimilunum og samfélaginu öllu til góða. Ekki skortir hugmyndirnar um nauðsynleg verkefni sem þarf að ráðast í. Við gefum okkur niðurstöðuna samt sem áður ekki fyrir fram þar sem það er einfaldlega óábyrgt. Í Sjálfstæðisflokknum er einvalalið einstaklinga sem hæfastir eru til þess að leiða slíkar samningaviðræður þjóðinni til heilla. Merkjum X við D.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun