Kurteisi og málefnaleg umræða Jón Þór Ólafsson skrifar 17. september 2013 06:00 Niðurstöður nýlegrar rannsóknar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands um traust til Alþingis eru borðliggjandi. Þjóðin treystir ekki Alþingi og er umræðuhefð þingmanna helsta ástæðan. Um 80% landsmanna vantreysta Alþingi vegna samskiptamáta þingmanna. En meirihlutinn telur líka að það myndi auka traust Alþingis mikið ef við þingmenn sýndum hver öðrum meiri kurteisi og stunduðum málefnalegri umræðu á Alþingi. Þetta ætti ekki að koma þingmönnum á óvart. Við sáum þetta skýrt í kosningabaráttunni í vor. Frambjóðendurnir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Katrín Jakobsdóttir, sem voru áberandi málefnaleg og kurteis í sínum málflutningi, voru hvað eftir annað kosin af netverjum sem sigurvegarar umræðna í sjónvarpssal. Rannsókn Félagsvísindastofnunar segir að þjóðin er þreytt á karpi og virðingarleysi þingmanna sín á milli, og einnig í sinn garð. Hún sýnir að þjóðin vilji nýja umræðuhefð og að þingmenn viðurkenni mistök. Stjórnmálahefðin á Íslandi hefur verið sú að viðurkenna ekki mistök. En nýr þingmaður Framsóknarflokksins, hann Frosti Sigurjónsson, baðst á dögunum opinberlega afsökunar á mistökum og fékk réttilega mikið lof fyrir. Nú fer hann fyrir óformlegum hópi nýrra þingmanna sem munu hittast á næstu vikum til að vinna að bættri umræðuhefð á Alþingi. Markmið hópsins er að sammælast um góð fordæmi að kurteisari og málefnalegri umræðu í þingsal. Undirritaður styður Frosta heilshugar og mun að hans beiðni starfa í hópnum. Komum okkur að verki og hleypum einhverju mikilvægara að í umræðuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Mest lesið Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Höfuðborgin sem þjóðgarður: Arfleifð til komandi kynslóða Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Mjúki penninn Berglind Pétursdóttir Bakþankar Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Niðurstöður nýlegrar rannsóknar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands um traust til Alþingis eru borðliggjandi. Þjóðin treystir ekki Alþingi og er umræðuhefð þingmanna helsta ástæðan. Um 80% landsmanna vantreysta Alþingi vegna samskiptamáta þingmanna. En meirihlutinn telur líka að það myndi auka traust Alþingis mikið ef við þingmenn sýndum hver öðrum meiri kurteisi og stunduðum málefnalegri umræðu á Alþingi. Þetta ætti ekki að koma þingmönnum á óvart. Við sáum þetta skýrt í kosningabaráttunni í vor. Frambjóðendurnir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Katrín Jakobsdóttir, sem voru áberandi málefnaleg og kurteis í sínum málflutningi, voru hvað eftir annað kosin af netverjum sem sigurvegarar umræðna í sjónvarpssal. Rannsókn Félagsvísindastofnunar segir að þjóðin er þreytt á karpi og virðingarleysi þingmanna sín á milli, og einnig í sinn garð. Hún sýnir að þjóðin vilji nýja umræðuhefð og að þingmenn viðurkenni mistök. Stjórnmálahefðin á Íslandi hefur verið sú að viðurkenna ekki mistök. En nýr þingmaður Framsóknarflokksins, hann Frosti Sigurjónsson, baðst á dögunum opinberlega afsökunar á mistökum og fékk réttilega mikið lof fyrir. Nú fer hann fyrir óformlegum hópi nýrra þingmanna sem munu hittast á næstu vikum til að vinna að bættri umræðuhefð á Alþingi. Markmið hópsins er að sammælast um góð fordæmi að kurteisari og málefnalegri umræðu í þingsal. Undirritaður styður Frosta heilshugar og mun að hans beiðni starfa í hópnum. Komum okkur að verki og hleypum einhverju mikilvægara að í umræðuna.
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar