Hlunnfarnar um tugi milljóna Heiða Björg Hilmarsdóttir og Margrét Lind Ólafsdóttir skrifar 17. september 2013 06:00 Kvennahreyfing Samfylkingarinnar lýsir yfir miklum vonbrigðum með niðurstöður nýlegra kjarakannanna BSRB og BHM þar sem viðvarandi kynbundinn launamunur er enn einu sinni staðfestur. Það er skammarlegt að árið 2013 sé óútskýrður kynbundinn launamunur 11 til 15% hjá ríki, 13 til 20% hjá sveitarfélögum og enn meiri á einkamarkaði. Kynbundinn launamunur sem viðgengst á Íslandi hefur það í för með sér að íslenskar konur eru á starfsævi sinni hlunnfarnar um tugi milljóna króna. Mannréttindabrotin sem í þessum tölum birtast eru óásættanleg. Ríki og sveitarfélög eiga að vera í fararbroddi í baráttunni gegn kynbundnum launamun og skýr fyrirmynd í þessum efnum. Því ber að fagna að hjá ríkinu og einstökum sveitarfélögum hefur á liðnum árum náðst nokkur árangur í baráttunni. Tölur Hagstofunnar sýna að milli áranna 2008 og 2012 hefur launamunur kynjanna minnkað um fjórðung hjá ríkinu (farið úr 21,2% í 16,2%) og í könnun BSRB kemur fram að milli áranna 2012 og 2013 minnkaði óútskýrður kynbundinn launamunur um ríflega fjórðung (fór úr 14,1%-10,9%). Þessar tölur sýna og sanna að launamunur kynjanna er ekki óviðráðanlegt náttúrulögmál heldur mannanna verk og að honum má eyða á skömmum tíma. En betur má ef duga skal því enn er óréttlætið til staðar. Kvennahreyfing Samfylkingarinnar hvetur öll fyrirtæki og stofnanir á vegum ríkis og sveitarfélaga til að taka nú til óspilltra málanna á eigin forsendum og óska eftir jafnlaunavottun á grundvelli hins nýja jafnréttisstaðals sem unninn var í góðu samstarfi stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins á liðnum árum. Almenningur ætti að styðja slíkt átak með því að beina viðskiptum sínum til fyrirtækja sem slíka vottun hafa. Þá er mikilvægt að áfram verði unnið eftir þeirri yfirgripsmiklu aðgerðaráætlun um launajafnrétti sem ríkisstjórn jafnaðarmanna samþykkti í lok síðasta árs. Hið sama á við um jafnlaunaátak stjórnvalda sem hófst fyrr á þessu ári og miðaði að því að hækka laun fjölmennustu kvennastéttanna hjá ríkinu. Stjórn Kvennahreyfingarinnar hvetur ríkisstjórnina til að halda markvisst áfram þeirri vinnu sem fyrri stjórn lagði grunninn að og leggja allan þunga í að uppræta það mein sem kynbundinn launamunur er í okkar samfélagi. Um þetta mannréttindamál eiga allir flokkar á Alþingi að geta sameinast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Kvennahreyfing Samfylkingarinnar lýsir yfir miklum vonbrigðum með niðurstöður nýlegra kjarakannanna BSRB og BHM þar sem viðvarandi kynbundinn launamunur er enn einu sinni staðfestur. Það er skammarlegt að árið 2013 sé óútskýrður kynbundinn launamunur 11 til 15% hjá ríki, 13 til 20% hjá sveitarfélögum og enn meiri á einkamarkaði. Kynbundinn launamunur sem viðgengst á Íslandi hefur það í för með sér að íslenskar konur eru á starfsævi sinni hlunnfarnar um tugi milljóna króna. Mannréttindabrotin sem í þessum tölum birtast eru óásættanleg. Ríki og sveitarfélög eiga að vera í fararbroddi í baráttunni gegn kynbundnum launamun og skýr fyrirmynd í þessum efnum. Því ber að fagna að hjá ríkinu og einstökum sveitarfélögum hefur á liðnum árum náðst nokkur árangur í baráttunni. Tölur Hagstofunnar sýna að milli áranna 2008 og 2012 hefur launamunur kynjanna minnkað um fjórðung hjá ríkinu (farið úr 21,2% í 16,2%) og í könnun BSRB kemur fram að milli áranna 2012 og 2013 minnkaði óútskýrður kynbundinn launamunur um ríflega fjórðung (fór úr 14,1%-10,9%). Þessar tölur sýna og sanna að launamunur kynjanna er ekki óviðráðanlegt náttúrulögmál heldur mannanna verk og að honum má eyða á skömmum tíma. En betur má ef duga skal því enn er óréttlætið til staðar. Kvennahreyfing Samfylkingarinnar hvetur öll fyrirtæki og stofnanir á vegum ríkis og sveitarfélaga til að taka nú til óspilltra málanna á eigin forsendum og óska eftir jafnlaunavottun á grundvelli hins nýja jafnréttisstaðals sem unninn var í góðu samstarfi stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins á liðnum árum. Almenningur ætti að styðja slíkt átak með því að beina viðskiptum sínum til fyrirtækja sem slíka vottun hafa. Þá er mikilvægt að áfram verði unnið eftir þeirri yfirgripsmiklu aðgerðaráætlun um launajafnrétti sem ríkisstjórn jafnaðarmanna samþykkti í lok síðasta árs. Hið sama á við um jafnlaunaátak stjórnvalda sem hófst fyrr á þessu ári og miðaði að því að hækka laun fjölmennustu kvennastéttanna hjá ríkinu. Stjórn Kvennahreyfingarinnar hvetur ríkisstjórnina til að halda markvisst áfram þeirri vinnu sem fyrri stjórn lagði grunninn að og leggja allan þunga í að uppræta það mein sem kynbundinn launamunur er í okkar samfélagi. Um þetta mannréttindamál eiga allir flokkar á Alþingi að geta sameinast.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar