„Mennt er máttur“ Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 3. október 2013 06:00 Menntun þjóðar er einn besti mælikvarðinn sem til er á þróun og framfarir. Þjóð sem er vel menntuð er nær örugglega vel stödd efnahagslega. Ríkari þjóðir heims tryggja öllum grunnmenntun, sem í dag þýðir víðast hvar vel yfir tíu ára skólagöngu – og flestir eiga kost á framhaldsmenntun, að miklu leyti á kostnað hins opinbera. Hjá fátækum þjóðum heimsins er þessu öðruvísi farið. Þar er engan veginn víst að öll börn eigi þess kost að sækja skóla, og þaðan af síður að skólinn geti boðið þeim upp á hæfa kennara, kennslugögn eða jafnvel þak yfir höfuðið. Þótt miklar framfarir hafi orðið á seinni árum í því að tryggja börnum aðgang að skóla, og þar hafa þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna verið mikill hvati, vantar mikið upp á að sú kennsla sem þar fer fram nái markmiðum sínum, ekki síst vegna lélegs aðbúnaðar. Þegar börnin komast á kynþroskaaldurinn hverfa þau frá námi til að leggja sitt til framfærslu fjölskyldunnar. Staða ungra stúlkna er verri en drengja og allt of oft eru þær teknar úr skóla, bæði af efnahagslegum og menningarlegum ástæðum, og hverfa þá stundum beint úr hálfnuðu grunnskólanámi í hjónaband. Ein helsta áskorunin sem heimurinn horfist í augu við gagnvart menntun í fátækum löndum er að halda börnunum í skóla þar til grunnskóla lýkur. Önnur megináskorunin er að auka gæði námsins, með því að tryggja betri námsaðstæður fyrir börnin.Grundvallarmenntun Það er skylda þjóða sem hafa efni á, að styðja fátækar þjóðir til þess að veita börnum grundvallarmenntun, svo að allir kunni að lesa, skrifa og reikna. Íslendingar hafa viðurkennt þessa skyldu sína um árabil. Eins og fram kemur í áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2013-2016, sem samþykkt var á Alþingi í mars 2013, er menntun einn mikilvægasti þátturinn í þróunarsamvinnu okkar. Hluti hennar er á háskólastigi í gegnum Háskóla Sameinuðu þjóðanna, en þar höldum við uppi myndarlegu starfi Jarðhitaskólans, Sjávarútvegsskólans, Landgræðsluskólans og Jafnréttisskólans. Þá styðjum við einnig við starf stofnana á borð við Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF), sem styður m.a. við menntun, heilsu og þroska barna og Stofnun SÞ um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna (UN Women) sem starfar að því að tryggja konum grundvallarréttindi á borð við menntun og tækifæri til að nýta hana sér og fjölskyldum sínum til framdráttar. Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur lagt verulega áherslu á menntun í verkefnum sínum í fátækum löndum Afríku. Hún snýr að grunnskólamenntun í sumum löndum, að fullorðinsfræðslu í öðrum og atvinnutengdri menntun í enn öðrum. Í öllum tilfellum er menntunin veitt á forsendum heimalandsins og í þeim tilgangi að styrkja félagslega innviði. Áherslan í grunnskólamenntun hefur fyrst og fremst verið á að tryggja menntun barna í fátækum byggðum og á menntun stúlkna. Þá er rétt að geta þess góða starfs sem mörg íslensk félagasamtök hafa unnið á sviði menntunar í fjölmörgum löndum þar sem unnið er af heilum hug að því að bæta aðgengi barna að námi og auka gæði þess. Nú stendur yfir kynningarvika sem ber yfirskriftina „Komum heiminum í lag“, en að henni standa félagasamtök sem starfa á sviði þróunarsamvinnu í samvinnu við ÞSSÍ, með stuðningi utanríkisráðuneytisins. Þetta er þriðja árið í röð sem staðið er fyrir slíku kynningarátaki, en að þessu sinni er áherslan á menntun og mikilvægi hennar. Bæði fyrir þróunarlönd og íbúa þeirra, sem og fyrir þegna þeirra ríkja sem veita framlög til þróunarsamvinnu. Stuðningur við menntun skilar sér margfalt til baka og myndar þær stoðir sem nauðsynlegar eru hverju samfélagi. Menntun eykur hagsæld, jöfnuð og velferð. Mennt er máttur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Menntun þjóðar er einn besti mælikvarðinn sem til er á þróun og framfarir. Þjóð sem er vel menntuð er nær örugglega vel stödd efnahagslega. Ríkari þjóðir heims tryggja öllum grunnmenntun, sem í dag þýðir víðast hvar vel yfir tíu ára skólagöngu – og flestir eiga kost á framhaldsmenntun, að miklu leyti á kostnað hins opinbera. Hjá fátækum þjóðum heimsins er þessu öðruvísi farið. Þar er engan veginn víst að öll börn eigi þess kost að sækja skóla, og þaðan af síður að skólinn geti boðið þeim upp á hæfa kennara, kennslugögn eða jafnvel þak yfir höfuðið. Þótt miklar framfarir hafi orðið á seinni árum í því að tryggja börnum aðgang að skóla, og þar hafa þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna verið mikill hvati, vantar mikið upp á að sú kennsla sem þar fer fram nái markmiðum sínum, ekki síst vegna lélegs aðbúnaðar. Þegar börnin komast á kynþroskaaldurinn hverfa þau frá námi til að leggja sitt til framfærslu fjölskyldunnar. Staða ungra stúlkna er verri en drengja og allt of oft eru þær teknar úr skóla, bæði af efnahagslegum og menningarlegum ástæðum, og hverfa þá stundum beint úr hálfnuðu grunnskólanámi í hjónaband. Ein helsta áskorunin sem heimurinn horfist í augu við gagnvart menntun í fátækum löndum er að halda börnunum í skóla þar til grunnskóla lýkur. Önnur megináskorunin er að auka gæði námsins, með því að tryggja betri námsaðstæður fyrir börnin.Grundvallarmenntun Það er skylda þjóða sem hafa efni á, að styðja fátækar þjóðir til þess að veita börnum grundvallarmenntun, svo að allir kunni að lesa, skrifa og reikna. Íslendingar hafa viðurkennt þessa skyldu sína um árabil. Eins og fram kemur í áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2013-2016, sem samþykkt var á Alþingi í mars 2013, er menntun einn mikilvægasti þátturinn í þróunarsamvinnu okkar. Hluti hennar er á háskólastigi í gegnum Háskóla Sameinuðu þjóðanna, en þar höldum við uppi myndarlegu starfi Jarðhitaskólans, Sjávarútvegsskólans, Landgræðsluskólans og Jafnréttisskólans. Þá styðjum við einnig við starf stofnana á borð við Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF), sem styður m.a. við menntun, heilsu og þroska barna og Stofnun SÞ um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna (UN Women) sem starfar að því að tryggja konum grundvallarréttindi á borð við menntun og tækifæri til að nýta hana sér og fjölskyldum sínum til framdráttar. Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur lagt verulega áherslu á menntun í verkefnum sínum í fátækum löndum Afríku. Hún snýr að grunnskólamenntun í sumum löndum, að fullorðinsfræðslu í öðrum og atvinnutengdri menntun í enn öðrum. Í öllum tilfellum er menntunin veitt á forsendum heimalandsins og í þeim tilgangi að styrkja félagslega innviði. Áherslan í grunnskólamenntun hefur fyrst og fremst verið á að tryggja menntun barna í fátækum byggðum og á menntun stúlkna. Þá er rétt að geta þess góða starfs sem mörg íslensk félagasamtök hafa unnið á sviði menntunar í fjölmörgum löndum þar sem unnið er af heilum hug að því að bæta aðgengi barna að námi og auka gæði þess. Nú stendur yfir kynningarvika sem ber yfirskriftina „Komum heiminum í lag“, en að henni standa félagasamtök sem starfa á sviði þróunarsamvinnu í samvinnu við ÞSSÍ, með stuðningi utanríkisráðuneytisins. Þetta er þriðja árið í röð sem staðið er fyrir slíku kynningarátaki, en að þessu sinni er áherslan á menntun og mikilvægi hennar. Bæði fyrir þróunarlönd og íbúa þeirra, sem og fyrir þegna þeirra ríkja sem veita framlög til þróunarsamvinnu. Stuðningur við menntun skilar sér margfalt til baka og myndar þær stoðir sem nauðsynlegar eru hverju samfélagi. Menntun eykur hagsæld, jöfnuð og velferð. Mennt er máttur.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun