Aukin hagsmunagæsla í Evrópusamstarfi Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 8. október 2013 06:00 Evrópa er okkar mikilvægasti útflutningsmarkaður. Þangað fara um 80% af okkar vöruútflutningi í dag og rúm 60% af okkar innflutningi eru frá Evrópu. Það er að mínu mati nauðsynlegt að styrkja okkar hagsmunagæslu í Evrópusamstarfi. Fjárlagafrumvarpið markar fyrstu skref að þessu markmiði þar sem lagt er til að varið verði auknu fjármagni í EES-samstarfið. Íslensk löggjöf fylgir á flestum sviðum evrópskri löggjöf. Ástæða þessa er EES-samningurinn. Með honum hefur Ísland verið hluti af innri markaði ESB frá árinu 1994 en samningurinn gefur aðgang að 500 milljóna manna markaði 28 ríkja ESB, auk Noregs og Liechtenstein. EES-samningurinn er gríðarlegt hagsmunamál. Samningurinn tryggir frelsi í viðskiptum með vörur, fjármagn og þjónustu. Hann tryggir einstaklingum frelsi til að flytjast á milli landa, stunda atvinnu og sækja menntun. Þótt landbúnaðarstefna og sjávarútvegsstefna ESB falli ekki undir samninginn tryggir hann greið viðskipti með landbúnaðarvörur og sjávarafurðir. Allar reglur um heilbrigði matvæla falla til dæmis undir EES. EES fjallar einnig um umhverfismál, samkeppnismál, orkumál, ríkisaðstoð við atvinnulíf, stuðning við vísindi, menntun og menningu svo eitthvað sé nefnt. Samningurinn er gangverk viðskipta við Evrópu. Með þátttöku í EES hafa EFTA-ríkin skuldbundið sig að tryggja að löggjöf sé samræmd ESB á fjölmörgum sviðum. Því er nauðsynlegt að stjórnvöld tryggi að hagsmunum Íslands sé sterklega haldið fram þegar löggjöf er mótuð innan EES, sem síðar verður löggjöf á Íslandi. Sem sveitarstjórnarmaður, alþingismaður og nú utanríkisráðherra þekki ég vel hve umfangsmikill þáttur löggjafarstarfs er tengdur EES, ekki bara á Alþingi eða í ráðuneytum heldur einnig á vettvangi sveitarstjórna. EES snertir daglegt líf hvers Íslendings. Af þessum ástæðum verður að efla hagsmunagæslu Íslands innan EES. Á það hefur verið bent, síðast með samþykkt þingsályktunar fyrr á þessu ári. Með þetta í huga er mikilvægt að hrinda í framkvæmd aðgerðum í þessu skyni. Forgangsraða þarf þannig að sjónarmið Íslands komi fram í löggjafarstarfi strax á fyrstu stigum máls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Evrópa er okkar mikilvægasti útflutningsmarkaður. Þangað fara um 80% af okkar vöruútflutningi í dag og rúm 60% af okkar innflutningi eru frá Evrópu. Það er að mínu mati nauðsynlegt að styrkja okkar hagsmunagæslu í Evrópusamstarfi. Fjárlagafrumvarpið markar fyrstu skref að þessu markmiði þar sem lagt er til að varið verði auknu fjármagni í EES-samstarfið. Íslensk löggjöf fylgir á flestum sviðum evrópskri löggjöf. Ástæða þessa er EES-samningurinn. Með honum hefur Ísland verið hluti af innri markaði ESB frá árinu 1994 en samningurinn gefur aðgang að 500 milljóna manna markaði 28 ríkja ESB, auk Noregs og Liechtenstein. EES-samningurinn er gríðarlegt hagsmunamál. Samningurinn tryggir frelsi í viðskiptum með vörur, fjármagn og þjónustu. Hann tryggir einstaklingum frelsi til að flytjast á milli landa, stunda atvinnu og sækja menntun. Þótt landbúnaðarstefna og sjávarútvegsstefna ESB falli ekki undir samninginn tryggir hann greið viðskipti með landbúnaðarvörur og sjávarafurðir. Allar reglur um heilbrigði matvæla falla til dæmis undir EES. EES fjallar einnig um umhverfismál, samkeppnismál, orkumál, ríkisaðstoð við atvinnulíf, stuðning við vísindi, menntun og menningu svo eitthvað sé nefnt. Samningurinn er gangverk viðskipta við Evrópu. Með þátttöku í EES hafa EFTA-ríkin skuldbundið sig að tryggja að löggjöf sé samræmd ESB á fjölmörgum sviðum. Því er nauðsynlegt að stjórnvöld tryggi að hagsmunum Íslands sé sterklega haldið fram þegar löggjöf er mótuð innan EES, sem síðar verður löggjöf á Íslandi. Sem sveitarstjórnarmaður, alþingismaður og nú utanríkisráðherra þekki ég vel hve umfangsmikill þáttur löggjafarstarfs er tengdur EES, ekki bara á Alþingi eða í ráðuneytum heldur einnig á vettvangi sveitarstjórna. EES snertir daglegt líf hvers Íslendings. Af þessum ástæðum verður að efla hagsmunagæslu Íslands innan EES. Á það hefur verið bent, síðast með samþykkt þingsályktunar fyrr á þessu ári. Með þetta í huga er mikilvægt að hrinda í framkvæmd aðgerðum í þessu skyni. Forgangsraða þarf þannig að sjónarmið Íslands komi fram í löggjafarstarfi strax á fyrstu stigum máls.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar