Aukin hagsmunagæsla í Evrópusamstarfi Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 8. október 2013 06:00 Evrópa er okkar mikilvægasti útflutningsmarkaður. Þangað fara um 80% af okkar vöruútflutningi í dag og rúm 60% af okkar innflutningi eru frá Evrópu. Það er að mínu mati nauðsynlegt að styrkja okkar hagsmunagæslu í Evrópusamstarfi. Fjárlagafrumvarpið markar fyrstu skref að þessu markmiði þar sem lagt er til að varið verði auknu fjármagni í EES-samstarfið. Íslensk löggjöf fylgir á flestum sviðum evrópskri löggjöf. Ástæða þessa er EES-samningurinn. Með honum hefur Ísland verið hluti af innri markaði ESB frá árinu 1994 en samningurinn gefur aðgang að 500 milljóna manna markaði 28 ríkja ESB, auk Noregs og Liechtenstein. EES-samningurinn er gríðarlegt hagsmunamál. Samningurinn tryggir frelsi í viðskiptum með vörur, fjármagn og þjónustu. Hann tryggir einstaklingum frelsi til að flytjast á milli landa, stunda atvinnu og sækja menntun. Þótt landbúnaðarstefna og sjávarútvegsstefna ESB falli ekki undir samninginn tryggir hann greið viðskipti með landbúnaðarvörur og sjávarafurðir. Allar reglur um heilbrigði matvæla falla til dæmis undir EES. EES fjallar einnig um umhverfismál, samkeppnismál, orkumál, ríkisaðstoð við atvinnulíf, stuðning við vísindi, menntun og menningu svo eitthvað sé nefnt. Samningurinn er gangverk viðskipta við Evrópu. Með þátttöku í EES hafa EFTA-ríkin skuldbundið sig að tryggja að löggjöf sé samræmd ESB á fjölmörgum sviðum. Því er nauðsynlegt að stjórnvöld tryggi að hagsmunum Íslands sé sterklega haldið fram þegar löggjöf er mótuð innan EES, sem síðar verður löggjöf á Íslandi. Sem sveitarstjórnarmaður, alþingismaður og nú utanríkisráðherra þekki ég vel hve umfangsmikill þáttur löggjafarstarfs er tengdur EES, ekki bara á Alþingi eða í ráðuneytum heldur einnig á vettvangi sveitarstjórna. EES snertir daglegt líf hvers Íslendings. Af þessum ástæðum verður að efla hagsmunagæslu Íslands innan EES. Á það hefur verið bent, síðast með samþykkt þingsályktunar fyrr á þessu ári. Með þetta í huga er mikilvægt að hrinda í framkvæmd aðgerðum í þessu skyni. Forgangsraða þarf þannig að sjónarmið Íslands komi fram í löggjafarstarfi strax á fyrstu stigum máls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Sjá meira
Evrópa er okkar mikilvægasti útflutningsmarkaður. Þangað fara um 80% af okkar vöruútflutningi í dag og rúm 60% af okkar innflutningi eru frá Evrópu. Það er að mínu mati nauðsynlegt að styrkja okkar hagsmunagæslu í Evrópusamstarfi. Fjárlagafrumvarpið markar fyrstu skref að þessu markmiði þar sem lagt er til að varið verði auknu fjármagni í EES-samstarfið. Íslensk löggjöf fylgir á flestum sviðum evrópskri löggjöf. Ástæða þessa er EES-samningurinn. Með honum hefur Ísland verið hluti af innri markaði ESB frá árinu 1994 en samningurinn gefur aðgang að 500 milljóna manna markaði 28 ríkja ESB, auk Noregs og Liechtenstein. EES-samningurinn er gríðarlegt hagsmunamál. Samningurinn tryggir frelsi í viðskiptum með vörur, fjármagn og þjónustu. Hann tryggir einstaklingum frelsi til að flytjast á milli landa, stunda atvinnu og sækja menntun. Þótt landbúnaðarstefna og sjávarútvegsstefna ESB falli ekki undir samninginn tryggir hann greið viðskipti með landbúnaðarvörur og sjávarafurðir. Allar reglur um heilbrigði matvæla falla til dæmis undir EES. EES fjallar einnig um umhverfismál, samkeppnismál, orkumál, ríkisaðstoð við atvinnulíf, stuðning við vísindi, menntun og menningu svo eitthvað sé nefnt. Samningurinn er gangverk viðskipta við Evrópu. Með þátttöku í EES hafa EFTA-ríkin skuldbundið sig að tryggja að löggjöf sé samræmd ESB á fjölmörgum sviðum. Því er nauðsynlegt að stjórnvöld tryggi að hagsmunum Íslands sé sterklega haldið fram þegar löggjöf er mótuð innan EES, sem síðar verður löggjöf á Íslandi. Sem sveitarstjórnarmaður, alþingismaður og nú utanríkisráðherra þekki ég vel hve umfangsmikill þáttur löggjafarstarfs er tengdur EES, ekki bara á Alþingi eða í ráðuneytum heldur einnig á vettvangi sveitarstjórna. EES snertir daglegt líf hvers Íslendings. Af þessum ástæðum verður að efla hagsmunagæslu Íslands innan EES. Á það hefur verið bent, síðast með samþykkt þingsályktunar fyrr á þessu ári. Með þetta í huga er mikilvægt að hrinda í framkvæmd aðgerðum í þessu skyni. Forgangsraða þarf þannig að sjónarmið Íslands komi fram í löggjafarstarfi strax á fyrstu stigum máls.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun