Náttúruverndarfrumvarpið og ríkisfjármálin Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 10. október 2013 06:00 Nýverið kynnti Hagfræðistofnun Háskóla Íslands skýrslu um þróun starfa ríkisstarfsmanna frá árinu 2007. Niðurstaðan er að þeim hefur fjölgað frá árinu 2007 um 200. Á sama tíma hefur ársverkum á almennum vinnumarkaði fækkað um 18 þúsund. Í skýrslunni segir: „Á heildina litið er því ljóst að niðurskurðurinn hefur frekar bitnað á öðrum þáttum en fjölda starfsmanna. Niðurskurðurinn hefur til dæmis komið fram í lækkun launa og skertri þjónustu. Niðurskurðurinn er því alls ekki mikill á heildina litið. Raunar væri nær að segja að tekist hafi að halda aftur af þenslu í rekstri ríkisins á þessum árum en að reksturinn hafi verið skorinn niður. Hjá einstökum stofnunum getur samdrátturinn þó verið umtalsverður. Mestur niðurskurður í ársverkum hefur verið hjá stofnunum á vegum velferðarráðuneytis og iðnaðarráðuneytis. Aftur á móti hefur starfsmönnum fjölgað mest í stofnunum menntamálaráðuneytis og umhverfisráðuneytis. Í krónum talið var mest skorið niður hjá stofnunum sem heyra undir innanríkisráðuneytið, en sá liður sem mest óx voru vaxtagjöld ríkissjóðs.“ Í skýrslunni kemur enn fremur fram; „Ef ríkisstofnanir eru skoðaðar hver fyrir sig má sjá að ársverkum fækkar mest hjá Landspítalanum og næstmest hjá Tryggingarstofnun. Þær fimm stofnanir sem mest fækkun hefur orðið á ársverkum eru á höfuðborgarsvæðinu, en á stofnunum á landsbyggðinni fækkaði starfsmönnum mest á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Við höfum séð að mikill niðurskurður hefur orðið í heilbrigðiskerfinu.“Forgangsröðun velferðarstjórnar Það vekur athygli að t.d. starfsmönnum í stofnunum sem heyra undir umhverfisráðuneytið fjölgar um annað hundrað á sama tíma og ársverkum á Landspítalanum fækkar um 350. Lögreglumönnum fækkar líka um 90 á þessu tímabili. Því miður dugar ekki að senda á sjúklinga sem ekki fá aðhlynningu hjá spítölum landsins til undirstofnana umhverfisráðuneytisins. En hvernig má þetta vera? Af hverju var forgangsraðað með þessum hætti? Lítið dæmi eru Náttúruverndarlögin sem voru samþykkt eftir miklar deilur á síðasta þingi. Þau lög voru keyrð af offorsi í gegnum þingið þrátt fyrir mikil mótmæli. Í kostnaðarumsögn með frumvarpinu kom fram að kostnaður myndi aukast um meira en 100 milljónir á ári fyrir ríkissjóð! Ekki var gert ráð fyrir þessum auknu útgjöldum í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2013 né í langtímaáætlun um ríkisfjármálin. Það þarf ekki að taka það fram að ríkissjóður hefur ekki efni á þessu. Þessi útgjöld, ef þau verða að veruleika, verða tekin að láni. Starfsmönnum undirstofnana umhverfisráðuneytisins mun fjölga enn frekar og vaxtakostnaður ríkissjóðs eykst með tilheyrandi skerðingum á grunnþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Þór Þórðarson Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Nýverið kynnti Hagfræðistofnun Háskóla Íslands skýrslu um þróun starfa ríkisstarfsmanna frá árinu 2007. Niðurstaðan er að þeim hefur fjölgað frá árinu 2007 um 200. Á sama tíma hefur ársverkum á almennum vinnumarkaði fækkað um 18 þúsund. Í skýrslunni segir: „Á heildina litið er því ljóst að niðurskurðurinn hefur frekar bitnað á öðrum þáttum en fjölda starfsmanna. Niðurskurðurinn hefur til dæmis komið fram í lækkun launa og skertri þjónustu. Niðurskurðurinn er því alls ekki mikill á heildina litið. Raunar væri nær að segja að tekist hafi að halda aftur af þenslu í rekstri ríkisins á þessum árum en að reksturinn hafi verið skorinn niður. Hjá einstökum stofnunum getur samdrátturinn þó verið umtalsverður. Mestur niðurskurður í ársverkum hefur verið hjá stofnunum á vegum velferðarráðuneytis og iðnaðarráðuneytis. Aftur á móti hefur starfsmönnum fjölgað mest í stofnunum menntamálaráðuneytis og umhverfisráðuneytis. Í krónum talið var mest skorið niður hjá stofnunum sem heyra undir innanríkisráðuneytið, en sá liður sem mest óx voru vaxtagjöld ríkissjóðs.“ Í skýrslunni kemur enn fremur fram; „Ef ríkisstofnanir eru skoðaðar hver fyrir sig má sjá að ársverkum fækkar mest hjá Landspítalanum og næstmest hjá Tryggingarstofnun. Þær fimm stofnanir sem mest fækkun hefur orðið á ársverkum eru á höfuðborgarsvæðinu, en á stofnunum á landsbyggðinni fækkaði starfsmönnum mest á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Við höfum séð að mikill niðurskurður hefur orðið í heilbrigðiskerfinu.“Forgangsröðun velferðarstjórnar Það vekur athygli að t.d. starfsmönnum í stofnunum sem heyra undir umhverfisráðuneytið fjölgar um annað hundrað á sama tíma og ársverkum á Landspítalanum fækkar um 350. Lögreglumönnum fækkar líka um 90 á þessu tímabili. Því miður dugar ekki að senda á sjúklinga sem ekki fá aðhlynningu hjá spítölum landsins til undirstofnana umhverfisráðuneytisins. En hvernig má þetta vera? Af hverju var forgangsraðað með þessum hætti? Lítið dæmi eru Náttúruverndarlögin sem voru samþykkt eftir miklar deilur á síðasta þingi. Þau lög voru keyrð af offorsi í gegnum þingið þrátt fyrir mikil mótmæli. Í kostnaðarumsögn með frumvarpinu kom fram að kostnaður myndi aukast um meira en 100 milljónir á ári fyrir ríkissjóð! Ekki var gert ráð fyrir þessum auknu útgjöldum í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2013 né í langtímaáætlun um ríkisfjármálin. Það þarf ekki að taka það fram að ríkissjóður hefur ekki efni á þessu. Þessi útgjöld, ef þau verða að veruleika, verða tekin að láni. Starfsmönnum undirstofnana umhverfisráðuneytisins mun fjölga enn frekar og vaxtakostnaður ríkissjóðs eykst með tilheyrandi skerðingum á grunnþjónustu.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun