Í sókn á norðurslóðum Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 11. október 2013 06:00 Breið samstaða er á Alþingi um að hagsmunir Íslands á norðurslóðum séu eitt af forgangsmálum utanríkisstefnunnar. Á þeim rúmu tveimur árum sem liðin eru síðan Alþingi samþykkti einróma stefnu í norðurslóðamálum hefur verið unnið ötullega að þessum málum í utanríkisráðuneytinu. Þróunin í okkar heimshluta er hröð. Siglingar eftir norðaustursiglingaleiðinni hafa margfaldast á fáum árum, uppbygging tengd olíuleit heldur áfram og áform Grænlendinga um auðlindanýtingu taka á sig skýrari mynd. Á pólitíska sviðinu fer mikilvægi Norðurskautsráðsins vaxandi. Starfsemi ráðsins hefur verið styrkt meðal annars með opnun fastaskrifstofu sem stýrt er af ráðagóðum framkvæmdastjóra, Magnúsi Jóhannessyni. Þá voru ný áheyrnarríki boðin velkomin til þátttöku í störfum ráðsins á ráðherrafundi þess fyrr á árinu. Í þeim hópi eru öll helstu efnahagsveldi Asíu, sem undirstrikar áhuga fjarlægra ríkja á okkar heimshluta og skapar ný sóknarfæri til samstarfs.Tækifæri og áskoranir Fram undan eru mörg tækifæri fyrir Ísland. Hæst ber olíuleit á Drekasvæðinu og möguleika sem tengjast auknum samgöngum á norðurslóðum. Í báðum tilfellum er mikið verk að vinna og skynsamlegt að stilla væntingum í hóf. Uppbygging á Drekanum er sýnd veiði en ekki gefin en fyrirliggjandi forsendur gefa fullt tilefni til að kanna til hins ýtrasta hvort olíu sé þar að finna í vinnanlegu magni. Stefna nýrrar stjórnar í Noregi hefur ekki áhrif á þessi áform Íslands. Í samgöngumálum hafa íslensk fyrirtæki í skipaflutningum og flugþjónustu þegar hafist handa við að tengjast betur samgöngu- og flutninganetum norðursins. Með því ryðja þau brautina fyrir ný tækifæri til sóknar fyrir útflutning á vörum og þjónustu. Þá eru áform þýska fyrirtækisins Bremenports staðfesting þess að umfangsmikil hafnarstarfsemi á Norðausturlandi kann að verða raunverulegur valkostur í atvinnuuppbyggingu. Til að mæta auknum viðskiptatækifærum hefur hið íslenska norðurslóðaviðskiptaráð tekið til starfa en það mun tengjast alþjóðlegu viðskiptaráði undir hatti Norðurskautsráðsins. Stjórnvöld og viðskiptalífið hafa í sameiningu unnið af krafti að þessum verkefnum undanfarið og ég er sannfærður um að íslensk fyrirtæki munu nýta sér þennan vettvang til að skapa ný viðskiptatækifæri. Samvinna á vísindasviðinu er sem fyrr hornsteinn í starfi norðurskautsríkjanna og hún hefur aukið mjög þekkingu okkar á umhverfi og félagslegri þróun norðurslóða. Sjálfbærni, skynsamleg nýting og verndun viðkvæms lífríkis eru leiðarljós í öllu okkar starfi. Þá hefur nýleg skýrsla loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna undirstrikað hversu brýnt það er að Norðurskautsráðið haldi áfram að beita sér fyrir rannsóknum og aðgerðum vegna áhrifa loftslagsbreytinga í okkar heimshluta.Skarpari norðurslóðastefna Breytingarnar sem nú eiga sér stað kalla á skarpari sýn stjórnvalda í norðurslóðamálum. Af því tilefni hefur ríkisstjórnin ákveðið að skipa ráðherranefnd um málefni norðurslóða undir forystu forsætisráðherra. Við munum þannig tryggja betur hagsmunagæslu Íslands með aukinni samhæfingu á æðsta stigi stjórnsýslunnar. Norðurslóðastefnan sem Alþingi samþykkti árið 2011 er leiðarstef norðurslóðastarfsins og framkvæmd hennar verður nú í forgrunni. Við leggjum áherslu á öflugt samstarf við norðurskautsríkin, leiðandi hlutverk Norðurskautsráðsins, mikilvægi Hafréttarsamnings Sameinuðu þjóðanna, öryggishagsmuni Íslands og málafylgju í alþjóðastarfi. Þá hef ég kynnt í ríkisstjórn þau áhersluatriði sem verða sett sérstaklega á oddinn á komandi misserum. Mikilvægt hlutverk viðskiptalífsins hefur þegar verið nefnt. Þá verður áfram unnið að tillögugerð um þróun viðbragðs- og þjónustumiðstöðvar á Íslandi. Hagsmunir Íslands felast í því að horfa til framtíðar hvað varðar leit og björgun og viðbrögð við umhverfisvá í ljósi aukinna efnahagsumsvifa og umferðar á norðurslóðum. Með opnun aðalræðisskrifstofu Íslands á Grænlandi skapast tækifæri til að efla vestnorrænt samstarf og við munum leita leiða til að styrkja enn frekar tengslin við Nuuk og Þórshöfn. Sérstöku verkefni um jafnréttismál á norðurslóðum hefur verið ýtt úr vör, sem verður meðal áherslumála okkar innan Norðurskautsráðsins. Þá munum við kynna norðurslóðastefnu og áherslur Íslands í Asíuríkjum með viðskiptatækifæri að leiðarljósi og samhliða því efla samskiptin við ESB, sérstaklega hvað varðar samgöngu- og umhverfismál hér á norðurslóðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Norðurslóðir Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Sjá meira
Breið samstaða er á Alþingi um að hagsmunir Íslands á norðurslóðum séu eitt af forgangsmálum utanríkisstefnunnar. Á þeim rúmu tveimur árum sem liðin eru síðan Alþingi samþykkti einróma stefnu í norðurslóðamálum hefur verið unnið ötullega að þessum málum í utanríkisráðuneytinu. Þróunin í okkar heimshluta er hröð. Siglingar eftir norðaustursiglingaleiðinni hafa margfaldast á fáum árum, uppbygging tengd olíuleit heldur áfram og áform Grænlendinga um auðlindanýtingu taka á sig skýrari mynd. Á pólitíska sviðinu fer mikilvægi Norðurskautsráðsins vaxandi. Starfsemi ráðsins hefur verið styrkt meðal annars með opnun fastaskrifstofu sem stýrt er af ráðagóðum framkvæmdastjóra, Magnúsi Jóhannessyni. Þá voru ný áheyrnarríki boðin velkomin til þátttöku í störfum ráðsins á ráðherrafundi þess fyrr á árinu. Í þeim hópi eru öll helstu efnahagsveldi Asíu, sem undirstrikar áhuga fjarlægra ríkja á okkar heimshluta og skapar ný sóknarfæri til samstarfs.Tækifæri og áskoranir Fram undan eru mörg tækifæri fyrir Ísland. Hæst ber olíuleit á Drekasvæðinu og möguleika sem tengjast auknum samgöngum á norðurslóðum. Í báðum tilfellum er mikið verk að vinna og skynsamlegt að stilla væntingum í hóf. Uppbygging á Drekanum er sýnd veiði en ekki gefin en fyrirliggjandi forsendur gefa fullt tilefni til að kanna til hins ýtrasta hvort olíu sé þar að finna í vinnanlegu magni. Stefna nýrrar stjórnar í Noregi hefur ekki áhrif á þessi áform Íslands. Í samgöngumálum hafa íslensk fyrirtæki í skipaflutningum og flugþjónustu þegar hafist handa við að tengjast betur samgöngu- og flutninganetum norðursins. Með því ryðja þau brautina fyrir ný tækifæri til sóknar fyrir útflutning á vörum og þjónustu. Þá eru áform þýska fyrirtækisins Bremenports staðfesting þess að umfangsmikil hafnarstarfsemi á Norðausturlandi kann að verða raunverulegur valkostur í atvinnuuppbyggingu. Til að mæta auknum viðskiptatækifærum hefur hið íslenska norðurslóðaviðskiptaráð tekið til starfa en það mun tengjast alþjóðlegu viðskiptaráði undir hatti Norðurskautsráðsins. Stjórnvöld og viðskiptalífið hafa í sameiningu unnið af krafti að þessum verkefnum undanfarið og ég er sannfærður um að íslensk fyrirtæki munu nýta sér þennan vettvang til að skapa ný viðskiptatækifæri. Samvinna á vísindasviðinu er sem fyrr hornsteinn í starfi norðurskautsríkjanna og hún hefur aukið mjög þekkingu okkar á umhverfi og félagslegri þróun norðurslóða. Sjálfbærni, skynsamleg nýting og verndun viðkvæms lífríkis eru leiðarljós í öllu okkar starfi. Þá hefur nýleg skýrsla loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna undirstrikað hversu brýnt það er að Norðurskautsráðið haldi áfram að beita sér fyrir rannsóknum og aðgerðum vegna áhrifa loftslagsbreytinga í okkar heimshluta.Skarpari norðurslóðastefna Breytingarnar sem nú eiga sér stað kalla á skarpari sýn stjórnvalda í norðurslóðamálum. Af því tilefni hefur ríkisstjórnin ákveðið að skipa ráðherranefnd um málefni norðurslóða undir forystu forsætisráðherra. Við munum þannig tryggja betur hagsmunagæslu Íslands með aukinni samhæfingu á æðsta stigi stjórnsýslunnar. Norðurslóðastefnan sem Alþingi samþykkti árið 2011 er leiðarstef norðurslóðastarfsins og framkvæmd hennar verður nú í forgrunni. Við leggjum áherslu á öflugt samstarf við norðurskautsríkin, leiðandi hlutverk Norðurskautsráðsins, mikilvægi Hafréttarsamnings Sameinuðu þjóðanna, öryggishagsmuni Íslands og málafylgju í alþjóðastarfi. Þá hef ég kynnt í ríkisstjórn þau áhersluatriði sem verða sett sérstaklega á oddinn á komandi misserum. Mikilvægt hlutverk viðskiptalífsins hefur þegar verið nefnt. Þá verður áfram unnið að tillögugerð um þróun viðbragðs- og þjónustumiðstöðvar á Íslandi. Hagsmunir Íslands felast í því að horfa til framtíðar hvað varðar leit og björgun og viðbrögð við umhverfisvá í ljósi aukinna efnahagsumsvifa og umferðar á norðurslóðum. Með opnun aðalræðisskrifstofu Íslands á Grænlandi skapast tækifæri til að efla vestnorrænt samstarf og við munum leita leiða til að styrkja enn frekar tengslin við Nuuk og Þórshöfn. Sérstöku verkefni um jafnréttismál á norðurslóðum hefur verið ýtt úr vör, sem verður meðal áherslumála okkar innan Norðurskautsráðsins. Þá munum við kynna norðurslóðastefnu og áherslur Íslands í Asíuríkjum með viðskiptatækifæri að leiðarljósi og samhliða því efla samskiptin við ESB, sérstaklega hvað varðar samgöngu- og umhverfismál hér á norðurslóðum.
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar