Örlæti Ólafs Sóley Tómasdóttir skrifar 16. október 2013 08:51 Við Ólafur Stephensen erum sammála um að skattgreiðendur eigi að hlaupa undir bagga með þeim sem ekki geta framfleytt sér sjálfir. Að sjálfsögðu. Flestum öðrum skoðunum Ólafs úr leiðara gærdagsins er ég ósammála. Fjárhagsaðstoð er ekki eina skylda sveitarfélaganna. Samfélagsleg ábyrgð þeirra felst meðal annars í að fjölga tækifærum fólks, veita grunnmenntun og hvatningu til frekara náms, bjóða upp á frístunda- og félagsstarf sem styrkir sjálfstraust, spennandi störf, virkni- og þátttökuverkefni í þeim tilgangi að stuðla að farsælu lífi allra íbúa. Raunverulegri virkni verður aldrei náð með skilyrðingum eða hótunum. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga á að tryggja að fólk sem ekki fær greiðslur annars staðar frá geti lifað mannsæmandi lífi. Það gerir hún því miður ekki í Reykjavík. Við vitum öll að 170 þúsund krónur á mánuði duga skammt fyrir einstakling í samfélagi nútímans. Það er upphæðin sem Sjálfstæðisflokknum þykir ofrausn. Fjárhagsaðstoðin er ekki greidd út sem laun. Það er ekki ætlast til neins á móti. Og þannig á það að vera. Það á einmitt að vera sjálfsagt að þiggja fjárhagsaðstoð ef aðrir möguleikar eru ekki í boði. Aðstæður fólks sem fær greidda fjárhagsaðstoð eru margvíslegar og ástæðurnar sömuleiðis en ég efast ekki um að hvert og eitt þeirra myndi vilja afla sér tekna með öðrum hætti. Lægstu laun í samfélaginu eru of lág. Þau eru í mörgum tilfellum greidd fyrir erfiða vinnu og duga varla til framfærslu. Það er óþolandi – en tengist fjárhagsaðstoðinni nákvæmlega ekki neitt. Hún á eftir sem áður að duga fyrir framfærslu. Fjárhagsaðstoð snýst ekki um örlæti. Hún snýst um samfélagslega ábyrgð í velferðarsamfélagi og gegnir þar mikilvægu hlutverki, sérstaklega þar sem misskiptingin vex og tækifærin eru ójöfn. Hana á að greiða þegar allt annað hefur verið fullreynt. Hún á að vera fyrir okkur öll, rétt eins og heilbrigðis- og menntakerfið. Ef við viljum lækka útgjöld vegna fjárhagsaðstoðar eigum við að vinna gegn misskiptingu og jafna tækifæri fólks til menntunar, vinnu og heilsu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Við Ólafur Stephensen erum sammála um að skattgreiðendur eigi að hlaupa undir bagga með þeim sem ekki geta framfleytt sér sjálfir. Að sjálfsögðu. Flestum öðrum skoðunum Ólafs úr leiðara gærdagsins er ég ósammála. Fjárhagsaðstoð er ekki eina skylda sveitarfélaganna. Samfélagsleg ábyrgð þeirra felst meðal annars í að fjölga tækifærum fólks, veita grunnmenntun og hvatningu til frekara náms, bjóða upp á frístunda- og félagsstarf sem styrkir sjálfstraust, spennandi störf, virkni- og þátttökuverkefni í þeim tilgangi að stuðla að farsælu lífi allra íbúa. Raunverulegri virkni verður aldrei náð með skilyrðingum eða hótunum. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga á að tryggja að fólk sem ekki fær greiðslur annars staðar frá geti lifað mannsæmandi lífi. Það gerir hún því miður ekki í Reykjavík. Við vitum öll að 170 þúsund krónur á mánuði duga skammt fyrir einstakling í samfélagi nútímans. Það er upphæðin sem Sjálfstæðisflokknum þykir ofrausn. Fjárhagsaðstoðin er ekki greidd út sem laun. Það er ekki ætlast til neins á móti. Og þannig á það að vera. Það á einmitt að vera sjálfsagt að þiggja fjárhagsaðstoð ef aðrir möguleikar eru ekki í boði. Aðstæður fólks sem fær greidda fjárhagsaðstoð eru margvíslegar og ástæðurnar sömuleiðis en ég efast ekki um að hvert og eitt þeirra myndi vilja afla sér tekna með öðrum hætti. Lægstu laun í samfélaginu eru of lág. Þau eru í mörgum tilfellum greidd fyrir erfiða vinnu og duga varla til framfærslu. Það er óþolandi – en tengist fjárhagsaðstoðinni nákvæmlega ekki neitt. Hún á eftir sem áður að duga fyrir framfærslu. Fjárhagsaðstoð snýst ekki um örlæti. Hún snýst um samfélagslega ábyrgð í velferðarsamfélagi og gegnir þar mikilvægu hlutverki, sérstaklega þar sem misskiptingin vex og tækifærin eru ójöfn. Hana á að greiða þegar allt annað hefur verið fullreynt. Hún á að vera fyrir okkur öll, rétt eins og heilbrigðis- og menntakerfið. Ef við viljum lækka útgjöld vegna fjárhagsaðstoðar eigum við að vinna gegn misskiptingu og jafna tækifæri fólks til menntunar, vinnu og heilsu.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar