Hægara sagt en gert Katrín Jakobsdóttir skrifar 18. október 2013 00:00 Það er hryggilegt að lesa jafn ósanngjarna stjórnmálaumfjöllun eftir jafn mætan mann og Kristin H. Gunnarsson og þá sem birtist í Fréttablaðinu í gær, 17. október. Því miður er Kristinn við kunnuglegt heygarðshorn þegar hann ræðir niðurskurð í tíð seinustu ríkisstjórnar án þess að nefna þær aðstæður sem voru uppi í samfélaginu eða þann nærri 200 milljarða fjárlagahalla sem hún hlaut í arf. Slíka ósanngjarna gagnrýni mátti ríkisstjórnin glíma við allan tímann, frá fólki sem eflaust stundar það líka að sitja við gluggann í hellirigningu og ofsaroki og furða sig á að fólk sé í regnkápum. Til að bíta höfuðið af skömminni eignar hann „vondu vinstristjórninni“ líka niðurskurð á árunum 2007 og 2008 þegar aðrir voru við völd og aðstæður voru taldar allt aðrar og betri og niðurskurð til Landspítalans árin fyrir hrun. Enn versnar það þegar ríkisstjórninni er sérstaklega hallmælt fyrir að hafa sinnt umhverfismálum of vel og ekki skorið nógu duglega niður í menntakerfinu. Allt er þetta sett í samhengi landshlutastríðs sem Kristinn virðist æstur í að efna til. Grátbroslegi hlutinn af greininni er þegar seinustu ríkisstjórn er hallmælt fyrir að hafa þurft tíma til að koma á veiðileyfagjaldi. Staðreyndin er þó að það er í tíð síðustu ríkisstjórnar sem sjávarútvegurinn tók í fyrsta sinn að greiða veiðigjöld svo nokkru næmi. Þau voru hækkuð í áföngum og síðan sett lög um almennt og sérstakt veiðigjald og kostaði hörð átök við stórútgerðirnar og þáverandi stjórnarandstöðu í hvert sinn. Það getur tekið tíma að koma góðum málum áleiðis og það ætti maður að vita sem sat á Alþingi í 18 ár, þar af átta ár sem hluti af ríkisstjórnarmeirihluta, án þess að ná fram einni einustu breytingu á fiskveiðistjórnunarkerfinu í þá átt sem hann auglýsir nú eftir. Ég gæti spurt í hans stíl: Hvað var maðurinn að gera öll þessi ár? Það er bara ívið léttara að skrifa grein en að koma lögum gegnum þing. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Það er hryggilegt að lesa jafn ósanngjarna stjórnmálaumfjöllun eftir jafn mætan mann og Kristin H. Gunnarsson og þá sem birtist í Fréttablaðinu í gær, 17. október. Því miður er Kristinn við kunnuglegt heygarðshorn þegar hann ræðir niðurskurð í tíð seinustu ríkisstjórnar án þess að nefna þær aðstæður sem voru uppi í samfélaginu eða þann nærri 200 milljarða fjárlagahalla sem hún hlaut í arf. Slíka ósanngjarna gagnrýni mátti ríkisstjórnin glíma við allan tímann, frá fólki sem eflaust stundar það líka að sitja við gluggann í hellirigningu og ofsaroki og furða sig á að fólk sé í regnkápum. Til að bíta höfuðið af skömminni eignar hann „vondu vinstristjórninni“ líka niðurskurð á árunum 2007 og 2008 þegar aðrir voru við völd og aðstæður voru taldar allt aðrar og betri og niðurskurð til Landspítalans árin fyrir hrun. Enn versnar það þegar ríkisstjórninni er sérstaklega hallmælt fyrir að hafa sinnt umhverfismálum of vel og ekki skorið nógu duglega niður í menntakerfinu. Allt er þetta sett í samhengi landshlutastríðs sem Kristinn virðist æstur í að efna til. Grátbroslegi hlutinn af greininni er þegar seinustu ríkisstjórn er hallmælt fyrir að hafa þurft tíma til að koma á veiðileyfagjaldi. Staðreyndin er þó að það er í tíð síðustu ríkisstjórnar sem sjávarútvegurinn tók í fyrsta sinn að greiða veiðigjöld svo nokkru næmi. Þau voru hækkuð í áföngum og síðan sett lög um almennt og sérstakt veiðigjald og kostaði hörð átök við stórútgerðirnar og þáverandi stjórnarandstöðu í hvert sinn. Það getur tekið tíma að koma góðum málum áleiðis og það ætti maður að vita sem sat á Alþingi í 18 ár, þar af átta ár sem hluti af ríkisstjórnarmeirihluta, án þess að ná fram einni einustu breytingu á fiskveiðistjórnunarkerfinu í þá átt sem hann auglýsir nú eftir. Ég gæti spurt í hans stíl: Hvað var maðurinn að gera öll þessi ár? Það er bara ívið léttara að skrifa grein en að koma lögum gegnum þing.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar