Fótgangandi yfir vestfirska heiði til að ná þorrablótinu Kristján Már Unnarsson skrifar 18. mars 2014 19:20 Til að missa ekki af þorrablóti Önfirðinga vílar hún ekki fyrir sér að fara fótgangandi alein yfir fimmhundruð metra háa vestfirska heiði í skammdeginu. Þetta er hún Bettý á Ingjaldssandi, Elísabet Pétursdóttir, sem er sennilega sá bóndi sem býr við mesta vetrareinangrun á Íslandi um þessar mundir. Samgöngur við Ingjaldssand eru svo erfiðar um hávetur að eina leiðin fyrir okkur Stöðvar 2-menn var að fá björgunarsveitina á Flateyri til að skutlast með okkur á vélsleðum í þennan einangraða dal við utanverðan Önundarfjörð.Þór Engholm, 15 ára sonur Bettýjar, er í grunnskólanum á Flateyri.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.15 ára sonur Bettýjar, Þór Engholm, sækir grunnskóla á Flateyri og býr virka daga á heimili Kristínar systur sinnar, en í ófærðinni geta liðið 5-6 vikur milli þess að hann komist heim til sín um helgar. Þrátt fyrir að búa svona afskekkt er Bettý mannblendin og leggur það á sig að ganga yfir heiðina til að missa ekki af þorrablótinu. Í fréttum Stöðvar 2 sagði hún frá því hvernig hún færi gangandi yfir fjöllin en hún gætir þess að halda sig við veginn og fylgja stikunum. Spurð hvort hún væri ekki hrædd að vera ein á fjöllum um hávetur svaraði Bettý: „Við hvað? Ísbjörn?" Og hló. Í þættinum „Um land allt" ræða Bettý og börn hennar um lífið við þessar óvenjulegu aðstæður. Ísafjarðarbær Um land allt Þorrablót Tengdar fréttir Ein eftir í afskekktum dal á Vestfjörðum Mæðginin á Sæbóli á Ingjaldssandi, Elísabet Pétursdóttir sauðfjárbóndi og 15 ára sonur hennar, Þór, gætu verið þeir Íslendingar sem búa við erfiðustu samgöngur og mestu vetrareinangrun hérlendis um þessar mundir. 17. mars 2014 07:00 Mest lesið Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Innlent Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Innlent Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu Erlent Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ Innlent Fleiri fréttir Play tekur flugið til Agadir Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ „Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Sendir í leyfi fyrir að vinna ekki nógu mikið Ásthildur Lóa í beinni og Sósíalistar á rangri braut Krókur á móti bragði færði útlendingamálin framar í röðinni Óvissustig vegna ferjuflugvélar frá Grænlandi Mikill fjöldi mótmælir brottvísun Oscars Allt farið í hund og kött á þinginu Norðurlöndin standi saman vörð um alþjóðalög Sálfræðingar felldu aftur kjarasamning Sanna segir sig frá trúnaðarstörfum innan Sósíalistaflokksins Alma afnemur tilvísanakerfi fyrir börn vegna heilbrigðisþjónustu Kaldvík fær stjórnvaldssekt vegna brota á lögum um dýravelferð Ásthildur Lóa snýr aftur Kettir teknir af eiganda sem skildi þá eftir án fóðurs og vatns Ekki rétt að umsókn Oscars hafi ekki verið skoðuð Sjá meira
Til að missa ekki af þorrablóti Önfirðinga vílar hún ekki fyrir sér að fara fótgangandi alein yfir fimmhundruð metra háa vestfirska heiði í skammdeginu. Þetta er hún Bettý á Ingjaldssandi, Elísabet Pétursdóttir, sem er sennilega sá bóndi sem býr við mesta vetrareinangrun á Íslandi um þessar mundir. Samgöngur við Ingjaldssand eru svo erfiðar um hávetur að eina leiðin fyrir okkur Stöðvar 2-menn var að fá björgunarsveitina á Flateyri til að skutlast með okkur á vélsleðum í þennan einangraða dal við utanverðan Önundarfjörð.Þór Engholm, 15 ára sonur Bettýjar, er í grunnskólanum á Flateyri.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.15 ára sonur Bettýjar, Þór Engholm, sækir grunnskóla á Flateyri og býr virka daga á heimili Kristínar systur sinnar, en í ófærðinni geta liðið 5-6 vikur milli þess að hann komist heim til sín um helgar. Þrátt fyrir að búa svona afskekkt er Bettý mannblendin og leggur það á sig að ganga yfir heiðina til að missa ekki af þorrablótinu. Í fréttum Stöðvar 2 sagði hún frá því hvernig hún færi gangandi yfir fjöllin en hún gætir þess að halda sig við veginn og fylgja stikunum. Spurð hvort hún væri ekki hrædd að vera ein á fjöllum um hávetur svaraði Bettý: „Við hvað? Ísbjörn?" Og hló. Í þættinum „Um land allt" ræða Bettý og börn hennar um lífið við þessar óvenjulegu aðstæður.
Ísafjarðarbær Um land allt Þorrablót Tengdar fréttir Ein eftir í afskekktum dal á Vestfjörðum Mæðginin á Sæbóli á Ingjaldssandi, Elísabet Pétursdóttir sauðfjárbóndi og 15 ára sonur hennar, Þór, gætu verið þeir Íslendingar sem búa við erfiðustu samgöngur og mestu vetrareinangrun hérlendis um þessar mundir. 17. mars 2014 07:00 Mest lesið Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Innlent Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Innlent Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu Erlent Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ Innlent Fleiri fréttir Play tekur flugið til Agadir Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ „Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Sendir í leyfi fyrir að vinna ekki nógu mikið Ásthildur Lóa í beinni og Sósíalistar á rangri braut Krókur á móti bragði færði útlendingamálin framar í röðinni Óvissustig vegna ferjuflugvélar frá Grænlandi Mikill fjöldi mótmælir brottvísun Oscars Allt farið í hund og kött á þinginu Norðurlöndin standi saman vörð um alþjóðalög Sálfræðingar felldu aftur kjarasamning Sanna segir sig frá trúnaðarstörfum innan Sósíalistaflokksins Alma afnemur tilvísanakerfi fyrir börn vegna heilbrigðisþjónustu Kaldvík fær stjórnvaldssekt vegna brota á lögum um dýravelferð Ásthildur Lóa snýr aftur Kettir teknir af eiganda sem skildi þá eftir án fóðurs og vatns Ekki rétt að umsókn Oscars hafi ekki verið skoðuð Sjá meira
Ein eftir í afskekktum dal á Vestfjörðum Mæðginin á Sæbóli á Ingjaldssandi, Elísabet Pétursdóttir sauðfjárbóndi og 15 ára sonur hennar, Þór, gætu verið þeir Íslendingar sem búa við erfiðustu samgöngur og mestu vetrareinangrun hérlendis um þessar mundir. 17. mars 2014 07:00