Fótbolti

Kaka leystur undan samningi hjá AC Milan | Á leiðinni í MLS-deildina

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Kaká.
Kaká. Vísir/Getty
Brasilíska stórstjarnan Kaká var leystur undan samningi hjá AC Milan í dag og verður hann kynntur til leiks sem fyrsti leikaður Orlando City á morgun.

Kaká verður næstu sex mánuði í láni hjá uppeldisklúbb sínum, Sao Paulo á meðan Orlando City bíður eftir keppnisleyfi í bandarísku MLS-deildinni.

Aðeins fimm ár eru frá því að Kaka varð dýrasti knattspyrnumaður í heimi þegar Real Madrid keypti hann frá AC Milan. Það met var stuttu síðar bætt þegar Madrídarmenn bættu við sig Cristiano Ronaldo en ólíkt Ronaldo náði Kaká aldrei fram sínu besta í höfuðborg Spánar.

Kaka sem var valinn besti leikmaður heimsins árið 2007 hefur unnið flesta af stærstu titlum heims og verður eitt stærsta nafnið í MLS-deildinni á næsta tímabili.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×