Frábær tækifæri til uppbyggingar í Skeifunni Heimir Már Pétursson skrifar 9. júlí 2014 20:00 Formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur segir Skeifuna liggja frábærlega í borginni fyrir íbúðasvæði en í dag er um helmingur lands í Skeifunni bílastæði. Mikilvægt sé að þróa hverfið með hliðsjón af því sem þar er fyrir en gert er ráð fyrir að um fimm hundruð íbúðir rísi í Skeifunni á næstu fimmtán árum. Miðja Reykjavíkurborgar er í rauninni í Skeifunni. Þar er gert ráð fyrir allnokkri íbúðabyggð samkvæmt aðalskipulagi til ársins 2030. Spurningin er hvort þeir hörmulegu atburðir sem áttu sér stað á sunnudagskvöld verði til þess að flýta þeirri skipulagsvinnu? „Það er hugsanlegt. Aðalatriðið til að byrja með er að spá í það hvernig þeir sem urðu fyrir miklu tjóni fá það bætt. Það er númer eitt, tvö og þrjú. En það er rétt að í aðalskipulaginu sem gildir til 2030 er gert ráð fyrir því að hér geti komið 500 íbúðir og reyndar hafa menn lengi horft til þessa svæðis. Það má segja að þetta sé risastórt bílastæði með slatta af byggingum. Ég held að tæplega 50 % svæðisins séu bílastæði,“ segir Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Hjálmar segir Skeifuna liggja frábærlega í borginni fyrir blandaða byggð og atvinnuhúsnæði. En það sé ekki sama hvernig hverfið verði skipulagt. „Hér er blómlegur business og þetta þarf að vera þannig að allir muni í einhverjum skilningi græða á þeirri uppbyggingu sem fer fram hérna. Og ég tel mikilvægt að þetta verði ekki eins og gert hefur verið víða í borginni að allt er rifið sem fyrir er, heldur að það sem er byggt nýtt verði prjónað inn í það sem fyrir er. Þannig að hérna verði íbúðasvæði. En hérna geti líka þær verslanir og skrifstofur sem fyrir eru haldið áfram að þrífast og stunda sín viðskipti,“ segir Hjálmar. Samstarfs- og skipulagshópurinn Hæg breytileg átt hafði löngu fyrir brunann sett fram hugmyndir um framtíðarskipulag Skeifunnar, þar sem m.a. er horft til Soho hverfisins í Lundúnum. Hjálmari lýst vel á hugmyndir hópsins. „Ég hef skoðað þetta svolítið og ég er eiginlega algerlega sammála öllum þeirra áherslupunktum. Þar er einmitt gert ráð fyrir að þetta verði ekki, ef til kemur, eitthvað blokkarhverfi, heldur einmitt þessi skemmtilega blanda af atvinnustarfsemi og íbúðum. Eins og er í þessu fræga Meat District hverfi á Manhattan og í Soho. Hér eru frábær tækifæri til að byggja upp slíkt hverfi,“ segir Hjálmar Sveinsson. Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur segir Skeifuna liggja frábærlega í borginni fyrir íbúðasvæði en í dag er um helmingur lands í Skeifunni bílastæði. Mikilvægt sé að þróa hverfið með hliðsjón af því sem þar er fyrir en gert er ráð fyrir að um fimm hundruð íbúðir rísi í Skeifunni á næstu fimmtán árum. Miðja Reykjavíkurborgar er í rauninni í Skeifunni. Þar er gert ráð fyrir allnokkri íbúðabyggð samkvæmt aðalskipulagi til ársins 2030. Spurningin er hvort þeir hörmulegu atburðir sem áttu sér stað á sunnudagskvöld verði til þess að flýta þeirri skipulagsvinnu? „Það er hugsanlegt. Aðalatriðið til að byrja með er að spá í það hvernig þeir sem urðu fyrir miklu tjóni fá það bætt. Það er númer eitt, tvö og þrjú. En það er rétt að í aðalskipulaginu sem gildir til 2030 er gert ráð fyrir því að hér geti komið 500 íbúðir og reyndar hafa menn lengi horft til þessa svæðis. Það má segja að þetta sé risastórt bílastæði með slatta af byggingum. Ég held að tæplega 50 % svæðisins séu bílastæði,“ segir Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Hjálmar segir Skeifuna liggja frábærlega í borginni fyrir blandaða byggð og atvinnuhúsnæði. En það sé ekki sama hvernig hverfið verði skipulagt. „Hér er blómlegur business og þetta þarf að vera þannig að allir muni í einhverjum skilningi græða á þeirri uppbyggingu sem fer fram hérna. Og ég tel mikilvægt að þetta verði ekki eins og gert hefur verið víða í borginni að allt er rifið sem fyrir er, heldur að það sem er byggt nýtt verði prjónað inn í það sem fyrir er. Þannig að hérna verði íbúðasvæði. En hérna geti líka þær verslanir og skrifstofur sem fyrir eru haldið áfram að þrífast og stunda sín viðskipti,“ segir Hjálmar. Samstarfs- og skipulagshópurinn Hæg breytileg átt hafði löngu fyrir brunann sett fram hugmyndir um framtíðarskipulag Skeifunnar, þar sem m.a. er horft til Soho hverfisins í Lundúnum. Hjálmari lýst vel á hugmyndir hópsins. „Ég hef skoðað þetta svolítið og ég er eiginlega algerlega sammála öllum þeirra áherslupunktum. Þar er einmitt gert ráð fyrir að þetta verði ekki, ef til kemur, eitthvað blokkarhverfi, heldur einmitt þessi skemmtilega blanda af atvinnustarfsemi og íbúðum. Eins og er í þessu fræga Meat District hverfi á Manhattan og í Soho. Hér eru frábær tækifæri til að byggja upp slíkt hverfi,“ segir Hjálmar Sveinsson.
Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira