Innlent

Vonar að ný Skeifa verði fegurri en sú sem brennur

Frá vettvangi í kvöld. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir.
Frá vettvangi í kvöld. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir.
Óhætt er að segja að samfélagsmiðlar hafi logað í kvöld eftir að eldur kom upp í Skeifunni á áttunda tímanum í kvöld. Múgur og margmenni héldu í Skeifuna til að fylgjast með því sem fyrir augu bar en reykinn mátti sjá allt frá Reykjanesbæ upp á Akranes.

Fólk hefur deilt myndum og myndböndum frá brunanum í gríð og erg. Má ætla að sjaldan ef nokkurn tímann hafi augnablik í Íslandssögunni verið jafn vel skrásett og eldsvoðinn í kvöld. Margir hafa tjáð sig, á einn eða annan hátt, um brunann.

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna, segir að þótt súrt sé að segja það óski hún þess að ný Skeifa verði fegurri en sú sem nú brennur.

Gísli Marteinn Baldursson velti fyrir sér hvort ekki væri hægt að markaðssetja Skeifubrunann sem eldgos. Eldgosið í Eyjafjallajökli hafi gert góða hluti fyrir Íslendinga. Sjónvarpsmaðurinn dró síðar í land og sagðist sjá eftir því að hafa slegið á létta strengi í tengslum við brunann. Óskaði hann slökkviliðinu góðs gengis.

Fleiri tíst frá netverjum má sjá hér að neðan sem og myndbandið „Skeifan logar“ frá Mons.

Skeifan logar from Mons on Vimeo.


Tengdar fréttir

Mikill eldur í Skeifunni

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið kallað út vegna mikils elds sem logar í Skeifunni.

Eldurinn kviknaði í Þvottahúsi Fannar

"Það var unnið í þvottahúsinu í dag en enginn var við störf þegar eldurinn kom upp. Þar er náttúrulega mikill eldsmatur, þar sem við erum að þvo lín fyrir hótel og öldrunarheimili," segir Þorvarður Helgason, verkstjóri hjá Fönn.

„Við munum rísa úr öskunni fljótt“

Ingþór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Pennans, sem á og rekur verslunina Griffil, gengur út frá því að allt sé farið sem þar sé innandyra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×