Mikill eldur í Skeifunni Stefán Árni Pálsson skrifar 6. júlí 2014 20:33 visir/atli Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vinnur nú hörðum höndum að því að hindra útbreiðslu elds sem logar í skeifunni. Allt tiltækt lið slökkviliðsins var ræst út upp úr klukkan átta í kvöld. Starfsmaður Securitas, sem fréttamaður Vísis á svæðinu ræddi við, sagðist hafa verið fyrstur á svæðið. Fyrirtækinu hefði borist tilkynning um að öryggiskerfið hefði farið í gang í húsnæði efnalaugarinnar Fannar. Mikill svartur reykur liggur yfir borginni og sést hann vel um allt höfuðborgarsvæðið. Íbúar á Akranesi hafa einnig birt myndir ofan af Skaga þar sem svart reykskýið sést glögglega. Eldsupptökin voru í Efnalauginni Fönn en eldurinn hefur breiðst út um húsið. Reykkafarar hafa verið sendir inn í húsnæðið. Eldurinn er kominn yfir í húsnæði Rekstrarlands og Griffils sem eru fyrir aftan Rúmfatalagerinn. Það hús er að verða alelda. Þá ku veitingarstaðurinn Spice vera orðinn fullur af reyk en eldurinn mun ekki hafa náð þangað inn að svo stöddu. Slökkviliðið einbeitir sér fyrst og fremst að því að hefta útbreiðslu eldsins. Í Skeifunni 11 er staðsett, svo eitthvað sé nefnt, Efnalaugin Fönn, Rekstrarland, Miðstöð símenntunar, Húnvetningafélagið í Reykjavík, verslunirnar Víðir og Griffill og lögmannsstofa Magnúsar Jónssonar. Fleiri hundruð manns hafa safnast saman í Skeifunni að fylgjast með störfum slökkviliðs. Lögreglan og starfsmenn Securitas hafa girt af svæði svo slökkviliðið geti sinnt störfum sínum. Í samtali við Fréttastofu biðlar slökkviliðsmaður til fólks að halda sig frá svæðinu. Þarna séu mjög hættuleg efni í lofti og getur skapast töluverð hætta.Hreyfanleg stjórnstöð frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu er á leiðinni á svæðið þaðan sem lögregla og slökkvilið mun stýra aðgerðunum. Fleiri myndbönd eru neðst í fréttinni. Post by Ívar Þórir Daníelsson. Post by Halldór Sigurðsson. Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Sjá meira
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vinnur nú hörðum höndum að því að hindra útbreiðslu elds sem logar í skeifunni. Allt tiltækt lið slökkviliðsins var ræst út upp úr klukkan átta í kvöld. Starfsmaður Securitas, sem fréttamaður Vísis á svæðinu ræddi við, sagðist hafa verið fyrstur á svæðið. Fyrirtækinu hefði borist tilkynning um að öryggiskerfið hefði farið í gang í húsnæði efnalaugarinnar Fannar. Mikill svartur reykur liggur yfir borginni og sést hann vel um allt höfuðborgarsvæðið. Íbúar á Akranesi hafa einnig birt myndir ofan af Skaga þar sem svart reykskýið sést glögglega. Eldsupptökin voru í Efnalauginni Fönn en eldurinn hefur breiðst út um húsið. Reykkafarar hafa verið sendir inn í húsnæðið. Eldurinn er kominn yfir í húsnæði Rekstrarlands og Griffils sem eru fyrir aftan Rúmfatalagerinn. Það hús er að verða alelda. Þá ku veitingarstaðurinn Spice vera orðinn fullur af reyk en eldurinn mun ekki hafa náð þangað inn að svo stöddu. Slökkviliðið einbeitir sér fyrst og fremst að því að hefta útbreiðslu eldsins. Í Skeifunni 11 er staðsett, svo eitthvað sé nefnt, Efnalaugin Fönn, Rekstrarland, Miðstöð símenntunar, Húnvetningafélagið í Reykjavík, verslunirnar Víðir og Griffill og lögmannsstofa Magnúsar Jónssonar. Fleiri hundruð manns hafa safnast saman í Skeifunni að fylgjast með störfum slökkviliðs. Lögreglan og starfsmenn Securitas hafa girt af svæði svo slökkviliðið geti sinnt störfum sínum. Í samtali við Fréttastofu biðlar slökkviliðsmaður til fólks að halda sig frá svæðinu. Þarna séu mjög hættuleg efni í lofti og getur skapast töluverð hætta.Hreyfanleg stjórnstöð frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu er á leiðinni á svæðið þaðan sem lögregla og slökkvilið mun stýra aðgerðunum. Fleiri myndbönd eru neðst í fréttinni. Post by Ívar Þórir Daníelsson. Post by Halldór Sigurðsson.
Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Sjá meira