Grilluðu fyrir hetjurnar í Skeifunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. júlí 2014 13:09 Marteinn Geirsson, deildarstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, fékk gott faðmlag við komuna í Rekstrarland í dag. Vísir/Valli Rekstrarland bauð slökkviliðsmönnum, starfsfólki verslana í Skeifunni og öðrum sem komu að björgunaraðgerðum í brunanum í Skeifunni á sunnudagskvöldið í grillveilsu í hádeginu í dag. Á annað hundrað manns komu að björgunaraðgerðum sem stóðu langt fram á nótt. Búð Rekstrarlands í Skeifunni var ein þeirra sem verst varð úti í fyrrnefndum bruna. Gaskútar í búðinni sprungu með látum í brunanum en tökumaður Stöðvar 2 náði sprenginunum á myndband. Ný búð hefur verið opnuð í Mörkinni 4 þar sem grillað var í hádeginu í dag. Framkvæmdastjóri Rekstrarlands segir það kraftaverki næst að hægt hafi verið að opna verslunina að nýju á þetta skömmum tíma. Eyðileggingin sem blasti við starfsfólki Rekstrarlands eftir stórbruna í Skeifunni ellefu síðastliðinn sunnudag var algjör. Byggingin var rústin ein og og brunnin til kaldra kola. Samúel Guðmundsson, framkvæmdastjóri Rekstrarlands, telur að ef það væri ekki fyrir baráttuanda starfsfólksins og ómetanlegs stuðnings, þá hefði þetta líklega ekki tekist. „Baráttuandinn og gleðin hjá fólki hefur verið mjög mikil,“ segir Samúel. „Með öflugu starfsfólki sem er búið að vinna nánast allan sólarhringinn og allir sem við höfum leitað til hafa tekið mjög vel beiðni okkar um aðstoð.“ Nú hlýtur það að hafa verið hræðilegt að sjá sitt lifibrauð skyndilega fuðra upp. Geturðu líst þessari tilfinningu aðeins fyrir mér? „Hún var ekki góð. Ég var úti á landi þegar kviknaði í. Allt okkar starfsfólk mætti og horfði á brunann. Það leið engum vel þetta kvöld.“ Samúel segir að fundað hafi verið átta morguninn eftir brunann og tekin ákvörðun um að opna nýja búð. Ekkert hafi þó verið í hendi hvar hún skyldi vera. „Það eru margir búnir að vinna mjög mikið undanfarið til að þetta gangi eftir.“ Þvottahúsið Fönn heldur rekstri sínum jafnframt áfram, en upptök eldsins eru rakin þangað og er skrifstofa þeirra staðsett á annarri hæð í Skeifunni 11. Bruninn í Skeifunni ellefu er einn sá mesti í sögu Reykjavíkurborgar. Um 110 slökkviliðsmenn tóku þátt í aðgerðunnum og sjötíu björgunarsveitarmenn. Tæknideild lögreglu hefur lokið rannsókn á upptökum eldsins og verður skýrslu skilað á næstu dögum. Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, mætti í grillveisluna og tók þessar myndir.Vísir/ValliVísir/ValliVísir/ValliVísir/Valli Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Tengdar fréttir Rannsókn á brunanum í Skeifunni frestað Hætta er á að þverbitar í þeim byggingum sem brunnu séu ótryggir og hætta á að þeir geti hrunið. 8. júlí 2014 18:25 Tryggingarnar ná ekki yfir allt Gríðarlegt fjárhagslegt tjón varð í Skeifubrunanum á sunnudag. 9. júlí 2014 00:01 Tæknideild hefur lokið rannsókn í Skeifunni Deildin mun þó áfram fylgjast með hreinsun á svæðinu. 10. júlí 2014 17:12 Fönn þakkar slökkviliðsmönnum Þvottahúsið Fönn er nú þegar byrjað að þjónusta viðskiptavini sína þrátt fyrir áfallið sem fyrirtækið varð fyrir í brunanum í Skeifunni síðastliðinn sunnudag. 11. júlí 2014 10:36 Þurfti að brjóta niður grindverk við brunahana: "Þetta getur tafið okkur mikið“ Yfirmaður forvarnadeildar Slökkviliðsins minnir á mikilvægi brunahana. Í brunanum í Skeifunni var grindverk upp við einn brunahanann sem þurfti að brjóta niður. 9. júlí 2014 07:30 Frábær tækifæri til uppbyggingar í Skeifunni Formaður umhverfis- og skipulagsráðs segir að í Skeifunni gæti risið glæsilegt hverfi þar sem blandað væri saman viðskiptum og íbúðahúsnæði í anda Meat District á Manhattan og Soho í Lundúnum. 9. júlí 2014 20:00 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Fleiri fréttir Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Sjá meira
Rekstrarland bauð slökkviliðsmönnum, starfsfólki verslana í Skeifunni og öðrum sem komu að björgunaraðgerðum í brunanum í Skeifunni á sunnudagskvöldið í grillveilsu í hádeginu í dag. Á annað hundrað manns komu að björgunaraðgerðum sem stóðu langt fram á nótt. Búð Rekstrarlands í Skeifunni var ein þeirra sem verst varð úti í fyrrnefndum bruna. Gaskútar í búðinni sprungu með látum í brunanum en tökumaður Stöðvar 2 náði sprenginunum á myndband. Ný búð hefur verið opnuð í Mörkinni 4 þar sem grillað var í hádeginu í dag. Framkvæmdastjóri Rekstrarlands segir það kraftaverki næst að hægt hafi verið að opna verslunina að nýju á þetta skömmum tíma. Eyðileggingin sem blasti við starfsfólki Rekstrarlands eftir stórbruna í Skeifunni ellefu síðastliðinn sunnudag var algjör. Byggingin var rústin ein og og brunnin til kaldra kola. Samúel Guðmundsson, framkvæmdastjóri Rekstrarlands, telur að ef það væri ekki fyrir baráttuanda starfsfólksins og ómetanlegs stuðnings, þá hefði þetta líklega ekki tekist. „Baráttuandinn og gleðin hjá fólki hefur verið mjög mikil,“ segir Samúel. „Með öflugu starfsfólki sem er búið að vinna nánast allan sólarhringinn og allir sem við höfum leitað til hafa tekið mjög vel beiðni okkar um aðstoð.“ Nú hlýtur það að hafa verið hræðilegt að sjá sitt lifibrauð skyndilega fuðra upp. Geturðu líst þessari tilfinningu aðeins fyrir mér? „Hún var ekki góð. Ég var úti á landi þegar kviknaði í. Allt okkar starfsfólk mætti og horfði á brunann. Það leið engum vel þetta kvöld.“ Samúel segir að fundað hafi verið átta morguninn eftir brunann og tekin ákvörðun um að opna nýja búð. Ekkert hafi þó verið í hendi hvar hún skyldi vera. „Það eru margir búnir að vinna mjög mikið undanfarið til að þetta gangi eftir.“ Þvottahúsið Fönn heldur rekstri sínum jafnframt áfram, en upptök eldsins eru rakin þangað og er skrifstofa þeirra staðsett á annarri hæð í Skeifunni 11. Bruninn í Skeifunni ellefu er einn sá mesti í sögu Reykjavíkurborgar. Um 110 slökkviliðsmenn tóku þátt í aðgerðunnum og sjötíu björgunarsveitarmenn. Tæknideild lögreglu hefur lokið rannsókn á upptökum eldsins og verður skýrslu skilað á næstu dögum. Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, mætti í grillveisluna og tók þessar myndir.Vísir/ValliVísir/ValliVísir/ValliVísir/Valli
Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Tengdar fréttir Rannsókn á brunanum í Skeifunni frestað Hætta er á að þverbitar í þeim byggingum sem brunnu séu ótryggir og hætta á að þeir geti hrunið. 8. júlí 2014 18:25 Tryggingarnar ná ekki yfir allt Gríðarlegt fjárhagslegt tjón varð í Skeifubrunanum á sunnudag. 9. júlí 2014 00:01 Tæknideild hefur lokið rannsókn í Skeifunni Deildin mun þó áfram fylgjast með hreinsun á svæðinu. 10. júlí 2014 17:12 Fönn þakkar slökkviliðsmönnum Þvottahúsið Fönn er nú þegar byrjað að þjónusta viðskiptavini sína þrátt fyrir áfallið sem fyrirtækið varð fyrir í brunanum í Skeifunni síðastliðinn sunnudag. 11. júlí 2014 10:36 Þurfti að brjóta niður grindverk við brunahana: "Þetta getur tafið okkur mikið“ Yfirmaður forvarnadeildar Slökkviliðsins minnir á mikilvægi brunahana. Í brunanum í Skeifunni var grindverk upp við einn brunahanann sem þurfti að brjóta niður. 9. júlí 2014 07:30 Frábær tækifæri til uppbyggingar í Skeifunni Formaður umhverfis- og skipulagsráðs segir að í Skeifunni gæti risið glæsilegt hverfi þar sem blandað væri saman viðskiptum og íbúðahúsnæði í anda Meat District á Manhattan og Soho í Lundúnum. 9. júlí 2014 20:00 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Fleiri fréttir Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Sjá meira
Rannsókn á brunanum í Skeifunni frestað Hætta er á að þverbitar í þeim byggingum sem brunnu séu ótryggir og hætta á að þeir geti hrunið. 8. júlí 2014 18:25
Tryggingarnar ná ekki yfir allt Gríðarlegt fjárhagslegt tjón varð í Skeifubrunanum á sunnudag. 9. júlí 2014 00:01
Tæknideild hefur lokið rannsókn í Skeifunni Deildin mun þó áfram fylgjast með hreinsun á svæðinu. 10. júlí 2014 17:12
Fönn þakkar slökkviliðsmönnum Þvottahúsið Fönn er nú þegar byrjað að þjónusta viðskiptavini sína þrátt fyrir áfallið sem fyrirtækið varð fyrir í brunanum í Skeifunni síðastliðinn sunnudag. 11. júlí 2014 10:36
Þurfti að brjóta niður grindverk við brunahana: "Þetta getur tafið okkur mikið“ Yfirmaður forvarnadeildar Slökkviliðsins minnir á mikilvægi brunahana. Í brunanum í Skeifunni var grindverk upp við einn brunahanann sem þurfti að brjóta niður. 9. júlí 2014 07:30
Frábær tækifæri til uppbyggingar í Skeifunni Formaður umhverfis- og skipulagsráðs segir að í Skeifunni gæti risið glæsilegt hverfi þar sem blandað væri saman viðskiptum og íbúðahúsnæði í anda Meat District á Manhattan og Soho í Lundúnum. 9. júlí 2014 20:00