Innlent

Griffill opnar skiptibókamarkað í Laugardalshöll

Randver Kári Randversson skrifar
Tjón Griffils var gríðarlegt í stórbrunanum í Skeifunni fyrr í mánuðinum.
Tjón Griffils var gríðarlegt í stórbrunanum í Skeifunni fyrr í mánuðinum. Vísir/Daníel
Ákveðið hefur verið að opna skóla- og skiptabókamarkað Griffills í Laugardalshöll á morgun.

Byrjað verður með látum í móttöku skiptibóka og verður greiddur bónus fyrir hverja skiptbók sem tekið verður á móti fram að verslunarmannahelgi.

„Við skoðuðum málið og niðurstaðan var sú að við opnum skólamarkaðinn okkar í Laugardalshöllinni og hefjumst handa við móttöku notaðra skólabóka strax á morgun,“ segir Ingþór Ásgeirsson, hjá Griffli.

Hægt verður að nálgast lista yfir skiptibækur á heimasíðu Griffils og á Facebook. Eins og áður sagði hefst móttaka skiptibóka á morgun klukkan 13:00 og skólamarkaður Griffils opnar svo formlega 7. ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×