Hanna Birna svarar umboðsmanni 9. september 2014 17:52 Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra. vísir/daníel Hanna Birna Kristjánsdóttir svaraði í dag bréfi Tryggva Gunnarssonar, umboðsmanns Alþingis, sem hann sendi henni þegar hann tilkynnti að hann myndi hefja formlega athugun á samskiptum hennar við Stefán Eiríksson lögreglustjóra. Í svari sínu segir Hanna Birna að það séu meginatriði þessa máls og það sem mestu skipti að Stefán hafi ekki verið stjórnandi umræddrar rannsóknar. „Hann tók ekki ákvörðun um rannsóknina, stjórnaði henni ekki, tók ekki einstakar ákvarðanir um aðgerðir og hafði ekki afskipti af henni frá degi til dags. Þessar ákvarðanir voru í höndum ríkissaksóknara (R) sem bar ábyrgð á rannsókninni,“ segir Hanna Birna. Þá segir Hanna Birna að í bréfi umboðsmanns sé fjallað ítarlega um lýsingu lögreglustjórans á samskiptum við ráðherra Hanna Birna segist ekki ætla og geti ekki stöðu sinnar vegna haft opinberlega orðrétt eftir samskipti sín við embættismenn, en geti hins vegar fullyrt að upplifun hennar af þessum samtölum við Stefán hafi ekki verið í samræmi við þá mynd sem dregin er upp í bréfi Umboðsmanns Alþingis. Samskiptin hafi fyrst og fremst snúist um að bera undir Stefán hvað væri eðlilegt ferli almennt í slíkum rannsóknum og hvernig öryggi rannsóknargagna væri almennt tryggt. Hanna Birna segist hafa gert það sem hún gat til að greiða fyrir rannsókninni. Hún hafi fengið þær upplýsingar í byrjun að rannsóknin myndi taka um tvær vikur eða svo, en ekki rúmlega hálft ár. „Engar viðhlítandi skýringar hafa fengist á því hvers vegna þessi tiltölulega einfalda rannsókn tók svo langan tíma og varð svo umfangsmikil sem raun ber vitni,“ segir Hanna Birna. Þá segir Hanna Birna að ekki hafi verið tilefni fyrir ráðherra að víkja úr embætti við upphaf rannsóknarinnar, ekki síst í því ljósi að ákvörðun ríkissaksóknara um fyrirkomulag rannsóknarinnar tryggði sjálfstæði gagnvart ráðuneytinu. Hún hafi með öðrum orðum ekki farið með neinar þær stjórnunar- eða eftirlitsheimildir í málinu sem kölluðu á að hún viki sæti. Tilefni til þess hafi heldur ekki myndast síðar, enda hafi ekki falist í samtölum hennar við Stefán nokkur afskipti af rannsókninni. Hún ítrekar að hún hafi talið sig allan tímann standa rétt að verki, sem og aðra í ráðuneytinu, L og öðrum sem hlut eiga að máli.Bréfið í heild sinni má lesa hér. Alþingi Lekamálið Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir svaraði í dag bréfi Tryggva Gunnarssonar, umboðsmanns Alþingis, sem hann sendi henni þegar hann tilkynnti að hann myndi hefja formlega athugun á samskiptum hennar við Stefán Eiríksson lögreglustjóra. Í svari sínu segir Hanna Birna að það séu meginatriði þessa máls og það sem mestu skipti að Stefán hafi ekki verið stjórnandi umræddrar rannsóknar. „Hann tók ekki ákvörðun um rannsóknina, stjórnaði henni ekki, tók ekki einstakar ákvarðanir um aðgerðir og hafði ekki afskipti af henni frá degi til dags. Þessar ákvarðanir voru í höndum ríkissaksóknara (R) sem bar ábyrgð á rannsókninni,“ segir Hanna Birna. Þá segir Hanna Birna að í bréfi umboðsmanns sé fjallað ítarlega um lýsingu lögreglustjórans á samskiptum við ráðherra Hanna Birna segist ekki ætla og geti ekki stöðu sinnar vegna haft opinberlega orðrétt eftir samskipti sín við embættismenn, en geti hins vegar fullyrt að upplifun hennar af þessum samtölum við Stefán hafi ekki verið í samræmi við þá mynd sem dregin er upp í bréfi Umboðsmanns Alþingis. Samskiptin hafi fyrst og fremst snúist um að bera undir Stefán hvað væri eðlilegt ferli almennt í slíkum rannsóknum og hvernig öryggi rannsóknargagna væri almennt tryggt. Hanna Birna segist hafa gert það sem hún gat til að greiða fyrir rannsókninni. Hún hafi fengið þær upplýsingar í byrjun að rannsóknin myndi taka um tvær vikur eða svo, en ekki rúmlega hálft ár. „Engar viðhlítandi skýringar hafa fengist á því hvers vegna þessi tiltölulega einfalda rannsókn tók svo langan tíma og varð svo umfangsmikil sem raun ber vitni,“ segir Hanna Birna. Þá segir Hanna Birna að ekki hafi verið tilefni fyrir ráðherra að víkja úr embætti við upphaf rannsóknarinnar, ekki síst í því ljósi að ákvörðun ríkissaksóknara um fyrirkomulag rannsóknarinnar tryggði sjálfstæði gagnvart ráðuneytinu. Hún hafi með öðrum orðum ekki farið með neinar þær stjórnunar- eða eftirlitsheimildir í málinu sem kölluðu á að hún viki sæti. Tilefni til þess hafi heldur ekki myndast síðar, enda hafi ekki falist í samtölum hennar við Stefán nokkur afskipti af rannsókninni. Hún ítrekar að hún hafi talið sig allan tímann standa rétt að verki, sem og aðra í ráðuneytinu, L og öðrum sem hlut eiga að máli.Bréfið í heild sinni má lesa hér.
Alþingi Lekamálið Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira