Framlag til Háskóla Íslands hækkar Atli Ísleifsson skrifar 9. september 2014 16:00 Vísir/Anton Brink Framlag til Háskóla Íslands hækka um rúman hálfan milljarð samanborið við fjárlög síðasta árs. Í fjárlagafrumvarpinu er lagt til að framlag til skólans hækki um 43,5 milljónir króna að frátöldum launa- og verðlagshækkunum sem nema 467,5 milljónum króna því til viðbótar. Alls nemur framlag til Háskóla Íslands því 12.962,3 milljónir króna árið 2015, samanborið við 12.451,3 milljónir árið 2014. „Í fyrsta lagi er lagt til að framlag til skólans hækki um 302,4 m.kr. vegna breytinga á verði reikniflokka í reiknilíkani. Breytingarnar eru hluti af áformum um að styrkja rekstrargrunn skólans í áföngum á næstu árum með því að hækka framlag með hverjum nemanda. Í öðru lagi er lagt til að framlag til skólans lækki um 152,8 m.kr. vegna aðhaldsaðgerða ríkisstjórnarinnar í ríkisfjármálum. Í þriðja lagi er lagt til að tímabundin fjárheimild vegna byggingar Húss Vigdísar Finnbogadóttur, 75 m.kr. árið 2014, falli niður. Með niðurfellingu fjárheimildarinnar lýkur ríkissjóður þriggja ára áætlun um framlög til hússins, en þau urðu samtals 200 m.kr., 50 m.kr. árið 2012, 75 m.kr. árið 2013 og 75 m.kr. árið 2014. Í fjórða lagi er lagt til að 35 m.kr. tímabundin fjárheimild vegna tækjakaupa fyrir Jarðvísindastofnun falli niður. Í fimmta lagi er áætlað að bæði ríkistekjur af skrásetningagjaldi og útgjöld sem þeim er ætlað að standa undir hækki um 15,1 m.kr. vegna 3.500 fleiri reiknaðra ársnemenda en lagðir eru til grundvallar kennsluframlagi. Breytingin hefur ekki áhrif á afkomu ríkissjóðs. Í sjötta og síðasta lagi er lagt til að framlag til skólans lækki um 11,2 m.kr. í samræmi við niðurstöðu útreikninga sem byggjast á fjölda ársnemenda og brautskráninga,“ segir í frumvarpinu. Þá er einnig lagt til að framlög til Tilraunastöðvar Háskóla Íslands að Keldum hækki um 14,3 milljónir króna að frátöldum launa- og verðlagshækkunum sem nema 7,9 milljónir króna. Er gert ráð fyrir að heildarframlagið verði 233,2 milljónir króna árið 2015.Aðrir háskólarFramlög til Háskólans á Akureyri hækka um 91,5 milljónir króna, úr 1.588 milljónum króna árið 2014 í 1.679,5 milljónir árið 2015. Framlög til Háskólans í Reykjavík hækka um 129,4 milljónir króna, úr 2.203,6 milljónum króna árið 2014 í 2.333 milljónir árið 2015. Framlög til Háskólans á Bifröst hækka um 13,7 milljónir króna, úr 284 milljónum króna árið 2014 í 297,6 milljónir árið 2015. Tekið skal fram að tölurnar fyrir aðra háskóla eru ekki að frátöldum launa- og verðlagshækkunum. Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin Sjá meira
Framlag til Háskóla Íslands hækka um rúman hálfan milljarð samanborið við fjárlög síðasta árs. Í fjárlagafrumvarpinu er lagt til að framlag til skólans hækki um 43,5 milljónir króna að frátöldum launa- og verðlagshækkunum sem nema 467,5 milljónum króna því til viðbótar. Alls nemur framlag til Háskóla Íslands því 12.962,3 milljónir króna árið 2015, samanborið við 12.451,3 milljónir árið 2014. „Í fyrsta lagi er lagt til að framlag til skólans hækki um 302,4 m.kr. vegna breytinga á verði reikniflokka í reiknilíkani. Breytingarnar eru hluti af áformum um að styrkja rekstrargrunn skólans í áföngum á næstu árum með því að hækka framlag með hverjum nemanda. Í öðru lagi er lagt til að framlag til skólans lækki um 152,8 m.kr. vegna aðhaldsaðgerða ríkisstjórnarinnar í ríkisfjármálum. Í þriðja lagi er lagt til að tímabundin fjárheimild vegna byggingar Húss Vigdísar Finnbogadóttur, 75 m.kr. árið 2014, falli niður. Með niðurfellingu fjárheimildarinnar lýkur ríkissjóður þriggja ára áætlun um framlög til hússins, en þau urðu samtals 200 m.kr., 50 m.kr. árið 2012, 75 m.kr. árið 2013 og 75 m.kr. árið 2014. Í fjórða lagi er lagt til að 35 m.kr. tímabundin fjárheimild vegna tækjakaupa fyrir Jarðvísindastofnun falli niður. Í fimmta lagi er áætlað að bæði ríkistekjur af skrásetningagjaldi og útgjöld sem þeim er ætlað að standa undir hækki um 15,1 m.kr. vegna 3.500 fleiri reiknaðra ársnemenda en lagðir eru til grundvallar kennsluframlagi. Breytingin hefur ekki áhrif á afkomu ríkissjóðs. Í sjötta og síðasta lagi er lagt til að framlag til skólans lækki um 11,2 m.kr. í samræmi við niðurstöðu útreikninga sem byggjast á fjölda ársnemenda og brautskráninga,“ segir í frumvarpinu. Þá er einnig lagt til að framlög til Tilraunastöðvar Háskóla Íslands að Keldum hækki um 14,3 milljónir króna að frátöldum launa- og verðlagshækkunum sem nema 7,9 milljónir króna. Er gert ráð fyrir að heildarframlagið verði 233,2 milljónir króna árið 2015.Aðrir háskólarFramlög til Háskólans á Akureyri hækka um 91,5 milljónir króna, úr 1.588 milljónum króna árið 2014 í 1.679,5 milljónir árið 2015. Framlög til Háskólans í Reykjavík hækka um 129,4 milljónir króna, úr 2.203,6 milljónum króna árið 2014 í 2.333 milljónir árið 2015. Framlög til Háskólans á Bifröst hækka um 13,7 milljónir króna, úr 284 milljónum króna árið 2014 í 297,6 milljónir árið 2015. Tekið skal fram að tölurnar fyrir aðra háskóla eru ekki að frátöldum launa- og verðlagshækkunum.
Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin Sjá meira