Innlent

Útvarpsgjald lækkar á næsta ári

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Fjárhagsstaða RÚV verði tekin til nánari skoðunar í haust í ljósi breyttra áætlana og forsenda.
Fjárhagsstaða RÚV verði tekin til nánari skoðunar í haust í ljósi breyttra áætlana og forsenda. Vísir/GVA
Þann 1. janúar 2015 tekur gildi lagabreyting um lækkun útvarpsgjalds sem samþykkt var á Alþingi í lok árs 2013.

Gjaldið fer úr 19.400 krónum í 17.800 krónur, og lækkar svo enn frekar í janúar 2016 þegar það verður 16.400 krónur.

Samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs verða tekjur ríkisins vegna útvarpsgjaldsins 300 milljónum króna lægri en þær eru nú.

Lækkunin hefur ekki áhrif á framlög til Ríkisútvarpsins sem fær 3,5 milljarða samkvæmt frumvarpinu. Það er 119 milljónum krónum meira en á þessu ári, en hækkunin er tilkomin vegna verðlags-og launabreytinga.

Fram kemur í greinargerð með frumvarpinu að fjárhagsstaða RÚV verði tekin til nánari skoðunar í haust í ljósi breyttra áætlana og forsenda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×