Innlent

Forystufólk í beinni í Íslandi í dag

Formenn og forystufólk allra flokka mættu í beina útsendingu Íslands í dag frá Alþingi í kvöld til að ræða helstu átakalínur fjárlagafrumvarpsins.

Forystumenn stjórnmálaflokkanna sitja fyrir svörum um fjárlagafrumvarpið hjá Heimir Má Péturssyni fréttamanni í Íslandi í dag.

Farið var yfir helstu ágreiningsefni frumvarpsins en þar ber hæst fyrirhuguð breyting á virðisaukaskatti. En samkvæmt frumvarpinu á einnig að afnema almenn vörugjöld og framlög til ýmissa stofnana, eins og Landhelgisgæslunnar, Sérstaks saksóknara og Vinnumálastofnunar verða skert.

Þau sem mættu í beina útsendingu íslands í dag frá Alþingi eru Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar, Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna, Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar, Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar og Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata.

Þáttinn má sjá í heild sinni hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×