Landspítalinn leitar að fólki í viðbragðsteymi vegna ebólu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. október 2014 13:06 "Það er ekkert óeðlilegt að fólk þurfi að átta sig á því hvað þetta innifelur áður en það er tilbúið til að segja afdráttarlaust já.“ vísir/gva/afp Skipað hefur verið viðbragðsteymi á Landspítalanum ef ske kynni að ebólusmitaður einstaklingur kæmi hingað til lands. Teymið er ekki fullskipað og leitar Landspítalinn að fólki til að taka þátt í verkefninu. Nokkrir smitsjúkdómalæknar og gjörgæslulæknar taka þátt en líkt og greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hefur það reynst erfitt að fá hjúkrunarstarfsfólk í verkefnið. Tuttugu manns þarf í teymið en að sögn yfirlæknis sýkingavarnadeildar eru tæplega tíu manns sem nú taka þátt í verkefninu. „Þetta er auðvitað verkefni sem er dálítið öðruvísi en venjulegt starf og það er ekkert óeðlilegt að fólk þurfi að átta sig á því hvað þetta innifelur áður en það er tilbúið til að segja afdráttarlaust já,“ segir Ólafur Guðgeirsson, yfirlæknir sýkingavarnadeildar. Hann segir unnið hafi verið að viðbragðsáætlun síðan í júlí. „Fyrstu meðlimir í verkefninu hafa verið í þessu frá því í júlí og erum búin að vinna að þessu jafnt og þétt síðan þá. Það eru ekki nema tíu mínútur síðan nýr aðili bættist inn í hópinn.“ Starfsfólk Landspítalans hefur sótt fræðslunámskeið að undanförnu í samráði við Almannavarnir ríkislögreglustjóra og Landspítalans og gerð hefur verið áætlun um að þjálfa starfsfólk. Fari svo að viðbragðsáætlun verði sett í gang verður bráðalækningadeild spítalans, A2, lokað og reistur verður veggur svo hægt verði að einangra deildina algjörlega. Hann telur þó litlar líkur á að smit berist hingað til lands, en vissulega séu líkurnar til staðar. Bryndís Sigurðardóttir sagði í kvöldfréttum í gær að Ísland væri verr undirbúið fyrir ebólu en samanburðarlönd, til að mynda stóra Háskólaspítala á Norðurlöndum eða í Bandaríkjunum þar sem eru sérhæfðar einangrunarmiðstöðvar. Hún hefur þó litlar áhyggjur af útbreiðslu veirunnar hér á landi. Veiran er sögð sú skæðasta í sögunni og hefur lagt þúsundir að velli. Þá eru hátt í tíu þúsund smitaðir en fyrsti Norðurlandabúinn, norsk hjúkrunarkona, greindist með veiruna á dögunum. Ebóla Tengdar fréttir Ísland verr undirbúið fyrir ebólu en samanburðarlöndin Ekki er sjálfgefið að heilbrigðisstarfsfólk vilji sinna smituðum. Þetta segir settur yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. 8. október 2014 20:00 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjá meira
Skipað hefur verið viðbragðsteymi á Landspítalanum ef ske kynni að ebólusmitaður einstaklingur kæmi hingað til lands. Teymið er ekki fullskipað og leitar Landspítalinn að fólki til að taka þátt í verkefninu. Nokkrir smitsjúkdómalæknar og gjörgæslulæknar taka þátt en líkt og greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hefur það reynst erfitt að fá hjúkrunarstarfsfólk í verkefnið. Tuttugu manns þarf í teymið en að sögn yfirlæknis sýkingavarnadeildar eru tæplega tíu manns sem nú taka þátt í verkefninu. „Þetta er auðvitað verkefni sem er dálítið öðruvísi en venjulegt starf og það er ekkert óeðlilegt að fólk þurfi að átta sig á því hvað þetta innifelur áður en það er tilbúið til að segja afdráttarlaust já,“ segir Ólafur Guðgeirsson, yfirlæknir sýkingavarnadeildar. Hann segir unnið hafi verið að viðbragðsáætlun síðan í júlí. „Fyrstu meðlimir í verkefninu hafa verið í þessu frá því í júlí og erum búin að vinna að þessu jafnt og þétt síðan þá. Það eru ekki nema tíu mínútur síðan nýr aðili bættist inn í hópinn.“ Starfsfólk Landspítalans hefur sótt fræðslunámskeið að undanförnu í samráði við Almannavarnir ríkislögreglustjóra og Landspítalans og gerð hefur verið áætlun um að þjálfa starfsfólk. Fari svo að viðbragðsáætlun verði sett í gang verður bráðalækningadeild spítalans, A2, lokað og reistur verður veggur svo hægt verði að einangra deildina algjörlega. Hann telur þó litlar líkur á að smit berist hingað til lands, en vissulega séu líkurnar til staðar. Bryndís Sigurðardóttir sagði í kvöldfréttum í gær að Ísland væri verr undirbúið fyrir ebólu en samanburðarlönd, til að mynda stóra Háskólaspítala á Norðurlöndum eða í Bandaríkjunum þar sem eru sérhæfðar einangrunarmiðstöðvar. Hún hefur þó litlar áhyggjur af útbreiðslu veirunnar hér á landi. Veiran er sögð sú skæðasta í sögunni og hefur lagt þúsundir að velli. Þá eru hátt í tíu þúsund smitaðir en fyrsti Norðurlandabúinn, norsk hjúkrunarkona, greindist með veiruna á dögunum.
Ebóla Tengdar fréttir Ísland verr undirbúið fyrir ebólu en samanburðarlöndin Ekki er sjálfgefið að heilbrigðisstarfsfólk vilji sinna smituðum. Þetta segir settur yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. 8. október 2014 20:00 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjá meira
Ísland verr undirbúið fyrir ebólu en samanburðarlöndin Ekki er sjálfgefið að heilbrigðisstarfsfólk vilji sinna smituðum. Þetta segir settur yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. 8. október 2014 20:00