Jeppe: Ég vil líka fá gullmedalíu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. október 2014 18:27 Vísir/Ernir Jeppe Hansen er staddur hér á landi til að fylgjast með sínu gömlu félögum í Stjörnunni leika gegn FH í lokaumferð Pepsi-deildar karla á morgun. Jeppe kom til Stjörnunnar í upphafi tímabilsins og setti sterkan svip á deildina. Hann skoraði sex mörk í níu leikjum áður en hann gerði tveggja ára samning við Fredericia í júlí. Nú er hann kominn aftur en hann fékk leyfi til að skella sér hingað til lands til að horfa á leikinn mikilvæga - og heimsækja kærustu sína en hún heitir Anna María Baldursdóttir og leikur með Stjörnunni. „Það var gott að geta sameinað þetta tvennt,“ sagði hann en Jeppe gat reyndar lítið tekið þátt í æfingunni í dag þar sem hann á við meiðsli að stríða. Hann neitar því ekki að honum hafi fundist leitt að fara frá Íslandi þegar að því kom. Tímabilið hefur verið ævintýri líkast í Garðabænum en auk titilbaráttunnar náði liðið frábærum árangri í forkeppni Evrópudeildar UEFA þar sem Stjörnumenn féllu að lokum út eftir tap gegn stórliði Inter frá Ítalíu. „Ég stóð mig vel í síðustu leikjunum og mér var farið að líka afar vel við að búa á Íslandi. Ég var þó ánægður með að fá samning heima og fannst fínt að komast heim. En um leið fannst mér leitt að fara frá Íslandi.“Jeppe í leik með Stjörnunni í sumar.Vísir/ValliHann viðurkennir að honum hafi stundum þótt erfitt að fylgjast með afrekum Stjörnunnar úr fjarlægð. „Ég varð örlítið öfundsjúkur. Það voru nokkrir stórir leikir sem ég hefði viljað taka þátt í. En leikurinn er sá morgun sem ég hefði helst ekki viljað missa af. Það er auðvitað risastórt að spila gegn Inter en strákarnir fá nú tækifæri til að vinna titilinn og komast í sögubækurnar.“ Jeppe hefur fylgst afar vel með leikjum Stjörnunnar og séð upptökur af þeim flestum í tölvunni heima í stofu. „Ég hef líka séð nokkra leiki með FH-ingum og þeir eru með sterkt lið. Maður hefur það alltaf á tilfinningunni að þeir munu vinna sína leiki.“ „En það er aldrei að vita. Ég vonast auðvitað eftir sigri minna manna. Ég giska á 2-1 sigur.“ Hansen ætlar að fylgjast með úr stúkunni en mun svo fagna með félögunum sínum niðri á velli ef Stjarnan verður meistari. „Ég verð á vellinum þegar við fáum gullmedalíuna. Ég vil að sjálfsögðu líka fá medalíu,“ sagði hann og hló. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Jeppe Hansen samdi við Fredericia Jeppe Hansen mun yfirgefa herbúðir Stjörnunnar þegar samningur hans við Stjörnuna rennur út um mánaðamótin. 16. júní 2014 09:27 Góður kostur að koma til Íslands Henryk Bödker lýsir í ítarlegu viðtali við danska fjölmiðla kostum þess að spila í Pepsi-deildinni. 16. júlí 2014 12:15 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fram - Stjarnan 1-2 | Jeppe kveður með stæl Stjarnan vann magnaðan sigur á Fram, 2-1, í Pepsi-deild karla í kvöld. 27. júní 2014 11:52 Danskur sóknarmaður semur við Stjörnuna Stjarnan hefur fundið frekari liðsstyrk fyrir átökin í Pepsi-deild karla í fótbolta en félagið hefur samið við 25 ára gamla Dana. 7. maí 2014 08:14 Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira
Jeppe Hansen er staddur hér á landi til að fylgjast með sínu gömlu félögum í Stjörnunni leika gegn FH í lokaumferð Pepsi-deildar karla á morgun. Jeppe kom til Stjörnunnar í upphafi tímabilsins og setti sterkan svip á deildina. Hann skoraði sex mörk í níu leikjum áður en hann gerði tveggja ára samning við Fredericia í júlí. Nú er hann kominn aftur en hann fékk leyfi til að skella sér hingað til lands til að horfa á leikinn mikilvæga - og heimsækja kærustu sína en hún heitir Anna María Baldursdóttir og leikur með Stjörnunni. „Það var gott að geta sameinað þetta tvennt,“ sagði hann en Jeppe gat reyndar lítið tekið þátt í æfingunni í dag þar sem hann á við meiðsli að stríða. Hann neitar því ekki að honum hafi fundist leitt að fara frá Íslandi þegar að því kom. Tímabilið hefur verið ævintýri líkast í Garðabænum en auk titilbaráttunnar náði liðið frábærum árangri í forkeppni Evrópudeildar UEFA þar sem Stjörnumenn féllu að lokum út eftir tap gegn stórliði Inter frá Ítalíu. „Ég stóð mig vel í síðustu leikjunum og mér var farið að líka afar vel við að búa á Íslandi. Ég var þó ánægður með að fá samning heima og fannst fínt að komast heim. En um leið fannst mér leitt að fara frá Íslandi.“Jeppe í leik með Stjörnunni í sumar.Vísir/ValliHann viðurkennir að honum hafi stundum þótt erfitt að fylgjast með afrekum Stjörnunnar úr fjarlægð. „Ég varð örlítið öfundsjúkur. Það voru nokkrir stórir leikir sem ég hefði viljað taka þátt í. En leikurinn er sá morgun sem ég hefði helst ekki viljað missa af. Það er auðvitað risastórt að spila gegn Inter en strákarnir fá nú tækifæri til að vinna titilinn og komast í sögubækurnar.“ Jeppe hefur fylgst afar vel með leikjum Stjörnunnar og séð upptökur af þeim flestum í tölvunni heima í stofu. „Ég hef líka séð nokkra leiki með FH-ingum og þeir eru með sterkt lið. Maður hefur það alltaf á tilfinningunni að þeir munu vinna sína leiki.“ „En það er aldrei að vita. Ég vonast auðvitað eftir sigri minna manna. Ég giska á 2-1 sigur.“ Hansen ætlar að fylgjast með úr stúkunni en mun svo fagna með félögunum sínum niðri á velli ef Stjarnan verður meistari. „Ég verð á vellinum þegar við fáum gullmedalíuna. Ég vil að sjálfsögðu líka fá medalíu,“ sagði hann og hló.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Jeppe Hansen samdi við Fredericia Jeppe Hansen mun yfirgefa herbúðir Stjörnunnar þegar samningur hans við Stjörnuna rennur út um mánaðamótin. 16. júní 2014 09:27 Góður kostur að koma til Íslands Henryk Bödker lýsir í ítarlegu viðtali við danska fjölmiðla kostum þess að spila í Pepsi-deildinni. 16. júlí 2014 12:15 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fram - Stjarnan 1-2 | Jeppe kveður með stæl Stjarnan vann magnaðan sigur á Fram, 2-1, í Pepsi-deild karla í kvöld. 27. júní 2014 11:52 Danskur sóknarmaður semur við Stjörnuna Stjarnan hefur fundið frekari liðsstyrk fyrir átökin í Pepsi-deild karla í fótbolta en félagið hefur samið við 25 ára gamla Dana. 7. maí 2014 08:14 Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira
Jeppe Hansen samdi við Fredericia Jeppe Hansen mun yfirgefa herbúðir Stjörnunnar þegar samningur hans við Stjörnuna rennur út um mánaðamótin. 16. júní 2014 09:27
Góður kostur að koma til Íslands Henryk Bödker lýsir í ítarlegu viðtali við danska fjölmiðla kostum þess að spila í Pepsi-deildinni. 16. júlí 2014 12:15
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fram - Stjarnan 1-2 | Jeppe kveður með stæl Stjarnan vann magnaðan sigur á Fram, 2-1, í Pepsi-deild karla í kvöld. 27. júní 2014 11:52
Danskur sóknarmaður semur við Stjörnuna Stjarnan hefur fundið frekari liðsstyrk fyrir átökin í Pepsi-deild karla í fótbolta en félagið hefur samið við 25 ára gamla Dana. 7. maí 2014 08:14