„Sagði að ég væri morðingi af því að ég var að selja eiturlyf“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. október 2014 21:42 Barnungur systursonur fanga sem situr á Litla-Hrauni þótti ekki æskilegur gestur í afmælisveislu vinar síns vegna brota frænda síns. Ágúst Georg Csillag var árið 2012 dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl en hann var gestur Lóu Pind í öðrum þætti Bresta sem sýndur var á Stöð 2 í kvöld. „Það var ein mamman sem sagði að ég væri morðingi af því að ég var að selja eiturlyf og að fólk væri að deyja af eiturlyfjum,“ sagði Ágúst, sem kýs að láta kalla sig Áka. Áki, sem er 22 ára, leiddist ungur inn í heim fíkniefna og afbrota en tólf ára gamall byrjaði hann að reykja hass. Hann reykti síðustu jónuna í Danmörku árið 2012, rétt áður en hann var handtekinn og sendur í meðferð. Hann segist aldrei ætla aftur í meðferð. „Maður fer á nokkra fundi og þarf að tala um tilfinningar sínar. Ég nenni því ekki. Og þú veist ekki hvort þú getir treyst liðinu þarna inni. Ég hef brennt mig á þessu.“ Áki er bæði í námi og vinnu á Litla-Hrauni en segir stærstu áskorun tilverunnar vera að fá tímann til að líða. Þá segir hann réttindi fanga of lítil og telur fangelsi á Íslandi langt á eftir sínum samtíma. „Þegar ég kom hingað fyrst þá fékk ég ekki einu sinni öskubakka. Ég þurfti að aska í flösku eins og róni,“ segir Áki. „Það vantar alla umbun. Til dæmis í Frakklandi geta fangar fengið gæludýr. Gullfisk eða páfagauk. “ Kynferðisbrotamenn eru að hans sögn neðst í fæðukeðjunni en segir hann þeim umbunað um of í fangelsinu. Þeir fái forgang í verslun, líkamsrækt og alla þá þjónustu sem föngum er boðið upp á. „Það þarf að níðast á barni til að fá réttindi í þessu fangelsi.“ Ágúst var ákærður fyrir að hafa árið 2011 tekið þátt í að skipuleggja og smygla ekki minna en 27 kílóum af amfetamíni frá Hollandi til Danmerkur, og aftur árið 2012 en þá nærri 22 kílóum af amfetamíni. Auk þess var hann ákærður fyrir að hafa um 2000 e töflur í fórum sínum. Síðastliðið haust var hann svo dæmdur, ásamt fleiri Íslendingum, í 10 ára fangelsi og gerður brottrækur frá Danmörku. Stutt brot úr þættinum má sjá hér fyrir ofan. Brestir Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Fleiri fréttir Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sjá meira
Barnungur systursonur fanga sem situr á Litla-Hrauni þótti ekki æskilegur gestur í afmælisveislu vinar síns vegna brota frænda síns. Ágúst Georg Csillag var árið 2012 dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl en hann var gestur Lóu Pind í öðrum þætti Bresta sem sýndur var á Stöð 2 í kvöld. „Það var ein mamman sem sagði að ég væri morðingi af því að ég var að selja eiturlyf og að fólk væri að deyja af eiturlyfjum,“ sagði Ágúst, sem kýs að láta kalla sig Áka. Áki, sem er 22 ára, leiddist ungur inn í heim fíkniefna og afbrota en tólf ára gamall byrjaði hann að reykja hass. Hann reykti síðustu jónuna í Danmörku árið 2012, rétt áður en hann var handtekinn og sendur í meðferð. Hann segist aldrei ætla aftur í meðferð. „Maður fer á nokkra fundi og þarf að tala um tilfinningar sínar. Ég nenni því ekki. Og þú veist ekki hvort þú getir treyst liðinu þarna inni. Ég hef brennt mig á þessu.“ Áki er bæði í námi og vinnu á Litla-Hrauni en segir stærstu áskorun tilverunnar vera að fá tímann til að líða. Þá segir hann réttindi fanga of lítil og telur fangelsi á Íslandi langt á eftir sínum samtíma. „Þegar ég kom hingað fyrst þá fékk ég ekki einu sinni öskubakka. Ég þurfti að aska í flösku eins og róni,“ segir Áki. „Það vantar alla umbun. Til dæmis í Frakklandi geta fangar fengið gæludýr. Gullfisk eða páfagauk. “ Kynferðisbrotamenn eru að hans sögn neðst í fæðukeðjunni en segir hann þeim umbunað um of í fangelsinu. Þeir fái forgang í verslun, líkamsrækt og alla þá þjónustu sem föngum er boðið upp á. „Það þarf að níðast á barni til að fá réttindi í þessu fangelsi.“ Ágúst var ákærður fyrir að hafa árið 2011 tekið þátt í að skipuleggja og smygla ekki minna en 27 kílóum af amfetamíni frá Hollandi til Danmerkur, og aftur árið 2012 en þá nærri 22 kílóum af amfetamíni. Auk þess var hann ákærður fyrir að hafa um 2000 e töflur í fórum sínum. Síðastliðið haust var hann svo dæmdur, ásamt fleiri Íslendingum, í 10 ára fangelsi og gerður brottrækur frá Danmörku. Stutt brot úr þættinum má sjá hér fyrir ofan.
Brestir Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Fleiri fréttir Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sjá meira