Stórfundur eykur líkur á olíuhöfn í Norður-Noregi Kristján Már Unnarsson skrifar 21. október 2014 13:45 Olíumiðstöðin sem Statoil áformar við Veidnes hjá Honningsvåg í Norður-Noregi. Grafík/Statoil. Stór olíulind sem sænska olíuleitarfélagið Lundin fann í Barentshafi í síðustu viku er talin geta orðið vendipunktur í uppbyggingu olíuiðnaðar í Norður- Noregi. Olíulindin er 190 kílómetra norðvestur af Hammerfest og er talin geyma allt að 314 milljónir olíutunna og 17 milljarða rúmmetra af gasi. Olíulindin er á svokölluðu Alta-svæði og er nálægt öðrum nýfundnum olíulindum undan ströndum Norður-Noregs, eins og Johan Castberg og Gotha-lindunum. Saman eru þær taldar geyma allt að 1.000 milljónir olíutunna. Í fréttum norskra fjölmiðla síðustu daga hafa áhrifamenn í olíuiðnaðinum sem og í Norður-Noregi fagnað olíufundinum. Hann komi á besta tíma eftir vonbrigði sumarsins í olíuleit í Barentshafi. Með samnýtingu olíusvæðanna er sagður kominn grundvöllur að neðansjávarleiðslu til lands og iðnaðaruppbyggingu í nyrstu byggðum Noregs, eins og olíuhöfn á Veidnes við Honningsvåg. Í héraðsmiðlum er lýst mikilli bjartsýni. Statoil frestaði fyrr á árinu ákvörðun um leiðsluna og olíuhöfnina þar sem olían sem þá var fundin þótti ekki nægilega mikil til að standa undir fjárfestingunni. Með olíufundinum í síðustu viku er staðan sögð allt önnur. Greenpeace-samtökin samgleðjast þó ekki. „Þeir geta fagnað eins og þeim sýnist. En þetta er samt sem áður olía sem við höfum ekki efni á að vinna. Loftlagsmálin krefjast þess að hún verði látin liggja. Allt annað væri mjög óábyrgt,“ sagði Truls Gulowsen, leiðtogi Greenpeace í Noregi. Bensín og olía Noregur Tengdar fréttir Fresta olíuhöfn í Norður-Noregi Lagning neðansjávarleiðslu frá nýfundnum olíulindum í Barentshafi til lands í Norður-Noregi , ásamt byggingu nýrrar olíuhafnar við Honningsvåg, er of dýr. 30. júní 2014 11:30 Stór áfangi að þjónustuhöfn Norðurslóða við Finnafjörð Oddviti Langanesbyggðar hefur fulla trúa á því að risahöfn við Finnafjörð verði að veruleika eftir að eitt stærsta hafnafyrirtæki Evrópu, Bremenports, ritaði undir samstarfssamning um að kosta mörghundruð milljóna króna undirbúningsvinnu. 22. maí 2014 22:00 Veidneshöfn gæti orðið fyrirmynd Gunnólfsvíkur Tillaga Statoil að nýrri olíuhöfn í Norður-Noregi er athyglisverð fyrir Íslendinga. Sambærileg lausn í Gunnólfsvík í Finnafirði gæti orðið meðal þeirra sem kæmu til umræðu á Íslandi, finnist olía í vinnanlegu magni á Drekasvæðinu. 23. febrúar 2014 11:15 Mest lesið Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Stór olíulind sem sænska olíuleitarfélagið Lundin fann í Barentshafi í síðustu viku er talin geta orðið vendipunktur í uppbyggingu olíuiðnaðar í Norður- Noregi. Olíulindin er 190 kílómetra norðvestur af Hammerfest og er talin geyma allt að 314 milljónir olíutunna og 17 milljarða rúmmetra af gasi. Olíulindin er á svokölluðu Alta-svæði og er nálægt öðrum nýfundnum olíulindum undan ströndum Norður-Noregs, eins og Johan Castberg og Gotha-lindunum. Saman eru þær taldar geyma allt að 1.000 milljónir olíutunna. Í fréttum norskra fjölmiðla síðustu daga hafa áhrifamenn í olíuiðnaðinum sem og í Norður-Noregi fagnað olíufundinum. Hann komi á besta tíma eftir vonbrigði sumarsins í olíuleit í Barentshafi. Með samnýtingu olíusvæðanna er sagður kominn grundvöllur að neðansjávarleiðslu til lands og iðnaðaruppbyggingu í nyrstu byggðum Noregs, eins og olíuhöfn á Veidnes við Honningsvåg. Í héraðsmiðlum er lýst mikilli bjartsýni. Statoil frestaði fyrr á árinu ákvörðun um leiðsluna og olíuhöfnina þar sem olían sem þá var fundin þótti ekki nægilega mikil til að standa undir fjárfestingunni. Með olíufundinum í síðustu viku er staðan sögð allt önnur. Greenpeace-samtökin samgleðjast þó ekki. „Þeir geta fagnað eins og þeim sýnist. En þetta er samt sem áður olía sem við höfum ekki efni á að vinna. Loftlagsmálin krefjast þess að hún verði látin liggja. Allt annað væri mjög óábyrgt,“ sagði Truls Gulowsen, leiðtogi Greenpeace í Noregi.
Bensín og olía Noregur Tengdar fréttir Fresta olíuhöfn í Norður-Noregi Lagning neðansjávarleiðslu frá nýfundnum olíulindum í Barentshafi til lands í Norður-Noregi , ásamt byggingu nýrrar olíuhafnar við Honningsvåg, er of dýr. 30. júní 2014 11:30 Stór áfangi að þjónustuhöfn Norðurslóða við Finnafjörð Oddviti Langanesbyggðar hefur fulla trúa á því að risahöfn við Finnafjörð verði að veruleika eftir að eitt stærsta hafnafyrirtæki Evrópu, Bremenports, ritaði undir samstarfssamning um að kosta mörghundruð milljóna króna undirbúningsvinnu. 22. maí 2014 22:00 Veidneshöfn gæti orðið fyrirmynd Gunnólfsvíkur Tillaga Statoil að nýrri olíuhöfn í Norður-Noregi er athyglisverð fyrir Íslendinga. Sambærileg lausn í Gunnólfsvík í Finnafirði gæti orðið meðal þeirra sem kæmu til umræðu á Íslandi, finnist olía í vinnanlegu magni á Drekasvæðinu. 23. febrúar 2014 11:15 Mest lesið Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fresta olíuhöfn í Norður-Noregi Lagning neðansjávarleiðslu frá nýfundnum olíulindum í Barentshafi til lands í Norður-Noregi , ásamt byggingu nýrrar olíuhafnar við Honningsvåg, er of dýr. 30. júní 2014 11:30
Stór áfangi að þjónustuhöfn Norðurslóða við Finnafjörð Oddviti Langanesbyggðar hefur fulla trúa á því að risahöfn við Finnafjörð verði að veruleika eftir að eitt stærsta hafnafyrirtæki Evrópu, Bremenports, ritaði undir samstarfssamning um að kosta mörghundruð milljóna króna undirbúningsvinnu. 22. maí 2014 22:00
Veidneshöfn gæti orðið fyrirmynd Gunnólfsvíkur Tillaga Statoil að nýrri olíuhöfn í Norður-Noregi er athyglisverð fyrir Íslendinga. Sambærileg lausn í Gunnólfsvík í Finnafirði gæti orðið meðal þeirra sem kæmu til umræðu á Íslandi, finnist olía í vinnanlegu magni á Drekasvæðinu. 23. febrúar 2014 11:15