Fótbolti

Materazzi: Zidane ætti ekki að þurfa þjálfararéttindi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Atvikið fræga í úrslitaleik HM 2006.
Atvikið fræga í úrslitaleik HM 2006. Vísir/AFP
Marco Materazzi, fyrrum landsliðsmaður Ítalíu, telur það fáránlegt að Zinedine Zidane hafi verið dæmdur í þriggja mánaða bann fyrir að þjálfa án tilskilinna réttinda.

Eitt frægasta atvik knattspyrnusögunnar er þegar Zidane skallaði Materazzi í bringuna í úrslitaleik Ítalíu og Frakklands á HM 2006. Zidane er í dag þjálfari varaliðs Real Madrid.

„Þegar maður er meistari eins og Zidane, Materazzi og nokkrir aðrir ætti maður ekki að þurfa réttindi til að þjálfa,“ sagði hann í sjónvarpsviðtali á Ítalíu. „Maður ætti ekki að þurfa réttindi þegar maður er með 25 ára leikmannaferil að baki.“


Tengdar fréttir

Zidane dæmdur í þriggja mánaða bann

Franska fótboltagoðsögnin Zinedine Zidane er farinn að þjálfa hjá Real Madrid en það byrjar ekki vel því kappinn hefur verið dæmdur í þriggja mánaða bann af spænska knattspyrnusambandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×