Frambjóðendum Framsóknar var bannað að segja hvað ætti að færa skuldir mikið niður Aðalsteinn Kjartansson skrifar 16. nóvember 2014 11:33 Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að frambjóðendum flokksins hafi verið bannað að nefna einhverja ákveðna tölu í kosningabaráttunni í tengslum við skuldaniðurfellingarloforð flokksins. Hann vísaði gagnrýni á að skuldaaðgerðir ríkisstjórnarinnar væru mun lægri en lofað hafði verið á bug. Þetta sagði hann í umræðum í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni þar sem hann og Svandís Svavarsdóttir ræddu pólitíkina. „Okkur var beinlínis óheimilt að tala um ákveðna prósentu leiðréttingu eins og hafði verið talað um 2009, þegar talað var um 20 prósent leiðréttingu. Síðan sagði ég eigum við ekki að nefna einhverja tölu núna en nei, við getum ekki gert það vegna þess að þetta er orðið svo flókið,“ sagði Frosti.Sjá einnig: Allt um skuldaniðurfærsluna á 90 sekúndum Framsóknarmenn hafa verið gagnrýndir fyrir að standa ekki við loforð um að veita 300 milljörðum til verkefnisins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins og forsætisráðherra, tók virkan þátt í umræðum í kosningaþætti RÚV þar sem 300 milljarða talan var til grundvallar. Þá nefndi hann 240 milljarða sem dæmi í viðtali í Fréttablaðinu. Hann hefur hinsvegar neitað því að hafa lofað þeirri upphæð. Frosti fullyrti hinsvegar að engar tölur hefðu verið nefndar í aðdraganda kosninganna vegna skuldalækkunarinnar og sagði að það hefði ekki mátt vekja upp væntingar hjá fólki um ákveðna prósentutölu eða ákveðna lækkun þar sem það hefði svo margt breyst frá því að loforð um 20 prósenta skuldaniðurfellingu var lofað. Þá hafnaði hann einnig því að ríkissjóður fjármagni aðgerðirnar nú þvert á það sem lofað var. Vísaði hann til þess að aðgerðirnar væru fjármagnaðar með hækkun á bankaskatti og með því að fella burt undanþágu slitabúa föllnu bankanna frá skattinum. „Við afnámum þessa undanþágu, hækkuðum skatta á fjármálafyrirtækin, tökum peninga frá fjármálafyrirtækjum og færum til heimilanna,“ sagði hann en viðurkenndi að peningarnir ættu viðkomu í ríkissjóði. Fjármögnun aðgerðanna hefur verið sett í þetta samhengi af stjórnvöldum en fjármögnun aðgerðanna var flýtt. Til þess verða nýttir fjármunir sem meðal annars fengust í formi arðgreiðslna frá fjármálafyrirtækjum sem ríkið á hluti í og Seðlabankanum. Þar munar mest um tæplega 20 milljarða arðgreiðslu frá Landsbankanum. Hægt er að hlusta á umræður Frosta og Svandísar í spilaranum efst í fréttinni. Alþingi Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að frambjóðendum flokksins hafi verið bannað að nefna einhverja ákveðna tölu í kosningabaráttunni í tengslum við skuldaniðurfellingarloforð flokksins. Hann vísaði gagnrýni á að skuldaaðgerðir ríkisstjórnarinnar væru mun lægri en lofað hafði verið á bug. Þetta sagði hann í umræðum í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni þar sem hann og Svandís Svavarsdóttir ræddu pólitíkina. „Okkur var beinlínis óheimilt að tala um ákveðna prósentu leiðréttingu eins og hafði verið talað um 2009, þegar talað var um 20 prósent leiðréttingu. Síðan sagði ég eigum við ekki að nefna einhverja tölu núna en nei, við getum ekki gert það vegna þess að þetta er orðið svo flókið,“ sagði Frosti.Sjá einnig: Allt um skuldaniðurfærsluna á 90 sekúndum Framsóknarmenn hafa verið gagnrýndir fyrir að standa ekki við loforð um að veita 300 milljörðum til verkefnisins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins og forsætisráðherra, tók virkan þátt í umræðum í kosningaþætti RÚV þar sem 300 milljarða talan var til grundvallar. Þá nefndi hann 240 milljarða sem dæmi í viðtali í Fréttablaðinu. Hann hefur hinsvegar neitað því að hafa lofað þeirri upphæð. Frosti fullyrti hinsvegar að engar tölur hefðu verið nefndar í aðdraganda kosninganna vegna skuldalækkunarinnar og sagði að það hefði ekki mátt vekja upp væntingar hjá fólki um ákveðna prósentutölu eða ákveðna lækkun þar sem það hefði svo margt breyst frá því að loforð um 20 prósenta skuldaniðurfellingu var lofað. Þá hafnaði hann einnig því að ríkissjóður fjármagni aðgerðirnar nú þvert á það sem lofað var. Vísaði hann til þess að aðgerðirnar væru fjármagnaðar með hækkun á bankaskatti og með því að fella burt undanþágu slitabúa föllnu bankanna frá skattinum. „Við afnámum þessa undanþágu, hækkuðum skatta á fjármálafyrirtækin, tökum peninga frá fjármálafyrirtækjum og færum til heimilanna,“ sagði hann en viðurkenndi að peningarnir ættu viðkomu í ríkissjóði. Fjármögnun aðgerðanna hefur verið sett í þetta samhengi af stjórnvöldum en fjármögnun aðgerðanna var flýtt. Til þess verða nýttir fjármunir sem meðal annars fengust í formi arðgreiðslna frá fjármálafyrirtækjum sem ríkið á hluti í og Seðlabankanum. Þar munar mest um tæplega 20 milljarða arðgreiðslu frá Landsbankanum. Hægt er að hlusta á umræður Frosta og Svandísar í spilaranum efst í fréttinni.
Alþingi Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira