Meirihluti landsmanna vill að Hanna Birna segi af sér Aðalsteinn Kjartansson skrifar 14. nóvember 2014 19:17 Meirihluti landsmanna telur að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra eigi að segja af sér ráðherradómi, samkvæmt nýrri könnun Stöðvar tvö og Fréttablaðsins. Mesti munur er á afstöðu fólks eftir aldri. Fjórðungur kjósenda Sjálfstæðsflokksins vill að ráðherrann víki. Meirihlutinn vill að ráðherra víki Tæp 50 prósent telur að Hanna Birna eigi að hætta en rúm 30 prósent eru því mótfallin. Fjórtán prósent sögðust óákveðin og 4 prósent vildu ekki svara. Rúmlega 80 prósent tóku hins vegar afstöðu til spurningarinnar og af þeim vilja 60 prósent að ráðherrann víki en 40 prósent vill það ekki. Skiptingin er svipuð innan allra kjördæma sem og á milli kynja. Hjá hópnum 50 ára og eldri skiptast skoðanir til helminga. Mun fleiri innan yngri hóps, 18 til 49 ára telja hins vegar að Hanna Birna eigi að segja af sér. Rúm 70 prósent eru á þeirri skoðun en tæp 30 prósent vilja það ekki. Ekki allir stuðningsmenn jákvæðir Fjórðungur kjósenda Sjálfstæðisflokksins var hlynntur afsögn en 75 prósent prósent ekki. Afstaða þeirra sem styðja Framsóknarflokkinn er hins vegar nokkuð jafnt skipt en meirihluti stuðningsmanna stjórnarandstöðuflokkanna vill afsögn ráherrans. Birgir Guðmundsson stjórnmálafræðingur sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að þetta sýndi hve veika og erfiða stöðu Hanna Birna hefði. Það vekti upp spurningar um hvort að 75 prósent Sjálfstæðisflokksins teldist breiður og almennur stuðningur eins og þingflokkurinn lýsti yfir í vikunni gagnvart Hönnu Birnu. Einnig vekti athygli munurinn á milli kynslóða. Það benti til að stjórnmálamenning væri að breytast þar sem yngra fólk væri ekki eins umburðarlynt gagnvart ráðamönnum og áður. Könnunin var gerð síðastliðinn miðvikudag og fimmtudag, dagana 12. Og 13.nóvember en á mánudag steig fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu fram og játaði brot sitt um að leka gögnum um hælisleitanda til fjölmiðla og var dæmdur daginn eftir. Úrtakið í könnuninni var 3000 manna slembiúrtak úr þjóðskrá og talað var við 800 manns í réttum hlutföllum eftir kyni, aldri og búsetu. Svarhlutfall var 64,3 prósent. Alþingi Lekamálið Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Meirihluti landsmanna telur að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra eigi að segja af sér ráðherradómi, samkvæmt nýrri könnun Stöðvar tvö og Fréttablaðsins. Mesti munur er á afstöðu fólks eftir aldri. Fjórðungur kjósenda Sjálfstæðsflokksins vill að ráðherrann víki. Meirihlutinn vill að ráðherra víki Tæp 50 prósent telur að Hanna Birna eigi að hætta en rúm 30 prósent eru því mótfallin. Fjórtán prósent sögðust óákveðin og 4 prósent vildu ekki svara. Rúmlega 80 prósent tóku hins vegar afstöðu til spurningarinnar og af þeim vilja 60 prósent að ráðherrann víki en 40 prósent vill það ekki. Skiptingin er svipuð innan allra kjördæma sem og á milli kynja. Hjá hópnum 50 ára og eldri skiptast skoðanir til helminga. Mun fleiri innan yngri hóps, 18 til 49 ára telja hins vegar að Hanna Birna eigi að segja af sér. Rúm 70 prósent eru á þeirri skoðun en tæp 30 prósent vilja það ekki. Ekki allir stuðningsmenn jákvæðir Fjórðungur kjósenda Sjálfstæðisflokksins var hlynntur afsögn en 75 prósent prósent ekki. Afstaða þeirra sem styðja Framsóknarflokkinn er hins vegar nokkuð jafnt skipt en meirihluti stuðningsmanna stjórnarandstöðuflokkanna vill afsögn ráherrans. Birgir Guðmundsson stjórnmálafræðingur sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að þetta sýndi hve veika og erfiða stöðu Hanna Birna hefði. Það vekti upp spurningar um hvort að 75 prósent Sjálfstæðisflokksins teldist breiður og almennur stuðningur eins og þingflokkurinn lýsti yfir í vikunni gagnvart Hönnu Birnu. Einnig vekti athygli munurinn á milli kynslóða. Það benti til að stjórnmálamenning væri að breytast þar sem yngra fólk væri ekki eins umburðarlynt gagnvart ráðamönnum og áður. Könnunin var gerð síðastliðinn miðvikudag og fimmtudag, dagana 12. Og 13.nóvember en á mánudag steig fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu fram og játaði brot sitt um að leka gögnum um hælisleitanda til fjölmiðla og var dæmdur daginn eftir. Úrtakið í könnuninni var 3000 manna slembiúrtak úr þjóðskrá og talað var við 800 manns í réttum hlutföllum eftir kyni, aldri og búsetu. Svarhlutfall var 64,3 prósent.
Alþingi Lekamálið Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira