Meirihluti landsmanna vill að Hanna Birna segi af sér Aðalsteinn Kjartansson skrifar 14. nóvember 2014 19:17 Meirihluti landsmanna telur að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra eigi að segja af sér ráðherradómi, samkvæmt nýrri könnun Stöðvar tvö og Fréttablaðsins. Mesti munur er á afstöðu fólks eftir aldri. Fjórðungur kjósenda Sjálfstæðsflokksins vill að ráðherrann víki. Meirihlutinn vill að ráðherra víki Tæp 50 prósent telur að Hanna Birna eigi að hætta en rúm 30 prósent eru því mótfallin. Fjórtán prósent sögðust óákveðin og 4 prósent vildu ekki svara. Rúmlega 80 prósent tóku hins vegar afstöðu til spurningarinnar og af þeim vilja 60 prósent að ráðherrann víki en 40 prósent vill það ekki. Skiptingin er svipuð innan allra kjördæma sem og á milli kynja. Hjá hópnum 50 ára og eldri skiptast skoðanir til helminga. Mun fleiri innan yngri hóps, 18 til 49 ára telja hins vegar að Hanna Birna eigi að segja af sér. Rúm 70 prósent eru á þeirri skoðun en tæp 30 prósent vilja það ekki. Ekki allir stuðningsmenn jákvæðir Fjórðungur kjósenda Sjálfstæðisflokksins var hlynntur afsögn en 75 prósent prósent ekki. Afstaða þeirra sem styðja Framsóknarflokkinn er hins vegar nokkuð jafnt skipt en meirihluti stuðningsmanna stjórnarandstöðuflokkanna vill afsögn ráherrans. Birgir Guðmundsson stjórnmálafræðingur sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að þetta sýndi hve veika og erfiða stöðu Hanna Birna hefði. Það vekti upp spurningar um hvort að 75 prósent Sjálfstæðisflokksins teldist breiður og almennur stuðningur eins og þingflokkurinn lýsti yfir í vikunni gagnvart Hönnu Birnu. Einnig vekti athygli munurinn á milli kynslóða. Það benti til að stjórnmálamenning væri að breytast þar sem yngra fólk væri ekki eins umburðarlynt gagnvart ráðamönnum og áður. Könnunin var gerð síðastliðinn miðvikudag og fimmtudag, dagana 12. Og 13.nóvember en á mánudag steig fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu fram og játaði brot sitt um að leka gögnum um hælisleitanda til fjölmiðla og var dæmdur daginn eftir. Úrtakið í könnuninni var 3000 manna slembiúrtak úr þjóðskrá og talað var við 800 manns í réttum hlutföllum eftir kyni, aldri og búsetu. Svarhlutfall var 64,3 prósent. Alþingi Lekamálið Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sjá meira
Meirihluti landsmanna telur að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra eigi að segja af sér ráðherradómi, samkvæmt nýrri könnun Stöðvar tvö og Fréttablaðsins. Mesti munur er á afstöðu fólks eftir aldri. Fjórðungur kjósenda Sjálfstæðsflokksins vill að ráðherrann víki. Meirihlutinn vill að ráðherra víki Tæp 50 prósent telur að Hanna Birna eigi að hætta en rúm 30 prósent eru því mótfallin. Fjórtán prósent sögðust óákveðin og 4 prósent vildu ekki svara. Rúmlega 80 prósent tóku hins vegar afstöðu til spurningarinnar og af þeim vilja 60 prósent að ráðherrann víki en 40 prósent vill það ekki. Skiptingin er svipuð innan allra kjördæma sem og á milli kynja. Hjá hópnum 50 ára og eldri skiptast skoðanir til helminga. Mun fleiri innan yngri hóps, 18 til 49 ára telja hins vegar að Hanna Birna eigi að segja af sér. Rúm 70 prósent eru á þeirri skoðun en tæp 30 prósent vilja það ekki. Ekki allir stuðningsmenn jákvæðir Fjórðungur kjósenda Sjálfstæðisflokksins var hlynntur afsögn en 75 prósent prósent ekki. Afstaða þeirra sem styðja Framsóknarflokkinn er hins vegar nokkuð jafnt skipt en meirihluti stuðningsmanna stjórnarandstöðuflokkanna vill afsögn ráherrans. Birgir Guðmundsson stjórnmálafræðingur sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að þetta sýndi hve veika og erfiða stöðu Hanna Birna hefði. Það vekti upp spurningar um hvort að 75 prósent Sjálfstæðisflokksins teldist breiður og almennur stuðningur eins og þingflokkurinn lýsti yfir í vikunni gagnvart Hönnu Birnu. Einnig vekti athygli munurinn á milli kynslóða. Það benti til að stjórnmálamenning væri að breytast þar sem yngra fólk væri ekki eins umburðarlynt gagnvart ráðamönnum og áður. Könnunin var gerð síðastliðinn miðvikudag og fimmtudag, dagana 12. Og 13.nóvember en á mánudag steig fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu fram og játaði brot sitt um að leka gögnum um hælisleitanda til fjölmiðla og var dæmdur daginn eftir. Úrtakið í könnuninni var 3000 manna slembiúrtak úr þjóðskrá og talað var við 800 manns í réttum hlutföllum eftir kyni, aldri og búsetu. Svarhlutfall var 64,3 prósent.
Alþingi Lekamálið Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sjá meira