Vandræðagangur við skipan þjóðleikhússtjóra Jakob Bjarnar skrifar 12. nóvember 2014 10:28 Svo virðist sem Illugi geti ekki gert upp við sig hvern skal skipa í stöðu Þjóðleikhússtjóra og er biðin að verða vandræðalega löng. Þeir sem fylgjast með menningarmálum eru margir orðnir ákaflega langeygir eftir því að til tíðinda dragi; að skipaður verði Þjóðleikhússtjóri. Þannig spyr Selma Björns leikstjóri á Facebook nýverið hvenær í ósköpunum menntamálaráðherra ætli „eiginlega að tilkynna nýjan Þjóðleikhússtjóra? Er þetta ekki orðið vandræðalegt og virðingalaust gagnvart umsækjendum? Jah, maður spyr sig.“ Fjölmargir þekktir úr leikhúsgeiranum eru til að taka undir með Selmu, auk Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi menntamálaráðherra. Staðan var auglýst til umsóknar 1. júní síðastliðinn. Umsóknarfrestur um embætti þjóðleikhússtjóra rann út 1. september 2014 en mennta- og menningarmálaráðuneytinu bárust umsóknir frá þremur konum og sjö körlum. Búist hafði verið við því að niðurstaðan lægi fyrir hver tekur við stjórn leikhússins um áramót þegar Tinna Gunnlaugsdóttir lætur af störfum. Vísir hefur undanfarna daga haft ítrekað samband við menntamálaráðuneytið til að grennslast fyrir um málið og fengið þau svör ítrekað að svars sé að vænta innan skamms en ekki hefur enn dregið til tíðinda. Ingimundur Sigfússon, formaður Þjóðleikhúsráðs, tjáði Vísi í gær að ráðið hafi gefið umsögn og það sé í höndum ráðuneytisins. „Ég veit ekkert enda málið ekki í mínum höndum.“ Samkvæmt heimildum Vísis hefur val Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra einkum verið milli þeirra Ragnheiðar Skúladóttur og Ara Matthíassonar, framkvæmdastjóra Þjóðleikhússins, og er þá litið til menntunar þeirra og reynslu. Ari er lærður leikari og er með bæði MSc í hagfræði og MBA, auk náms í bókmenntafræði. Ragnheiður er með mastergráðu í leikhúsfræðum, hún var deildarstjóri leiklistadeildar Listaháskólans og hefur undanfarið verið leikhússtjóri á Akureyri. Bæði voru þau kölluð til viðtals hjá ráðherra fyrir þremur vikum. Þá var búið var að þrengja hóp umsækjenda en þau hin sem helst komu til álita voru þau Marta Nordal og Rúnar Guðbrandsson. Aðrir umsækjendur um stöðuna voru Halldór Einarsson Laxness, Hávar Sigurjónsson, Hilmar Jónsson, Melkorka Tekla Ólafsdóttir, Reynir Freyr Reynisson og Trausti Ólafsson. Þá hefur Vísir heyrt kenningar þess efnis að hugsanlegt sé að kominn sé kandídat inn í myndina sem ekki var meðal upphaflegra umsækjenda. Þá myndi menntamálaráðherra gefa það út að staðan verði auglýst á ný, en víst er að ekki er mikill tími til stefnu, reynist fótur fyrir þessu. Þetta eru ekki einu vandræðin sem tengst hafa Þjóðleikhúsinu en nýverið kom upp sérkennileg staða varðandi samningamál Tinnu leikhússtjóra, en hún er nú að æfa í Sjálfstæðu fólki - hetjusögu, sem verður jólasýning Þjóðleikhússins. Tinna hefur gegnt stöðu leikhússtjóra frá árinu 2004 eða í tíu ár. Miðað er við að mennta- og menningarmálaráðherra skipi í stöðuna til fimm ára, frá 1. janúar 2015. Grunnlaun leikhússtjóra samkvæmt taxta eru 659.654 krónur.Uppfært: 11:18 Samkvæmt upplýsingum úr ráðuneytinu er enginn flugufótur fyrir því að um annan kandídat sé að ræða utan þeirra sem sóttu um stöðuna. Málið er í ferli. Tengdar fréttir Tíu sóttu um starf þjóðleikhússtjóra Skipað er í stöðuna til fimm ára og mun sá útvaldi hefja störf þann 1. janúar næstkomandi. 3. september 2014 16:02 Krísa innan Þjóðleikhússins Upp er komin flókin og erfið staða innan Þjóðleikhússins vegna hugsanlegra hagsmunatengsla Tinnu Gunnlaugsdóttur Þjóðleikhússtjóra en til stendur að hún taki að sér tvö hlutverk á sviðinu þar innan tíðar. 11. október 2014 07:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira
Þeir sem fylgjast með menningarmálum eru margir orðnir ákaflega langeygir eftir því að til tíðinda dragi; að skipaður verði Þjóðleikhússtjóri. Þannig spyr Selma Björns leikstjóri á Facebook nýverið hvenær í ósköpunum menntamálaráðherra ætli „eiginlega að tilkynna nýjan Þjóðleikhússtjóra? Er þetta ekki orðið vandræðalegt og virðingalaust gagnvart umsækjendum? Jah, maður spyr sig.“ Fjölmargir þekktir úr leikhúsgeiranum eru til að taka undir með Selmu, auk Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi menntamálaráðherra. Staðan var auglýst til umsóknar 1. júní síðastliðinn. Umsóknarfrestur um embætti þjóðleikhússtjóra rann út 1. september 2014 en mennta- og menningarmálaráðuneytinu bárust umsóknir frá þremur konum og sjö körlum. Búist hafði verið við því að niðurstaðan lægi fyrir hver tekur við stjórn leikhússins um áramót þegar Tinna Gunnlaugsdóttir lætur af störfum. Vísir hefur undanfarna daga haft ítrekað samband við menntamálaráðuneytið til að grennslast fyrir um málið og fengið þau svör ítrekað að svars sé að vænta innan skamms en ekki hefur enn dregið til tíðinda. Ingimundur Sigfússon, formaður Þjóðleikhúsráðs, tjáði Vísi í gær að ráðið hafi gefið umsögn og það sé í höndum ráðuneytisins. „Ég veit ekkert enda málið ekki í mínum höndum.“ Samkvæmt heimildum Vísis hefur val Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra einkum verið milli þeirra Ragnheiðar Skúladóttur og Ara Matthíassonar, framkvæmdastjóra Þjóðleikhússins, og er þá litið til menntunar þeirra og reynslu. Ari er lærður leikari og er með bæði MSc í hagfræði og MBA, auk náms í bókmenntafræði. Ragnheiður er með mastergráðu í leikhúsfræðum, hún var deildarstjóri leiklistadeildar Listaháskólans og hefur undanfarið verið leikhússtjóri á Akureyri. Bæði voru þau kölluð til viðtals hjá ráðherra fyrir þremur vikum. Þá var búið var að þrengja hóp umsækjenda en þau hin sem helst komu til álita voru þau Marta Nordal og Rúnar Guðbrandsson. Aðrir umsækjendur um stöðuna voru Halldór Einarsson Laxness, Hávar Sigurjónsson, Hilmar Jónsson, Melkorka Tekla Ólafsdóttir, Reynir Freyr Reynisson og Trausti Ólafsson. Þá hefur Vísir heyrt kenningar þess efnis að hugsanlegt sé að kominn sé kandídat inn í myndina sem ekki var meðal upphaflegra umsækjenda. Þá myndi menntamálaráðherra gefa það út að staðan verði auglýst á ný, en víst er að ekki er mikill tími til stefnu, reynist fótur fyrir þessu. Þetta eru ekki einu vandræðin sem tengst hafa Þjóðleikhúsinu en nýverið kom upp sérkennileg staða varðandi samningamál Tinnu leikhússtjóra, en hún er nú að æfa í Sjálfstæðu fólki - hetjusögu, sem verður jólasýning Þjóðleikhússins. Tinna hefur gegnt stöðu leikhússtjóra frá árinu 2004 eða í tíu ár. Miðað er við að mennta- og menningarmálaráðherra skipi í stöðuna til fimm ára, frá 1. janúar 2015. Grunnlaun leikhússtjóra samkvæmt taxta eru 659.654 krónur.Uppfært: 11:18 Samkvæmt upplýsingum úr ráðuneytinu er enginn flugufótur fyrir því að um annan kandídat sé að ræða utan þeirra sem sóttu um stöðuna. Málið er í ferli.
Tengdar fréttir Tíu sóttu um starf þjóðleikhússtjóra Skipað er í stöðuna til fimm ára og mun sá útvaldi hefja störf þann 1. janúar næstkomandi. 3. september 2014 16:02 Krísa innan Þjóðleikhússins Upp er komin flókin og erfið staða innan Þjóðleikhússins vegna hugsanlegra hagsmunatengsla Tinnu Gunnlaugsdóttur Þjóðleikhússtjóra en til stendur að hún taki að sér tvö hlutverk á sviðinu þar innan tíðar. 11. október 2014 07:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira
Tíu sóttu um starf þjóðleikhússtjóra Skipað er í stöðuna til fimm ára og mun sá útvaldi hefja störf þann 1. janúar næstkomandi. 3. september 2014 16:02
Krísa innan Þjóðleikhússins Upp er komin flókin og erfið staða innan Þjóðleikhússins vegna hugsanlegra hagsmunatengsla Tinnu Gunnlaugsdóttur Þjóðleikhússtjóra en til stendur að hún taki að sér tvö hlutverk á sviðinu þar innan tíðar. 11. október 2014 07:00