Sóun í húsnæðismálum Logi Már Einarsson skrifar 30. janúar 2014 06:00 Mikil umræða hefur skapast að undanförnu um húsnæðismál Íslendinga. Æ fleiri eiga í vandræðum með að koma sér upp viðunandi þaki yfir höfuðið. Fjölmargir búa í húsum sem vart geta talist mannabústaðir. Vegna húsnæðiseklu veigra byggingaryfirvöld sér við því að beita úrræðum vegna ólöglegra íbúða en framfylgja þó samviskulega nýrri og mjög hertri byggingareglugerð. Öllum er ljóst að við þetta verður ekki unað mikið lengur. Fjölmargir hafa því bent á leiðir til úrbóta. Allt frá afnámi stimpilgjalda og afsláttar af lóðarverði til glænýrrar húsnæðisstefnu. Af einhverjum ástæðum heyrist minnst um þá leið sem er fljótvirkust, auðveldust og árangursríkust: Heimila fólki að byggja minni og ódýrari íbúðir. Alþingi samþykkti veturinn 2010 ný mannvirkjalög þar sem kveðið er á um að algild hönnun eigi að liggja til grundvallar við byggingu húsnæðis. Með algildri hönnun íbúða er átt við að þær nýtist sem flestum, einnig þeim sem búa við fötlun af einhverju tagi. Reglugerðin sem samin var á grundvelli þessara laga gengur furðu langt í kröfum um hjólastólaaðgengi. Nú skal almennt byggja allar íbúðir með þarfir hjólastólanotenda í huga. Reyndar eru tvær undantekningar á þessari reglu: íbúðir efri hæða í tveggja hæða fjölbýlishúsum og í tveggja hæða einbýlishúsum þar sem meginrými eru ekki á aðkomuhæð. (Þessar tvær íbúðagerðir eru undanþegnar kröfunni um algilda hönnun. Skrítið réttlæti það!)Umhverfissóðaskapur Það er að sjálfsögðu mikilvægt að byggðar séu íbúðir sem henta þörfum sem flestra og geri jafnframt eldra fólki kleift að búa sem lengst heima hjá sér utan stofnana. Slíkt eykur ekki einungis lífsgæði heldur sparar samfélaginu gríðarlega fjármuni. Að byggja umfram þörf er hins vegar sóun. Nær væri að tryggja nægilegan fjölda íbúða fyrir hreyfihamlaða og aðra sem þurfa sérlausnir en að þvinga alla til að fjárfesta í umframfermetrum. Ný byggingarreglugerð leiðir nefnilega af sér umtalsvert fleiri byggða fermetra en þörf er á. Í ljósi þess að hver byggður fermetri kostar í dag ríflega 300.000 krónur er örugglega verið að rýra möguleika fjölda fólks á að eignast eða leigja húsnæði. Það fellur því örlítið á þann fallega hug sem eflaust fylgdi þeim áformum að tryggja fólki í hjólastól aðgengi að næstum sérhverri íbúð í landinu þegar hann samtímis gerir öðrum, s.s. geðfötluðum, ungu fólki, einstæðum foreldrum eða fátækum erfiðara um vik. Hér er því ekki aðeins um að ræða vanhugsaða reglugerð sem torveldar lausn á erfiðu húsnæðisvandamáli heldur birtist einnig í henni fordæmalítill umhverfissóðaskapur! Neikvæð loftslagsáhrif samfara byggingarframkvæmdum eru almennt veruleg. Í ljósi þess að hver Íslendingur býr að meðaltali í tvöfalt stærra húsnæði en t.d. nágrannar okkar Finnar, hefði kannski verið nær að við settum okkur markmið um að byggja smærri íbúðir en við gerum í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Einarsson Mest lesið Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur skapast að undanförnu um húsnæðismál Íslendinga. Æ fleiri eiga í vandræðum með að koma sér upp viðunandi þaki yfir höfuðið. Fjölmargir búa í húsum sem vart geta talist mannabústaðir. Vegna húsnæðiseklu veigra byggingaryfirvöld sér við því að beita úrræðum vegna ólöglegra íbúða en framfylgja þó samviskulega nýrri og mjög hertri byggingareglugerð. Öllum er ljóst að við þetta verður ekki unað mikið lengur. Fjölmargir hafa því bent á leiðir til úrbóta. Allt frá afnámi stimpilgjalda og afsláttar af lóðarverði til glænýrrar húsnæðisstefnu. Af einhverjum ástæðum heyrist minnst um þá leið sem er fljótvirkust, auðveldust og árangursríkust: Heimila fólki að byggja minni og ódýrari íbúðir. Alþingi samþykkti veturinn 2010 ný mannvirkjalög þar sem kveðið er á um að algild hönnun eigi að liggja til grundvallar við byggingu húsnæðis. Með algildri hönnun íbúða er átt við að þær nýtist sem flestum, einnig þeim sem búa við fötlun af einhverju tagi. Reglugerðin sem samin var á grundvelli þessara laga gengur furðu langt í kröfum um hjólastólaaðgengi. Nú skal almennt byggja allar íbúðir með þarfir hjólastólanotenda í huga. Reyndar eru tvær undantekningar á þessari reglu: íbúðir efri hæða í tveggja hæða fjölbýlishúsum og í tveggja hæða einbýlishúsum þar sem meginrými eru ekki á aðkomuhæð. (Þessar tvær íbúðagerðir eru undanþegnar kröfunni um algilda hönnun. Skrítið réttlæti það!)Umhverfissóðaskapur Það er að sjálfsögðu mikilvægt að byggðar séu íbúðir sem henta þörfum sem flestra og geri jafnframt eldra fólki kleift að búa sem lengst heima hjá sér utan stofnana. Slíkt eykur ekki einungis lífsgæði heldur sparar samfélaginu gríðarlega fjármuni. Að byggja umfram þörf er hins vegar sóun. Nær væri að tryggja nægilegan fjölda íbúða fyrir hreyfihamlaða og aðra sem þurfa sérlausnir en að þvinga alla til að fjárfesta í umframfermetrum. Ný byggingarreglugerð leiðir nefnilega af sér umtalsvert fleiri byggða fermetra en þörf er á. Í ljósi þess að hver byggður fermetri kostar í dag ríflega 300.000 krónur er örugglega verið að rýra möguleika fjölda fólks á að eignast eða leigja húsnæði. Það fellur því örlítið á þann fallega hug sem eflaust fylgdi þeim áformum að tryggja fólki í hjólastól aðgengi að næstum sérhverri íbúð í landinu þegar hann samtímis gerir öðrum, s.s. geðfötluðum, ungu fólki, einstæðum foreldrum eða fátækum erfiðara um vik. Hér er því ekki aðeins um að ræða vanhugsaða reglugerð sem torveldar lausn á erfiðu húsnæðisvandamáli heldur birtist einnig í henni fordæmalítill umhverfissóðaskapur! Neikvæð loftslagsáhrif samfara byggingarframkvæmdum eru almennt veruleg. Í ljósi þess að hver Íslendingur býr að meðaltali í tvöfalt stærra húsnæði en t.d. nágrannar okkar Finnar, hefði kannski verið nær að við settum okkur markmið um að byggja smærri íbúðir en við gerum í dag.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar