Engin skólagjöld! Sóley Tómasdóttir skrifar 13. febrúar 2014 06:00 Undanfarna daga hefur skynsamt fólk keppst við að gagnrýna hugmyndir Viðskiptaráðs um innheimtu skólagjalda við Háskólann. Eðlilega. Norrænt velferðarsamfélag innheimtir ekki skólagjöld, enda byggir það á jafnrétti til náms. Allir eiga að hafa tækifæri til að mennta sig og rækta hæfileika sína – þannig tryggjum við kraftmikið, skapandi og gott samfélag. Tækifæri fólks eru vissulega háð mörgum samverkandi breytum en hér verður þó aðeins einblínt á fjárhagsleg áhrif. Ef okkur er alvara með hið norræna velferðarsamfélag, jöfnu tækifærin og gjaldfrelsið þarf að endurskoða ansi margt. Í 20 ár hefur leikskólinn verið viðurkenndur og skilgreindur sem fyrsta skólastigið. Þar njóta yngstu börnin menntunar í samræmi við aldur og þroska. Fyrir það greiða reykvískir foreldrar hundruð þúsunda á ári. Grunnskólinn er lögbundinn og gjaldfrjáls að nafninu til. Í Reykjavík er þó rukkað fyrir afmarkaðan hluta skóladagsins, hádegisverðinn (fyrir utan frístundaheimilin sem ekki verður fjallað um hér). Fyrir hann greiða foreldrar tæpar 60 þúsund krónur á ári. Opinberir framhaldsskólar innheimta 24 þúsund á ári í innritunar- og efnisgjald og innritunargjald í HÍ er 60 þúsund á ári. Í Reykjavík ríkir ekki jafnrétti til náms. Til eru dæmi um börn sem ekki fara í leikskóla af fjárhagslegum ástæðum. Á síðasta ári var fimm börnum vikið af leikskólum borgarinnar vegna vanskila foreldra. Hvort tveggja er óásættanlegt. Börnin eru ekki mörg, en það skiptir engu máli. Mismunun er ekkert réttlætanlegri gagnvart fáum en mörgum. Gjaldtakan hefur einnig áhrif á lífskjör barnafólks og tækifæri þess til menntunar á efri stigum og eru þá ótalin önnur afleidd áhrif. Eigi hér að ríkja raunverulegt jafnrétti til náms verða öll skólastig að vera gjaldfrjáls. Það krefst endurskoðunar á nýtingu sameiginlegra sjóða, skatta og útsvars. Slík endurskoðun krefst svo aftur hugrekkis og stefnufestu. Vinstri græn hafa lýst sig reiðubúin í þá vinnu. Á næsta kjörtímabili verður að endurskoða gjaldheimtu borgarinnar og vinna áætlun um gjaldfrjálsa þjónustu við börn. Þannig bætum við lífskjör barnafjölskyldna og stuðlum að raunverulegu jafnrétti til náms. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur skynsamt fólk keppst við að gagnrýna hugmyndir Viðskiptaráðs um innheimtu skólagjalda við Háskólann. Eðlilega. Norrænt velferðarsamfélag innheimtir ekki skólagjöld, enda byggir það á jafnrétti til náms. Allir eiga að hafa tækifæri til að mennta sig og rækta hæfileika sína – þannig tryggjum við kraftmikið, skapandi og gott samfélag. Tækifæri fólks eru vissulega háð mörgum samverkandi breytum en hér verður þó aðeins einblínt á fjárhagsleg áhrif. Ef okkur er alvara með hið norræna velferðarsamfélag, jöfnu tækifærin og gjaldfrelsið þarf að endurskoða ansi margt. Í 20 ár hefur leikskólinn verið viðurkenndur og skilgreindur sem fyrsta skólastigið. Þar njóta yngstu börnin menntunar í samræmi við aldur og þroska. Fyrir það greiða reykvískir foreldrar hundruð þúsunda á ári. Grunnskólinn er lögbundinn og gjaldfrjáls að nafninu til. Í Reykjavík er þó rukkað fyrir afmarkaðan hluta skóladagsins, hádegisverðinn (fyrir utan frístundaheimilin sem ekki verður fjallað um hér). Fyrir hann greiða foreldrar tæpar 60 þúsund krónur á ári. Opinberir framhaldsskólar innheimta 24 þúsund á ári í innritunar- og efnisgjald og innritunargjald í HÍ er 60 þúsund á ári. Í Reykjavík ríkir ekki jafnrétti til náms. Til eru dæmi um börn sem ekki fara í leikskóla af fjárhagslegum ástæðum. Á síðasta ári var fimm börnum vikið af leikskólum borgarinnar vegna vanskila foreldra. Hvort tveggja er óásættanlegt. Börnin eru ekki mörg, en það skiptir engu máli. Mismunun er ekkert réttlætanlegri gagnvart fáum en mörgum. Gjaldtakan hefur einnig áhrif á lífskjör barnafólks og tækifæri þess til menntunar á efri stigum og eru þá ótalin önnur afleidd áhrif. Eigi hér að ríkja raunverulegt jafnrétti til náms verða öll skólastig að vera gjaldfrjáls. Það krefst endurskoðunar á nýtingu sameiginlegra sjóða, skatta og útsvars. Slík endurskoðun krefst svo aftur hugrekkis og stefnufestu. Vinstri græn hafa lýst sig reiðubúin í þá vinnu. Á næsta kjörtímabili verður að endurskoða gjaldheimtu borgarinnar og vinna áætlun um gjaldfrjálsa þjónustu við börn. Þannig bætum við lífskjör barnafjölskyldna og stuðlum að raunverulegu jafnrétti til náms.
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun