Af landbúnaði og listum Einar Freyr Elínarson skrifar 13. mars 2014 07:00 Mikil umræða hefur nú verið, eins og oft áður, um landbúnað og styrkjaumhverfið sem hann býr við. Þar hefur farið mikinn Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, og talar um íslenska bændur á framfæri skattgreiðenda við að mjólka og smala kindum. Þó svo að ríkisstyrktur landbúnaður tíðkist um allan heim. En svo er önnur skemmtileg umræða sem skýtur oft upp kollinum. Styrkir til menninga og lista. Andstæðingar þeirra styrkja hrópa hátt og snjallt að þeir sem geti ekki selt sína vöru, listina, og lifað af því eigi bara að finna sér eitthvað annað að gera.Landbúnaður + Menning Ég vil meina að þessir tveir hlutir, styrkir til landbúnaðar og styrkir til menninga og lista, séu í raun sami hluturinn. Þó að mér finnist að framlög til menninga og lista mættu vera enn meiri. Allt snýst þetta um að tryggja og styrkja stoðir íslenskrar framleiðslu. Hvort tveggja er nefnilega nauðsynlegt okkar samfélagi. Mönnum er oft tíðrætt um matvælaöryggi, og að sama skapi tel ég að tryggja þurfi menningaröryggi okkar Íslendinga. Raunveruleiki þessa máls er ekki svo ferkantaður að hann sé einfaldlega hægt að útskýra með hagfræðilíkani. Það er kannski þess vegna sem hann er sumu fólki svo torskilinn. Í raun lít ég ekki á þessi framlög ríkisins sem styrki. Mér fyndist réttara að tala um þetta sem niðurgreiðslur til neytenda. Ef ekki kæmu til þessi framlög ríkisins væru þessar vörur þeim mun dýrari. Þetta er lykilatriði, sem ég held að margir sjái ekki. Ef beingreiðslur til bænda væru ekki greiddar, þá þyrftu neytendur að borga hærra verð fyrir kjötið og mjólkina í búðinni. Eða þá að þessi framleiðsla myndi lognast út af. Sjálfsagt getur fólk spurt sig: „En þurfum við virkilega á þessu að halda?“ Við gætum alveg flutt inn þann mat sem við þurfum.Við getum meira að segja flutt inn menningu og list. Það væri kannski auðveldasta leiðin. Sem er sjaldnast sú rétta. Þetta snýst um það hvort við viljum tryggja íslenska framleiðslu og fjölbreytt samfélag. Sem ég vona að flestir vilji. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Freyr Elínarson Mest lesið Innflutt skautun í boði Viðreisnar Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Halldór 02.11.24 Halldór Baldursson Halldór Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir Skoðun Íslenskan til valdeflingar en ekki valdbeitingar Derek T. Allen Skoðun Unglingavandamálið Jón Gnarr Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Kæri frambjóðandi! Stefanía Björg Jónsdóttir Skoðun Stöndugur efnahagur og sterk velferð – undirstaða hvors annars Alma D. Möller Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kæri frambjóðandi! Stefanía Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Innflutt skautun í boði Viðreisnar Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Unglingavandamálið Jón Gnarr skrifar Skoðun Stöndugur efnahagur og sterk velferð – undirstaða hvors annars Alma D. Möller skrifar Skoðun Íslenskan til valdeflingar en ekki valdbeitingar Derek T. Allen skrifar Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur nú verið, eins og oft áður, um landbúnað og styrkjaumhverfið sem hann býr við. Þar hefur farið mikinn Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, og talar um íslenska bændur á framfæri skattgreiðenda við að mjólka og smala kindum. Þó svo að ríkisstyrktur landbúnaður tíðkist um allan heim. En svo er önnur skemmtileg umræða sem skýtur oft upp kollinum. Styrkir til menninga og lista. Andstæðingar þeirra styrkja hrópa hátt og snjallt að þeir sem geti ekki selt sína vöru, listina, og lifað af því eigi bara að finna sér eitthvað annað að gera.Landbúnaður + Menning Ég vil meina að þessir tveir hlutir, styrkir til landbúnaðar og styrkir til menninga og lista, séu í raun sami hluturinn. Þó að mér finnist að framlög til menninga og lista mættu vera enn meiri. Allt snýst þetta um að tryggja og styrkja stoðir íslenskrar framleiðslu. Hvort tveggja er nefnilega nauðsynlegt okkar samfélagi. Mönnum er oft tíðrætt um matvælaöryggi, og að sama skapi tel ég að tryggja þurfi menningaröryggi okkar Íslendinga. Raunveruleiki þessa máls er ekki svo ferkantaður að hann sé einfaldlega hægt að útskýra með hagfræðilíkani. Það er kannski þess vegna sem hann er sumu fólki svo torskilinn. Í raun lít ég ekki á þessi framlög ríkisins sem styrki. Mér fyndist réttara að tala um þetta sem niðurgreiðslur til neytenda. Ef ekki kæmu til þessi framlög ríkisins væru þessar vörur þeim mun dýrari. Þetta er lykilatriði, sem ég held að margir sjái ekki. Ef beingreiðslur til bænda væru ekki greiddar, þá þyrftu neytendur að borga hærra verð fyrir kjötið og mjólkina í búðinni. Eða þá að þessi framleiðsla myndi lognast út af. Sjálfsagt getur fólk spurt sig: „En þurfum við virkilega á þessu að halda?“ Við gætum alveg flutt inn þann mat sem við þurfum.Við getum meira að segja flutt inn menningu og list. Það væri kannski auðveldasta leiðin. Sem er sjaldnast sú rétta. Þetta snýst um það hvort við viljum tryggja íslenska framleiðslu og fjölbreytt samfélag. Sem ég vona að flestir vilji.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar