Tilkynning til barnaverndar er beiðni um aðstoð, ekki kæra Þóra Jónsdóttir skrifar 15. apríl 2014 07:00 Margir líta svo á að eitt það versta sem geti gerst í lífi foreldra sé að vera tilkynntir til barnaverndarnefndar. Með því sé því lýst yfir að foreldri eða aðstandandi sé ekki fær um að sinna hlutverki sínu gagnvart barni og því fylgi fordæming og skömm. Það er ákaflega mikilvægt að minna á með reglubundnum hætti hver tilgangur með lagalegri tilkynningaskyldu til barnaverndarnefndar er. Tilkynning er ekki kæra, heldur beiðni um að barni og fjölskyldu þess verði veitt aðstoð. Tilkynnandi kann að hafa hugboð um að barn sé í aðstæðum sem eru ekki góðar fyrir það, það fái ekki þann stuðning og atlæti sem nauðsynlegt er til að það þroskist og mikilvægt sé að koma því til aðstoðar. Það er því af umhyggju fyrir barninu, en ekki af óvild við foreldrana sem langflestar tilkynningar berast til barnaverndarnefnda. Tilkynning til barnaverndarnefndar er ekki dómur yfir frammistöðu aðstandenda barnsins. Við skyldum miklu fremur einblína á að barni berist aðstoð í aðstæðum sem taldar eru á einhvern hátt óheppilegar eða óheilbrigðar barninu. Hér skyldi ekki einblínt á það við hvern sé að sakast, heldur að aðstæður hafi þróast á þann veg að gera þurfi ráðstafanir til að koma barninu og fjölskyldu þess aftur á sporið. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa það að markmiði að stuðla að bættum hag barna og fjölskyldna þeirra og að hafa áhrif á viðhorf til barna í samfélaginu. Barnaheill líta á það sem hlutverk sitt að tala máli barna og hvetja því samfélagið allt til að líta jákvæðum augum á þau tækifæri sem geta falist í að vera veittur stuðningur frá barnaverndarkerfinu. Við vitum það öll sem reynt höfum, að það er ekki leikur einn að ala upp barn. Við erum misjafnlega sett hvað varðar félagslega, fjárhagslega eða heilsufarslega stöðu. Sumir hafa óþétt stuðningsnet og geta illa fengið aðstoð í uppeldishlutverki sínu. Sá stuðningur sem býðst þegar starfsfólk barnaverndarnefndar gerir vart við sig ætti vitanlega að þykja kærkominn og opna leiðir að nýjum tækifærum til að skapa barni gott og heilbrigt líf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þóra Jónsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Margir líta svo á að eitt það versta sem geti gerst í lífi foreldra sé að vera tilkynntir til barnaverndarnefndar. Með því sé því lýst yfir að foreldri eða aðstandandi sé ekki fær um að sinna hlutverki sínu gagnvart barni og því fylgi fordæming og skömm. Það er ákaflega mikilvægt að minna á með reglubundnum hætti hver tilgangur með lagalegri tilkynningaskyldu til barnaverndarnefndar er. Tilkynning er ekki kæra, heldur beiðni um að barni og fjölskyldu þess verði veitt aðstoð. Tilkynnandi kann að hafa hugboð um að barn sé í aðstæðum sem eru ekki góðar fyrir það, það fái ekki þann stuðning og atlæti sem nauðsynlegt er til að það þroskist og mikilvægt sé að koma því til aðstoðar. Það er því af umhyggju fyrir barninu, en ekki af óvild við foreldrana sem langflestar tilkynningar berast til barnaverndarnefnda. Tilkynning til barnaverndarnefndar er ekki dómur yfir frammistöðu aðstandenda barnsins. Við skyldum miklu fremur einblína á að barni berist aðstoð í aðstæðum sem taldar eru á einhvern hátt óheppilegar eða óheilbrigðar barninu. Hér skyldi ekki einblínt á það við hvern sé að sakast, heldur að aðstæður hafi þróast á þann veg að gera þurfi ráðstafanir til að koma barninu og fjölskyldu þess aftur á sporið. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa það að markmiði að stuðla að bættum hag barna og fjölskyldna þeirra og að hafa áhrif á viðhorf til barna í samfélaginu. Barnaheill líta á það sem hlutverk sitt að tala máli barna og hvetja því samfélagið allt til að líta jákvæðum augum á þau tækifæri sem geta falist í að vera veittur stuðningur frá barnaverndarkerfinu. Við vitum það öll sem reynt höfum, að það er ekki leikur einn að ala upp barn. Við erum misjafnlega sett hvað varðar félagslega, fjárhagslega eða heilsufarslega stöðu. Sumir hafa óþétt stuðningsnet og geta illa fengið aðstoð í uppeldishlutverki sínu. Sá stuðningur sem býðst þegar starfsfólk barnaverndarnefndar gerir vart við sig ætti vitanlega að þykja kærkominn og opna leiðir að nýjum tækifærum til að skapa barni gott og heilbrigt líf.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun