Markaðurinn hefur brugðist Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 1. maí 2014 07:00 Það dylst engum að ein helsta ástæðan fyrir núverandi vanda á húsnæðismarkaðnum í Reykjavík er sú ofuráhersla sem lögð hefur verið á séreignarstefnuna. Afleiðing hennar er meðal annars að leigumarkaðurinn í borginni hefur verið mjög vanþróaður, sem birtist til dæmis í því að hér skortir hefð fyrir leigufélögum sem bjóða langtímaleigu á hagstæðum kjörum. Fyrir vikið einkennist leigumarkaðurinn af óöryggi, óstöðugleika og allt of hárri húsaleigu. Þetta er hvorki gott né heilbrigt og er ein helsta ástæða þess að 17,9% þeirra sem eru í leiguhúsnæði búa við verulega íþyngjandi húsnæðiskostnað, samkvæmt nýlegum tölum Hagstofunnar.Reynslan er ekki góð Reynslan hefur sýnt að „markaðurinn“ virðist ekki geta leyst þetta vandamál, og því þurfum við að nálgast vandann úr nýjum áttum og á félagslegum forsendum. Hluti af lausninni er húsnæðissamvinnufélög, sem rekin eru í þágu almennings og bjóða öruggt leigu- og kaupleiguhúsnæði fyrir einstaklinga og fjölskyldur á sanngjörnum kjörum. Þau gætu orðið mikilvæg viðbót við það sem nú býðst á íslenskum húsnæðismarkaði. Mikið hefur verið talað en minna hefur verið gert. Ljóst er að það þarf sameiginlegt átak ríkis, sveitarfélaga, leigufélaga, lífeyrissjóða og lánastofnana til að hugmyndir um stórfellda uppbyggingu leigumarkaðar geti orðið að veruleika.Engan pilsfaldakapítalisma Markaðurinn hefur ekki svör við öllum þeim vanda sem blasir við íslensku samfélagi. Í stað þess að borgin byði einkaaðilum lóðir til uppbyggingar leigufélaga á útsöluprís – og tryggði þannig hagnað verktaka og fasteignafélaga á kostnað almennings – ætti borgin að setja hagsmuni íbúanna í forgang. Reykjavíkurborg getur orðið hluthafi í nýjum leigufélögum gegn því að úthluta ákveðnu hlutfalli félagslegra íbúða inn í félögin. Þannig mætti vinna bug á biðlistum eftir félagslegu húsnæði og tryggja félagslega blöndun byggðar.Félagslegar lausnir En til þess að þessar hugmyndir geti orðið að veruleika þarf áframhaldandi aðkomu Vinstri grænna. Við höfum kjark og þor til að hugsa út fyrir rammann og tryggja það að uppbygging leigumarkaðar verði á félagslegum forsendum í formi húsnæðissamvinnufélaga og búseturéttaríbúða. Það er margsannað að ofuráhersla íslenskra stjórnvalda á séreignarkerfið er löngu úr sér gengin. Með sameiginlegu átaki getum við leyst þann húsnæðisvanda sem nú blasir við í borginni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Það dylst engum að ein helsta ástæðan fyrir núverandi vanda á húsnæðismarkaðnum í Reykjavík er sú ofuráhersla sem lögð hefur verið á séreignarstefnuna. Afleiðing hennar er meðal annars að leigumarkaðurinn í borginni hefur verið mjög vanþróaður, sem birtist til dæmis í því að hér skortir hefð fyrir leigufélögum sem bjóða langtímaleigu á hagstæðum kjörum. Fyrir vikið einkennist leigumarkaðurinn af óöryggi, óstöðugleika og allt of hárri húsaleigu. Þetta er hvorki gott né heilbrigt og er ein helsta ástæða þess að 17,9% þeirra sem eru í leiguhúsnæði búa við verulega íþyngjandi húsnæðiskostnað, samkvæmt nýlegum tölum Hagstofunnar.Reynslan er ekki góð Reynslan hefur sýnt að „markaðurinn“ virðist ekki geta leyst þetta vandamál, og því þurfum við að nálgast vandann úr nýjum áttum og á félagslegum forsendum. Hluti af lausninni er húsnæðissamvinnufélög, sem rekin eru í þágu almennings og bjóða öruggt leigu- og kaupleiguhúsnæði fyrir einstaklinga og fjölskyldur á sanngjörnum kjörum. Þau gætu orðið mikilvæg viðbót við það sem nú býðst á íslenskum húsnæðismarkaði. Mikið hefur verið talað en minna hefur verið gert. Ljóst er að það þarf sameiginlegt átak ríkis, sveitarfélaga, leigufélaga, lífeyrissjóða og lánastofnana til að hugmyndir um stórfellda uppbyggingu leigumarkaðar geti orðið að veruleika.Engan pilsfaldakapítalisma Markaðurinn hefur ekki svör við öllum þeim vanda sem blasir við íslensku samfélagi. Í stað þess að borgin byði einkaaðilum lóðir til uppbyggingar leigufélaga á útsöluprís – og tryggði þannig hagnað verktaka og fasteignafélaga á kostnað almennings – ætti borgin að setja hagsmuni íbúanna í forgang. Reykjavíkurborg getur orðið hluthafi í nýjum leigufélögum gegn því að úthluta ákveðnu hlutfalli félagslegra íbúða inn í félögin. Þannig mætti vinna bug á biðlistum eftir félagslegu húsnæði og tryggja félagslega blöndun byggðar.Félagslegar lausnir En til þess að þessar hugmyndir geti orðið að veruleika þarf áframhaldandi aðkomu Vinstri grænna. Við höfum kjark og þor til að hugsa út fyrir rammann og tryggja það að uppbygging leigumarkaðar verði á félagslegum forsendum í formi húsnæðissamvinnufélaga og búseturéttaríbúða. Það er margsannað að ofuráhersla íslenskra stjórnvalda á séreignarkerfið er löngu úr sér gengin. Með sameiginlegu átaki getum við leyst þann húsnæðisvanda sem nú blasir við í borginni.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar