Góðar fréttir af fjármálum Dagur B. Eggertsson skrifar 8. maí 2014 07:00 Það er ekki alltaf sem hlutir eins og ársreikningar vekja bros eða tilfinningar, eins og stolt. En nú er ég bæði ánægður og stoltur. Uppskera erfiðis síðustu ára birtist skýrt í ársuppgjöri borgarinnar fyrir árið 2013, svokölluðum ársreikningi. Afgangur af heildarrekstrinum er jákvæður um 8,4 milljarða króna. Allir hlutar rekstrarins skila jákvæðri niðurstöðu og öll helstu fyrirtæki í eigu borgarinnar. Allar áætlanir standast – og raunar vel það. Það er til marks um trausta fjármálastjórn í öllum einingum. Það segir einnig mikla sögu að aldrei hafa skuldir verið lækkaðar jafn mikið á einu ári í sögu borgarinnar eða um 35 milljarða króna. Einn mikilvægasti þátturinn í þessari góðu niðurstöðu er björgunaráætlunin í fjármálum Orkuveitunnar, sem kölluð hefur verið Planið. Hún hefur gengið eftir. Það skiptir miklu máli því Orkuveitan þarf að standa undir gríðarstórum afborgunum af lánum. Starfsfólk og stjórnendur eiga heiður skilinn fyrir góðan árangur í erfiðu verkefni. Samanburður á gjaldskrám og sköttum sýnir að það er hagstæðast fyrir fjölskyldur að búa í Reykjavík. Hér er lægst hlutfall fasteignaskatta á íbúðarhúsnæði og lægstar gjaldskrár í leik- og grunnskólum. Það er mjög mikilvægt. Sjálfstæðisflokkurinn hefur á undanförnum dögum lagt áherslu á skuldir borgarsjóðs sem hafi hækkað um 16 milljarða á síðustu þremur árum. Þá líta þeir fram hjá heildarmyndinni og Orkuveitunni. Mikilvægi Orkuveitunnar í heildinni sést þó einmitt vel á því að 12 af þessum 16 milljörðum sem borgarsjóður tók að láni fór í neyðarlán borgarsjóðs til Orkuveitunnar. Þegar heildin er skoðuð hafa skuldir lækkað á hverju ári í tíð núverandi meirihluta. Borgin hefur engu að síður haldið uppi framkvæmdastigi með fjárfestingum frá 2010 og aukið atvinnu með margvíslegum leiðum. Þetta hefur unnið gegn hækkun útgjalda vegna fjárhagsaðstoðar, skapað vöxt í atvinnulífinu og tekjur fyrir borgarsjóð, þótt þetta stórátak hafi líka kostað. Staðan sem birtist í ársreikningum borgarinnar er uppskera borgarstjórnarmeirihluta sem tók við Orkuveitu Reykjavíkur á hliðinni. Þar var 50 milljarða gat í rekstrinum. Hjá borgarsjóði var 5 milljarða gat staðreynd. Nú eru fjármálin í lagi, gjaldskrár og álögur eru lágar og skuldir lækka. Það er mikilvægt að borginni verði áfram stjórnað af sömu yfirvegun, ábyrgð og festu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Sjá meira
Það er ekki alltaf sem hlutir eins og ársreikningar vekja bros eða tilfinningar, eins og stolt. En nú er ég bæði ánægður og stoltur. Uppskera erfiðis síðustu ára birtist skýrt í ársuppgjöri borgarinnar fyrir árið 2013, svokölluðum ársreikningi. Afgangur af heildarrekstrinum er jákvæður um 8,4 milljarða króna. Allir hlutar rekstrarins skila jákvæðri niðurstöðu og öll helstu fyrirtæki í eigu borgarinnar. Allar áætlanir standast – og raunar vel það. Það er til marks um trausta fjármálastjórn í öllum einingum. Það segir einnig mikla sögu að aldrei hafa skuldir verið lækkaðar jafn mikið á einu ári í sögu borgarinnar eða um 35 milljarða króna. Einn mikilvægasti þátturinn í þessari góðu niðurstöðu er björgunaráætlunin í fjármálum Orkuveitunnar, sem kölluð hefur verið Planið. Hún hefur gengið eftir. Það skiptir miklu máli því Orkuveitan þarf að standa undir gríðarstórum afborgunum af lánum. Starfsfólk og stjórnendur eiga heiður skilinn fyrir góðan árangur í erfiðu verkefni. Samanburður á gjaldskrám og sköttum sýnir að það er hagstæðast fyrir fjölskyldur að búa í Reykjavík. Hér er lægst hlutfall fasteignaskatta á íbúðarhúsnæði og lægstar gjaldskrár í leik- og grunnskólum. Það er mjög mikilvægt. Sjálfstæðisflokkurinn hefur á undanförnum dögum lagt áherslu á skuldir borgarsjóðs sem hafi hækkað um 16 milljarða á síðustu þremur árum. Þá líta þeir fram hjá heildarmyndinni og Orkuveitunni. Mikilvægi Orkuveitunnar í heildinni sést þó einmitt vel á því að 12 af þessum 16 milljörðum sem borgarsjóður tók að láni fór í neyðarlán borgarsjóðs til Orkuveitunnar. Þegar heildin er skoðuð hafa skuldir lækkað á hverju ári í tíð núverandi meirihluta. Borgin hefur engu að síður haldið uppi framkvæmdastigi með fjárfestingum frá 2010 og aukið atvinnu með margvíslegum leiðum. Þetta hefur unnið gegn hækkun útgjalda vegna fjárhagsaðstoðar, skapað vöxt í atvinnulífinu og tekjur fyrir borgarsjóð, þótt þetta stórátak hafi líka kostað. Staðan sem birtist í ársreikningum borgarinnar er uppskera borgarstjórnarmeirihluta sem tók við Orkuveitu Reykjavíkur á hliðinni. Þar var 50 milljarða gat í rekstrinum. Hjá borgarsjóði var 5 milljarða gat staðreynd. Nú eru fjármálin í lagi, gjaldskrár og álögur eru lágar og skuldir lækka. Það er mikilvægt að borginni verði áfram stjórnað af sömu yfirvegun, ábyrgð og festu.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun