Nauðsynlegar sameiningar háskóla Sveinn Hallgrímsson skrifar 13. júní 2014 07:00 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fv. ráðherra, fer yfir sameiningar Háskóla (HÍ) í Fréttablaðinu mánudaginn 5. maí sl. og nefnir þar sameiningu Tækniskólans og Háskólans í Reykjavík og HÍ og Kennaraháskólans. Þá nefnir Þorgerður áhuga menntamálaráðherra á að sameina HÍ og Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) og segir að „hagrænir hvatar séu þó nokkrir en ekki síður út frá faglegum sjónarmiðum háskólanáms er óábyrgt að standa gegn þessari sameiningu“. Ég er einn þeirra sem hafa efasemdir um sameiningu HÍ og LbhÍ, allavega miðað við þær forsendur sem notaðar eru.Engin vísbending Ég hef lesið greinargerðir og „minnisblöð“ sem ég hef náð í um málefnið. Þar er ekki að finna neina vísbendingu um verulega hagræna, rekstrarlega hagræðingu við sameiningu HÍ og LbhÍ. Faglega yrði vissulega ávinningur, en hann á eingöngu að koma öðrum aðilanum til góða, það er HÍ. Samkvæmt núverandi skipulagi eftir sameiningu yrði háskólanámið á Hvanneyri fært undir Verkfræði- og raunvísindasvið HÍ. Líklegt verður að telja að með því móti yrði kennslu á háskólastigi á Hvanneyri hætt innan fárra ára. Þá yrði settur punktur aftan við 66 ára nám og kennslu á háskólastigi á Hvanneyri!Missir sjálfstæðis Hér er rétt að leggja áherslu á að aðaláhyggjur Hvanneyringa eru ekki samstarf við HÍ, heldur að missa sjáfstæðið: Sjálfstæði til að taka ákvarðanir sem snerta heill Hvanneyrarstaðar, samfélagsins og Landbúnaðarháskóla Íslands. Heill staðarins og viðgangur LbhÍ fer saman. Það er alkunna að þegar lítil eining sameinast stærri einingu missir minni einingin sérstöðu sína og þýðingu. Þorgerður Katrín segir: „Þekkt er íhaldssemi kerfisins og andstaða ýmissa héraðshöfðingja gegn skynsamlegum breytingum á gildandi kerfi þótt bæði fagleg og rekstrarleg viðmið hvetji til annars.“ Ég telst ekki til héraðshöfðingja. Get verið sammála sumu, sem þú segir, en ekki að verið sé að leggja til skynsamlegar breytingar. Ég tel mig vita og skilja þann ávinning sem HÍ hefur af að fá LbhÍ undir sinn hatt, einkum í ljósi þess metnaðar sem rektor hefur sett fram um að koma HÍ í hóp 100 bestu háskóla heims. Háskóli Íslands, og menntamálaráðherra, ættu því að vera tilbúin að veita LbhÍ, og Hvanneyri, nauðsynlegt frelsi, faglega og fjárhagslega, til að „heimamenn“ treysti því að Hvanneyri – bæði skóli og staður – dafni á ókomnum árum.Kerfið stokkað upp? ÞK nefnir Keldur í grein sinni. Keldur er sjálfstæð stofnun, tengd HÍ. Hvers vegna nefnum við ekki fleiri stofnanir sem ættu að vera hluti af háskólasamfélaginu? Hvers vegna nefnum við ekki stofnun eins og Náttúrufræðistofnun? (Ég óska starfsfólki stofnunarinnar til hamingju með bætta starfsaðstöðu og nýtt og glæsilegt hús!) Væri ekki akkur að því að vísindamenn stofnunarinnar tengdust háskólum landsins, bæði fyrir starfsmenn Náttúrufræðistofnunar og fyrir háskólasamfélagið? Væri ekki ráð að útvíkka umræðuna og skoða hvernig við gætum tengt hinar ýmsu stofnanir, sem nú eru sjálfstæðar og dreifðar, háskólum landsins?Hænufet Hvers vegna förum við ekki alla leið og sameinum allar vísinda- og rannsóknastofnanir undir hatti HÍ? LbhÍ gæti orðið sérstakt svið og fengi einhverjar landbúnaðarstofnanir til sín. (Háskólinn á Akureyri yrði að sjálfsögðu áfram sjálfstæður). LbhÍ yrði að vera rekstrarlega og faglega sjálfstætt svið. Tæki sínar ákvarðanir bæði rekstrarlega og faglega, sem sagt héldi sjálfstæði sínu. Sjálfstæði LbhÍ innan HÍ, yrði að vera tryggt, svo að hagsmunir samfélagsins á Hvanneyri yrðu tryggðir. Samfélagið á Hvanneyri yrði ekki lagt í rúst! Myndi það ekki styrkja innviði háskólastigsins, sérstaklega HÍ, stuðla að rekstrarhagræðingu og aukinni samkeppnishæfni íslensks samfélags? Það myndi líka hjálpa Háskóla Íslands til að ná metnaðarfullu markmiði sínu um að verða einn af 100 bestu háskólum heims! Af hverju að stíga hænufet ef hægt er að stíga stærri skref? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fv. ráðherra, fer yfir sameiningar Háskóla (HÍ) í Fréttablaðinu mánudaginn 5. maí sl. og nefnir þar sameiningu Tækniskólans og Háskólans í Reykjavík og HÍ og Kennaraháskólans. Þá nefnir Þorgerður áhuga menntamálaráðherra á að sameina HÍ og Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) og segir að „hagrænir hvatar séu þó nokkrir en ekki síður út frá faglegum sjónarmiðum háskólanáms er óábyrgt að standa gegn þessari sameiningu“. Ég er einn þeirra sem hafa efasemdir um sameiningu HÍ og LbhÍ, allavega miðað við þær forsendur sem notaðar eru.Engin vísbending Ég hef lesið greinargerðir og „minnisblöð“ sem ég hef náð í um málefnið. Þar er ekki að finna neina vísbendingu um verulega hagræna, rekstrarlega hagræðingu við sameiningu HÍ og LbhÍ. Faglega yrði vissulega ávinningur, en hann á eingöngu að koma öðrum aðilanum til góða, það er HÍ. Samkvæmt núverandi skipulagi eftir sameiningu yrði háskólanámið á Hvanneyri fært undir Verkfræði- og raunvísindasvið HÍ. Líklegt verður að telja að með því móti yrði kennslu á háskólastigi á Hvanneyri hætt innan fárra ára. Þá yrði settur punktur aftan við 66 ára nám og kennslu á háskólastigi á Hvanneyri!Missir sjálfstæðis Hér er rétt að leggja áherslu á að aðaláhyggjur Hvanneyringa eru ekki samstarf við HÍ, heldur að missa sjáfstæðið: Sjálfstæði til að taka ákvarðanir sem snerta heill Hvanneyrarstaðar, samfélagsins og Landbúnaðarháskóla Íslands. Heill staðarins og viðgangur LbhÍ fer saman. Það er alkunna að þegar lítil eining sameinast stærri einingu missir minni einingin sérstöðu sína og þýðingu. Þorgerður Katrín segir: „Þekkt er íhaldssemi kerfisins og andstaða ýmissa héraðshöfðingja gegn skynsamlegum breytingum á gildandi kerfi þótt bæði fagleg og rekstrarleg viðmið hvetji til annars.“ Ég telst ekki til héraðshöfðingja. Get verið sammála sumu, sem þú segir, en ekki að verið sé að leggja til skynsamlegar breytingar. Ég tel mig vita og skilja þann ávinning sem HÍ hefur af að fá LbhÍ undir sinn hatt, einkum í ljósi þess metnaðar sem rektor hefur sett fram um að koma HÍ í hóp 100 bestu háskóla heims. Háskóli Íslands, og menntamálaráðherra, ættu því að vera tilbúin að veita LbhÍ, og Hvanneyri, nauðsynlegt frelsi, faglega og fjárhagslega, til að „heimamenn“ treysti því að Hvanneyri – bæði skóli og staður – dafni á ókomnum árum.Kerfið stokkað upp? ÞK nefnir Keldur í grein sinni. Keldur er sjálfstæð stofnun, tengd HÍ. Hvers vegna nefnum við ekki fleiri stofnanir sem ættu að vera hluti af háskólasamfélaginu? Hvers vegna nefnum við ekki stofnun eins og Náttúrufræðistofnun? (Ég óska starfsfólki stofnunarinnar til hamingju með bætta starfsaðstöðu og nýtt og glæsilegt hús!) Væri ekki akkur að því að vísindamenn stofnunarinnar tengdust háskólum landsins, bæði fyrir starfsmenn Náttúrufræðistofnunar og fyrir háskólasamfélagið? Væri ekki ráð að útvíkka umræðuna og skoða hvernig við gætum tengt hinar ýmsu stofnanir, sem nú eru sjálfstæðar og dreifðar, háskólum landsins?Hænufet Hvers vegna förum við ekki alla leið og sameinum allar vísinda- og rannsóknastofnanir undir hatti HÍ? LbhÍ gæti orðið sérstakt svið og fengi einhverjar landbúnaðarstofnanir til sín. (Háskólinn á Akureyri yrði að sjálfsögðu áfram sjálfstæður). LbhÍ yrði að vera rekstrarlega og faglega sjálfstætt svið. Tæki sínar ákvarðanir bæði rekstrarlega og faglega, sem sagt héldi sjálfstæði sínu. Sjálfstæði LbhÍ innan HÍ, yrði að vera tryggt, svo að hagsmunir samfélagsins á Hvanneyri yrðu tryggðir. Samfélagið á Hvanneyri yrði ekki lagt í rúst! Myndi það ekki styrkja innviði háskólastigsins, sérstaklega HÍ, stuðla að rekstrarhagræðingu og aukinni samkeppnishæfni íslensks samfélags? Það myndi líka hjálpa Háskóla Íslands til að ná metnaðarfullu markmiði sínu um að verða einn af 100 bestu háskólum heims! Af hverju að stíga hænufet ef hægt er að stíga stærri skref?
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar