

Að starfrækja náttúrufræðibraut
Skýrsla sem þessi verðskuldar athygli og umræður en hér er fjallað um mál sem tengist menntun í tæknisamfélagi. Helstu niðurstöður eru settar fram fremst í skýrslunni og þeim skipt í 16 liði og tillögum til úrbóta í 11 liði. Hægt væri að gera athugasemdir við einstök atriði skýrslunnar og sumar ályktanir í henni en ekki er unnt að taka nema lítið fyrir í stuttri blaðagrein. Hér eru því rædd vandamál sem tengjast náttúrufræðibrautum.
Munur á milli skóla
Í einni af niðurstöðunum skýrslunnar segir: „Mikill munur er á áföngum milli skóla bæði hvað snertir innihald og námskröfur.“ Í annarri þeirra segir: „Sumir framhaldsskólar útskrifa nemendur af náttúrufræðibraut með prófgráður sem standa ekki undir nafni. Hér er átt við að samkvæmt prófgráðunum ættu nemendurnir að hafa traustan grunn fyrir tiltekið háskólanám, en ráða í reynd illa við það sökum lélegs undirbúnings.“
Öllum ætti að vera ljóst að það er mjög alvarlegt ef prófgráður standa ekki undir nafni líkt og hér er sagt. Ekki kemur fram við hvaða skóla er átt en alls voru níu skólar til athugunar. Fjórir þessara skóla hafa yfir 1.000 nemendur en í aðeins einum þeirra eru færri en 500 nemendur, eða 257. Þetta eru því yfirleitt ekki smáskólar sem jafnan eiga erfiðara með að standa undir fjölbreyttu og vönduðu námi.
Menntun kennara
Í einni af tillögum til úrbóta segir: „Framhaldsskólar sem hafa ekki nægilega vel menntaða kennara í stærðfræði (og raungreinum) ættu ekki að bjóða upp á nám á náttúrufræðibraut nema í undantekningartilfellum og þá í nánu samstarfi við skóla sem hefur öfluga náttúrufræðibraut.“
Þegar skoðaðar eru upplýsingar í skýrslunni um menntun þeirra sem kenna stærðfræði vekur athygli sá fjöldi sem hefur lokið háskólanámi þar sem stærðfræði er óverulegur hluti af náminu. Einnig hve margir sem hafa menntað sig sem grunnskólakennarar með stærðfræðikjörsviði starfa í framhaldsskóla. Slíkt hlýtur að auka mjög á vandann í grunnskólum, þegar þeir best menntuðu í stærðfræði hverfa þaðan.
Þegar minnst er á raungreinar, sem hér er gert innan sviga, þarf að hafa í huga að jafnan er átt við fleiri námsgreinar eins og til dæmis eðlisfræði, efnafræði, líffræði og jarðfræði. Má því spyrja sig hvort ekki sé lágmark að kennarar slíkra greina hafi háskólapróf í grein sinni líkt og gengið er út frá að stærðfræðikennarar hafi. Svo má bæta við að það þarf tæki og ýmsan búnað til að kennsla náttúrufræðigreina sé viðunandi.
Þrír skólanna voru án kennara með háskólapróf í stærðfræði. Mjög líklegt er að ástandið til dæmis í eðlisfræði sé ekki mikið betra.
Vandi nemenda í raungreinanámi í háskóla
Í skýrslunni segir á bls. 51: „Hvort sem litið er til HÍ eða HR þá lendir a.m.k. helmingur þeirra sem byrja í verkfræðinámi í vandræðum með stærðfræði.“
Í skýrslunni kemur einnig fram að rætt hafi verið við Hilmar Braga Janusson, sviðsforseta Verkfræði- og náttúruvísindasviðs HÍ, og Guðrúnu A. Sævarsdóttur, deildarforseta Tækni- og verkfræðideildar HR. Í skýrslunni segir: „Bæði sögðu þau að ekki stæði til að minnka námskröfur í stærðfræði.“ Er sú afstaða mjög skiljanleg því þeir sem kenna á efsta skólastigi eiga þess ekki kost að velta vandamálunum áfram á aðra, en þurfa auk þess að standast alþjóðlegan samanburð.
Hvað ætti að gera?
Í viðtali við menntamálaráðherra þegar skýrslan var birt segir hann: „Þetta er mjög alvarlegt mál. Háskólinn á ekki að þurfa að eyða tíma í að kenna það sem á að lærast í framhaldsskólum.“ Þetta er auðvitað rökrétt en líklegt er að þeir sem nú undirbúa nemendur sem best muni lenda í verulegum vanda ef framhaldsskólinn verður styttur.
Eðlilegt er að gera án tafar athugun á því hvaða skólar geta boðið upp á náttúrufræðibraut með sómasamlegum hætti. Gerðar verði ráðstafanir til að styðja sérstaklega við þá sem ekki uppfylla þau skilyrði en gætu það án meiriháttar lagfæringa. Viðurkenna þarf svo að lokum að sumir skólar eiga alls ekki heima í þessum hópi. Ef haldið er áfram sem horfir þá er það svik við þá nemendur sem stunda nám í fleiri ár í þeirri trú að það dugi til framhalds en hrökklast svo frá háskólanámi sem hugur þeirra stóð til eins og mörg dæmi munu vera um.
Skoðun

Má skera börn?
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Aðför að menntakerfinu
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Er íslenska þjóðin að eldast?
Þorsteinn Þorsteinsson skrifar

Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk
Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar

Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands
Margrét Gíslínudóttir skrifar

Hvert fer kílómetragjaldið mitt?
Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar

Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga
Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar

Eyðileggjandi umræða
Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar

Lýðræðið sigrar
Snorri Ásmundsson skrifar

Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri
Stefán Ingi Arnarson skrifar

Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld
Bergur Hauksson skrifar

Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda!
Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar

Lítil breyting sem getur skipt sköpum!
Arnar Steinn Þórarinsson skrifar

Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra
Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar

Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu
Ása Lind Finnbogadóttir skrifar

Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur!
Bjarni Þór Sigurðsson skrifar

Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR?
Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar

Kjarkur og kraftur til að breyta
Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar

Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Góður fyrsti aldarfjórðungur
Jón Guðni Ómarsson skrifar

Af hverju stríð?
Helga Þórólfsdóttir skrifar

Donald Trump
Jovana Pavlović skrifar

Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá
Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar

Stækkum Sjálfstæðisflokkinn
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu?
Svanur Sigurbjörnsson skrifar

Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda?
Eyþór Máni Steinarsson skrifar

Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Stjórnarskráin
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

„Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…”
Marta Wieczorek skrifar