Bjarni bregst Árni Páll Árnason skrifar 28. ágúst 2014 07:00 Við höfum undanfarið orðið vitni að sérkennilegri atburðarás vegna lekamálsins og misbeitingu innanríkisráðherra á valdi sínu með afskiptum af lögreglurannsókn. Við munum að endingu sjá hver viðbrögð umboðsmanns verða við málsvörn ráðherrans. Það sem meiru skiptir nú eru viðbrögð formanns Sjálfstæðisflokksins. Honum ber, sem formanni stjórnarflokks, að standa vörð um stjórnfestu og leikreglur réttarríkisins. Hluti af því er að tryggja að stjórnmálamenn axli pólitíska ábyrgð af gerðum sínum, til að hlífa stjórnkerfinu og embættismönnum við óþarfa gagnrýni og álitshnekki. Þar bregst honum algerlega bogalistin. Þegar aðstoðarmaður ráðherra var ákærður fyrir að misfara með opinber gögn í ráðuneyti ráðherrans var ljóst að ráðherrann gat ekki setið áfram. Það er grundvallaratriði, sem allir virðast sammála um. Enginn – ekki einu sinni hörðustu málsvarnarmenn ráðherrans – hafa talið til greina koma fyrir hann að sitja áfram sem ráðherra dómsmála við þær aðstæður. Þá kemur að því hvað gerist næst. Í öllum öðrum löndum – og á öllum öðrum tímum á Íslandi - myndi það leiða til þess að ráðherrann axlaði pólitíska ábyrgð og segði af sér. Fyrir því eru fordæmi.Klæðskerasaumuð breyting En formaður Sjálfstæðisflokksins virðist ekki ráða við þá leið. Til að forða því að ráðherra flokksins þurfi að axla ábyrgð á eigin verkum og framgöngu pólitískra aðstoðarmanna hennar er frekar farið í handahófskenndar ráðuneytabreytingar. Það er betra að brjóta upp stjórnkerfið en að skipta um ráðherra. Á undanförnum misserum hafa forystumenn ríkisstjórnarflokkanna oft nefnt að til greina komi að breyta ráðuneytaskipan. Aldrei hefur verið rætt – fyrr en nú – um að stofna sérstakt dómsmálaráðuneyti. Breytingin er því ekki hluti af yfirvegaðri endurskipulagningu, heldur klæðskerasaumuð að þessum flótta Sjálfstæðisflokksins frá pólitískri ábyrgð. Enda var formaður flokksins að bögglast með það í nærri tvær vikur að finna út úr því hvernig væri hægt að kljúfa ráðuneytið og endaði svo á því að biðja Framsóknarflokkinn að manna það. Það er saga til næsta bæjar að Sjálfstæðisflokkurinn ráði ekki við að manna dómsmálaráðuneytið.Tekur undir ásakanir Pólitísk ábyrgð er hluti nauðsynlegrar stjórnfestu. Sjálfstæðisflokkurinn kemur okkur nú fyrir sjónir sem flokkur sem ræður ekki við að axla ábyrgð á landsstjórninni. Ef ráðherrar hans gera mistök þarf að breyta ráðuneytunum til að forða ráðherrunum frá því að bera ábyrgð á eigin verkum. „Völd án ábyrgðar“ ætti að vera hið nýja kjörorð Sjálfstæðisflokksins. Annar hluti stjórnfestu er að standa vörð um réttan framgang mála og virða rétt eftirlitsstofnana til að vinna verk sín samkvæmt gildandi lögum. Þar bregst Bjarni líka. Aðfinnslur ráðuneytis lögreglumála í fréttatilkynningu 18. júní sl. við yfirstandandi lögreglurannsókn í sumar voru látnar óátaldar og nú tekur hann undir ásakanir í garð umboðsmanns Alþingis, í stað þess að standa vörð um rétt umboðsmanns til að fylgja eftir máli innan gildandi lagaramma eftir eigin dómgreind. Af þessu má ráða að Sjálfstæðisflokkurinn ræður undir núverandi forystu ekki við að virða grunnreglur stjórnfestu í lýðræðissamfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Árni Páll Árnason Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Við höfum undanfarið orðið vitni að sérkennilegri atburðarás vegna lekamálsins og misbeitingu innanríkisráðherra á valdi sínu með afskiptum af lögreglurannsókn. Við munum að endingu sjá hver viðbrögð umboðsmanns verða við málsvörn ráðherrans. Það sem meiru skiptir nú eru viðbrögð formanns Sjálfstæðisflokksins. Honum ber, sem formanni stjórnarflokks, að standa vörð um stjórnfestu og leikreglur réttarríkisins. Hluti af því er að tryggja að stjórnmálamenn axli pólitíska ábyrgð af gerðum sínum, til að hlífa stjórnkerfinu og embættismönnum við óþarfa gagnrýni og álitshnekki. Þar bregst honum algerlega bogalistin. Þegar aðstoðarmaður ráðherra var ákærður fyrir að misfara með opinber gögn í ráðuneyti ráðherrans var ljóst að ráðherrann gat ekki setið áfram. Það er grundvallaratriði, sem allir virðast sammála um. Enginn – ekki einu sinni hörðustu málsvarnarmenn ráðherrans – hafa talið til greina koma fyrir hann að sitja áfram sem ráðherra dómsmála við þær aðstæður. Þá kemur að því hvað gerist næst. Í öllum öðrum löndum – og á öllum öðrum tímum á Íslandi - myndi það leiða til þess að ráðherrann axlaði pólitíska ábyrgð og segði af sér. Fyrir því eru fordæmi.Klæðskerasaumuð breyting En formaður Sjálfstæðisflokksins virðist ekki ráða við þá leið. Til að forða því að ráðherra flokksins þurfi að axla ábyrgð á eigin verkum og framgöngu pólitískra aðstoðarmanna hennar er frekar farið í handahófskenndar ráðuneytabreytingar. Það er betra að brjóta upp stjórnkerfið en að skipta um ráðherra. Á undanförnum misserum hafa forystumenn ríkisstjórnarflokkanna oft nefnt að til greina komi að breyta ráðuneytaskipan. Aldrei hefur verið rætt – fyrr en nú – um að stofna sérstakt dómsmálaráðuneyti. Breytingin er því ekki hluti af yfirvegaðri endurskipulagningu, heldur klæðskerasaumuð að þessum flótta Sjálfstæðisflokksins frá pólitískri ábyrgð. Enda var formaður flokksins að bögglast með það í nærri tvær vikur að finna út úr því hvernig væri hægt að kljúfa ráðuneytið og endaði svo á því að biðja Framsóknarflokkinn að manna það. Það er saga til næsta bæjar að Sjálfstæðisflokkurinn ráði ekki við að manna dómsmálaráðuneytið.Tekur undir ásakanir Pólitísk ábyrgð er hluti nauðsynlegrar stjórnfestu. Sjálfstæðisflokkurinn kemur okkur nú fyrir sjónir sem flokkur sem ræður ekki við að axla ábyrgð á landsstjórninni. Ef ráðherrar hans gera mistök þarf að breyta ráðuneytunum til að forða ráðherrunum frá því að bera ábyrgð á eigin verkum. „Völd án ábyrgðar“ ætti að vera hið nýja kjörorð Sjálfstæðisflokksins. Annar hluti stjórnfestu er að standa vörð um réttan framgang mála og virða rétt eftirlitsstofnana til að vinna verk sín samkvæmt gildandi lögum. Þar bregst Bjarni líka. Aðfinnslur ráðuneytis lögreglumála í fréttatilkynningu 18. júní sl. við yfirstandandi lögreglurannsókn í sumar voru látnar óátaldar og nú tekur hann undir ásakanir í garð umboðsmanns Alþingis, í stað þess að standa vörð um rétt umboðsmanns til að fylgja eftir máli innan gildandi lagaramma eftir eigin dómgreind. Af þessu má ráða að Sjálfstæðisflokkurinn ræður undir núverandi forystu ekki við að virða grunnreglur stjórnfestu í lýðræðissamfélagi.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun