Matarskattur mun hækka um fimm prósentustig á næsta ári Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. september 2014 08:15 Kynnti frumvarpið Bjarni Benediktsson segir nauðsynlegt að selja eigur ríkissjóðs til að lækka skuldir. fréttablaðið/GVA Efra þrep virðisaukaskatts mun lækka úr 25,5% í 24% en neðra þrep mun hækka úr 7% í 12%, samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. Í neðra þrepi virðisaukaskatts eru meðal annars matvæli og bækur. Fjárlagafrumvarpinu var dreift á Alþingi í gær.Samkvæmt því munu fjárhæðir barnabóta hækka um 13% umfram hækkun neysluverðsvísitölunnar. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, greindi frá því á blaðamannafundi í Salnum í gær að skerðingarhlutföll yrðu hækkuð um eitt prósent þannig að barnabótum verði frekar beint að hinum tekjulægri. Að auki verður undanþága á greiðslu virðisaukaskatts vegna fólksflutninga í afþreyingarskyni felld úr gildi 1. maí 2015 og fer í lægri þrep virðisaukaskattsins. Bjarni sagði í samtali við Fréttablaðið eftir blaðamannafundinn að lagt hefði verið upp með þá meginhugsun að fækka sem mest má undanþágum í kerfinu til að halda aftur af háu prósentustigi. „Lækkun efra þrepsins leiðir til þess að við verðum með lægsta efra þrepið í virðisaukaskattskerfinu frá stofnun þess. Og það er skynsamleg leið að mínu áliti að breikka virðisaukaskattstofnana eins og hægt er. En þetta er samt þannig að það er engin tilviljun hvaða atriði hafa verið tínd út úr virðisaukaskattskerfinu. Þær breytingar hafa hins vegar orðið í ferðaþjónustunni að henni hefur vaxið svo fiskur um hrygg á undanförnum árum að það er ekki ástæða til að hafa sömu áhyggjur af þeirri grein eins og áður,“ sagði Bjarni. Bjarni sagði að skuldir ríkissjóðs væru enn of miklar og vaxtajöfnuður gríðarlega íþyngjandi. Einnig sé ljóst að ýmsar skuldbindingar ríkissjóðs eigi eftir að hafa neikvæð áhrif til framtíðar, svo sem skuldbindingar gagnvart lífeyrissjóðum ríkisstarfsmanna, ríkisábyrgðir gagnvart Íbúðalánasjóði og aukin útgjöld vegna öldrunar þjóðarinnar. „Það er alveg ljóst að ríkisfjármálastaðan er miðað við þessa stöðu í járnum,“ sagði Bjarni á blaðamannafundinum. Hann sagði þó að búist væri við því að skuldir ríkissjóðs myndu fara lækkandi sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Þær voru 90% árið 2011, áætlað er að þær verði 78% í lok þessa árs og verði komnar niður fyrir 60% árið 2018. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Sjá meira
Efra þrep virðisaukaskatts mun lækka úr 25,5% í 24% en neðra þrep mun hækka úr 7% í 12%, samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. Í neðra þrepi virðisaukaskatts eru meðal annars matvæli og bækur. Fjárlagafrumvarpinu var dreift á Alþingi í gær.Samkvæmt því munu fjárhæðir barnabóta hækka um 13% umfram hækkun neysluverðsvísitölunnar. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, greindi frá því á blaðamannafundi í Salnum í gær að skerðingarhlutföll yrðu hækkuð um eitt prósent þannig að barnabótum verði frekar beint að hinum tekjulægri. Að auki verður undanþága á greiðslu virðisaukaskatts vegna fólksflutninga í afþreyingarskyni felld úr gildi 1. maí 2015 og fer í lægri þrep virðisaukaskattsins. Bjarni sagði í samtali við Fréttablaðið eftir blaðamannafundinn að lagt hefði verið upp með þá meginhugsun að fækka sem mest má undanþágum í kerfinu til að halda aftur af háu prósentustigi. „Lækkun efra þrepsins leiðir til þess að við verðum með lægsta efra þrepið í virðisaukaskattskerfinu frá stofnun þess. Og það er skynsamleg leið að mínu áliti að breikka virðisaukaskattstofnana eins og hægt er. En þetta er samt þannig að það er engin tilviljun hvaða atriði hafa verið tínd út úr virðisaukaskattskerfinu. Þær breytingar hafa hins vegar orðið í ferðaþjónustunni að henni hefur vaxið svo fiskur um hrygg á undanförnum árum að það er ekki ástæða til að hafa sömu áhyggjur af þeirri grein eins og áður,“ sagði Bjarni. Bjarni sagði að skuldir ríkissjóðs væru enn of miklar og vaxtajöfnuður gríðarlega íþyngjandi. Einnig sé ljóst að ýmsar skuldbindingar ríkissjóðs eigi eftir að hafa neikvæð áhrif til framtíðar, svo sem skuldbindingar gagnvart lífeyrissjóðum ríkisstarfsmanna, ríkisábyrgðir gagnvart Íbúðalánasjóði og aukin útgjöld vegna öldrunar þjóðarinnar. „Það er alveg ljóst að ríkisfjármálastaðan er miðað við þessa stöðu í járnum,“ sagði Bjarni á blaðamannafundinum. Hann sagði þó að búist væri við því að skuldir ríkissjóðs myndu fara lækkandi sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Þær voru 90% árið 2011, áætlað er að þær verði 78% í lok þessa árs og verði komnar niður fyrir 60% árið 2018.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Sjá meira